24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 15
24stundir FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 15 Það hefur þótt skjóta fremurskökku við að alþing-ismenn sem setja strangar reglur um bann við reykingum innan- húss skuli sjálfir vera með reyk- herbergi á vinnu- stað sínum, þ.e. í Alþingishúsinu. Nú hefur Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra þó vaknað til lífsins með þetta mál og stungið upp á því að reykherberginu verði lokað. Gaman verður að vita hvort aðrir þingmenn eiga eftir að samþykkja þessa uppástungu heil- brigðisráðherra. Siv Friðleifs- dóttir, fyrrverandi heilbrigð- isráðherra, stóð fyrir allsherjar reykingabanni sem er í raun það sama og þjóðir innan Evrópusam- bandsins hafa gert. Skrýtið að bannið hafi ekki náð til alþing- ismanna, en flestallir vinnustaðir á Íslandi eru reyklausir. Veit- ingamenn hafa verið ósáttir við bannið svo búast má við að þeir eigi eftir að benda á reykherbergi Alþingis í baráttu sinni fyrir reykingamenn. Margir velta fyrir sérhvernig Sjálfstæð-isflokkurinn ætlar að leysa vandræðaganginn varðandi Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson en flestir eru sammála um að með REI-málinu hafi hann tapað trú- verðugleika sínum og ætti því að bera pólitíska ábyrgð og hverfa af vettvangi sem forystumaður í borgarpólitíkinni. Sumir segja að verið sé að leita að góðri stöðu fyrir „gamla góða“ Villa þannig að hægt sé að losna við hann á vandræðalausan hátt. Innan Sjálf- stæðisflokksins eru margir ósáttir við framgang Villa og telja að Geir H. Haarde hafi ekki gengið nógu hart fram í því að taka í taumana í borgarmálum. Sumir spá því að Hanna Birna Kristjánsdóttir taki við forystu- hlutverkinu en enn aðrir eru á því að flokkurinn sé að skima eftir nýjum leiðtoga fyrir borgina. Sumir hafa nefnt til sögunnar al- þingismanninn Bjarna Bene- diktsson en því miður fyrir flokkinn þá er hann búsettur í Garðabæ og verður því tæplega kandidat í Reykjavík nema hann flytjist búferlum. elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Ætli ég hafi ekki verið svona sex ára þegar ég byrjaði að æfa fót- bolta með Val. Ég var fyrstu vik- urnar í marki en svo fljótt færður út á vinstri kant, enda örvfættur. Á æfingasvæði Vals varð vart þverfótað fyrir einhverjum mestu hetjum sem ég hafði augum litið. Dýri Guðmundsson bar höfuð og herðar yfir flesta aðra en einnig mátti sjá markahrókinn Inga Björn Albertsson og Atla Eðvalds- son valhoppa um grasbalana við Hlíðarenda með bolta á tánum. Þetta var ekki ónýtt fyrir lítinn snáða. Ingi Björn, sem virtist hafa lengri stórutá en aðrir leikmenn, kenndi okkur að pota boltanum í hornið framhjá markverðinum og Atli kenndi okkur að taka hjól- hestaspyrnu og þruma boltanum í fallegan boga undir samskeytin. Í hverri viku sýndi Bjarni Fel svo vikugamlan leik úr ensku knatt- spyrnunni í Ríkissjónvarpinu sem við lágum yfir. Og jafnvel þótt sjónvarpið sýndi aðeins svart og hvítt á þessum árum héldum við strákarnir nokkuð skilyrðislaust með Liverpool því liðið spilaði jú í rauðum treyjum eins og Vals- menn. Blátt bann Mér verður stundum hugsað til þessa þegar ég heyri íslenska hægrimenn lýsa yfir stuðningi við bandaríska Repúblikanaflokkinn. Ef við berum saman stefnu þess- ara flokka kemur í ljós heilt ginn- ungagap. Bandarískir repúblikan- ar eru upp til hópa andvígir opinberu heilbrigðiskerfi, opin- beru menntakerfi og vilja helst láta trúfélögum eftir að sjá um velferðarþjónustu. Sumir gætu haldið að þessi stefna kæmi til vegna þess að þeir hefðu bara svo litla trú á opinberum útgjöldum. Svo er þó ekki. Á sama tíma og bandarískir repúblikanar tala fyr- ir stórfelldri skattalækkun þá boða þeir nefnilega um leið stór- aukin útgjöld til hermála, enda eru þeir margir hverjir nokkuð al- mennt fylgjandi innrásum í arabaríki. Og það kostar auðvitað sitt. Það er heldur ekki svo, sem sumir virðast halda, að repúblik- anar í Bandaríkjunum vilji ein- faldlega lágmarka íhlutun hins opinbera í líf fólks, að einstak- lingurinn eigi að ráða sér sjálfur og bera ábyrgð á sjálfum sér. Þvert á móti. Um leið og repú- blikanar hafna opinberri velferð- arþjónustu boða þeir nefnilega blátt bann við fóstureyðingum og giftingum samkynhneigðra. Ég þekki fáa Sjálfstæðismenn sem eru tilbúnir að skrifa upp á svona stjórnmálastefnu. Þess vegna getur verið torvelt að skýra hvers vegna svo margir fylgjendur Sjálfstæðisflokksins á Íslandi leggja lag sitt við banda- ríska repúblíkana. Ég kem alla vega ekki auga á nokkra skynsam- lega skýringu fyrir slíkum stuðn- ingi. Sjálfstæðismenn til vinstri Svo virðist raunar sem margir fylgismenn Sjálfstæðisflokksins á Íslandi halli sér að repúblikönum í Bandaríkjunum á nákvæmlega sömu forsendum og við Vals- menn fórum að halda með Liver- pool. Að vísu má segja að þessi samsömun við repúblikana sé kannski ekki með öllu óskiljanleg því íslenskir fjölmiðlar segja gjarnan frá forsetakosningunum í Bandaríkjunum eins og um hvern annan íþróttakappleik sé að ræða. Við fáum að vita hvernig fram- bjóðendur standa í skoðanakönn- unum en lítið er fjallað um hvaða stjórnmálastefnu þeir boða. Svo er það vissulega rétt að Sjálfstæð- isflokkurinn á Íslandi og Repú- blikanaflokkurinn í Bandaríkjun- um flokkast báðir hægra megin við miðju í sínu landi. En þar endar líka samanburðurinn. Raunin er nefnilega sú að ef Sjálf- stæðisflokkurinn, með þá stefnu sem hann boðar á Íslandi, væri þátttakandi í bandarískum stjórn- málum myndi hann ekki aðeins flokkast vel vinstra megin við Repúblikanaflokkinn, heldur einnig langt til vinstri við demó- krata. Á ás stjórnmálanna myndi Hillary Clinton líkast til mælast nokkuð vel hægra megin við Hannes Hólmstein. Höfundur er stjórnmálafræðingur Við ystu mörk VIÐHORF aEiríkur Bergmann Einarsson Þess vegna getur verið torvelt að skýra hvers vegna svo margir fylgj- endur Sjálf- stæðisflokksins á Íslandi leggja lag sitt við banda- ríska repúblíkana. TB W A\ R E Y K JA V ÍK \ S ÍA Stórsýning á Hobby hjólhýsum og Isabella fortjöldum í Vetrargarðinum Smáralind Nú er rétti tíminn til að skoða og panta Stórsýning í Vetrargarðinum! Sýningunni lýkur sunnudaginn 10. febrúar kl: 18:00 Opnunartími á sýningu Föstudag 12-18, laugardag 11-18 og sunnudag 13-18 Hinir vinsælu Hobby húsbílar. Sýningabílar á staðnum Erum að taka á móti pöntunum núna. Pantanir til afgreiðslu í viku 12 og13 Hobbyhúsið ehf Dugguvogi 12 - S: 517-7040 opið virka daga 10 - 18 laugardag og sunnudag 13 - 16 ATH Seljum sýningarvagnana, til afhendingar strax eftir sýningu. Eigum einnig örfá hjólhýsi 560 Ufe Excelsior, Rollsinn í hjólhýsum á góðu verði og fjármögnun. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, verður haldinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 23. febrúar 2008 kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál. Tillögur kjörnefndar til stjórnarkjörs Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni liggja frammi á skrifstofu félagsins að Stangarhyl 4. Tillögur félagsmanna um einstaka menn til stjórnarkjörs skulu berast skrifstofu eða kjörnefnd í síðasta lagi miðvikudaginn 13. febrúar. Stjórnin

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.