24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir Villtur lífsstíll Kirsten Dunst hef- ur leitt til þess að leikkonan þarf að leita sér aðstoðar á meðferð- arstofnun. Haft er eftir heimild- armanni Qirque Lodge-meðferð- arstofnunarinnar að Dunst hafi verið lögð inn í vikunni til með- ferðar eftir að hafa komið í ann- arlegu ástandi. „Hún brotnaði niður og leið mjög illa, en hún er í góðum höndum núna.“ hþ Kirsten Dunst farin í meðferð Söngkonan Fergie er lítið stress- uð vegna fyrirhugaðs brúðkaups síns og Josh Duhamels. Eins og frægt er orðið trúlofaði parið sig í desember síðastliðnum en Fergie hefur harðlega neitað að ganga strax í skipulagningu brúðkaups. Vill hún heldur taka hlutunum rólega svo að allt verði fullkomið. „Ég hef ekki litið í eitt einasta brúðarblað,“ segir söngkonan. hþ Vill halda full- komið brúðkaup Vill leika Lísu Leikkonan Lindsay Lohan er æst í að taka að sér hlutverk Lísu í Undralandi í samnefndri Disney- kvikmynd undir stjórn leikstjór- ans Tims Burtons, en stefnt er að gerð kvikmyndarinnar á næstu misserum. „Ég vona bara að þeir vilji ekki einhverja óþekkta. Mig langar virkilega í þetta hlutverk,“ sagði Lohan á dögunum. hþ Mariah Carey hætti næstum við hlutverk sitt í kvikmyndinni Tennessee vegna þess eins að per- sóna hennar þarf að vera ófríð. Stjarnan harðneitaði að nota gervinef og þykkar augabrúnir, en með látunum setti hún allt á annan endann hjá aðstandendum kvikmyndarinnar. hþ Gerir allt vitlaust vegna gervinefs 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Litaðar konur eru ekki „inn“ núna í tískuheiminum. Það er einfald- lega málið! Og það er sorglegt að fólk kunni ekki að meta svarta fegurð. Í sumum tilvikum setja stærri stofurnar svartar konur algerlega til hliðar og velja þær hvítu miklu frekar,“ sagði fyrirsætan. Svarti liturinn virðist tróna á toppnum hjá stjörnunum vestanhafs Sykursætar í svörtu Ef marka má stjörnurnar vestanhafs virðist svarti liturinn ráða ríkjum í tískuheiminum um þessar mundir. Við hérna á Klakanum tökum uppsveiflu þess svarta auðvit- að fegins hendi, enda ljóst að Vetur konungur hefur náð hæstu hæðum og ekki vænlegt til vinnings að klæðast skærum og æpandi sumarlitum á götum úti. halldora@24stundir.is Flott Fergie Söngkonan Fergie var smart í partíi tímaritsins People. Sjúklega sæt Níþröng- ar leðurbuxur Anglinu Joli slógu í gegn á frumsýnigu Beowulf. Glæsileg Kate Moss slær ekki vindhöggin í klæðaburði og þykir yf- irleitt með þeim flottustu. Smart Ellen Pompeo skartaði flottum kjól á sýn- ingu Giorgio Armani þar sem sá síðarnefndi lagði línurnar fyrir sumarið 2008. Með stílinn í lagi Selma Blair þótti glæsi- leg í kvöldverðarboði Chanel á dögunum. Öll í svörtu Dita Von Teese mætti í stór- glæsilegum kjól á sýningu Christian Di- or í París 21.janúar. Flottar í svörtu Það vantaði ekki glæsileg- heitin hjá þeim Keishu, Heidi og Amelle úr Sugababes þegar þær mættu á NRJ tónlist- arverðlaunin í Cannes nýverið. Naomi Campbell heldur ótrauð áfram baráttu sinni gegn kynþátta- misrétti. Í viðtali við The London Paper í vikunni lét hún í sér heyra og talaði um mikilvægi þess að sporna við kynþáttafordómum. Þá benti hún á að fólk væri komið með nóg af misréttinu og sagði að fyrirsætur yrðu æfar þegar hönn- uðir létu Naomi lönd og leið. „Linda Evangelista og Christy Turl- ington fara til hönnuða og segja við þá að ef þeir vilji ekki fá Naomi á sýninguna þá vilji þær ekki vera með,“ sagði Naomi í viðtalinu. Ástandið fer versnandi Naomi, sem þekkt er fyrir ástríðufulla baráttu sína gegn kyn- þáttamisrétti, kunngerði einnig þá skoðun sína að helstu hönnuðir heimsins í dag væru orðnir mun verri en áður þegar kæmi að vali á fyrirsætum. „Litaðar konur eru ekki „inn“ núna í tískuheiminum. Það er ein- faldlega málið! Og það er sorglegt að fólk kunni ekki að meta svarta fegurð. Í sumum tilvikum setja stærri stofurnar svartar konur al- gerlega til hliðar og velja þær hvítu miklu frekar,“ sagði fyrirsætan. „Tískuheimurinn þarf að ná því að verða eins og áður þegar frábær- ir hönnuðir eins og Yves Saint Laurent, Gianni Versace og Azzed- ine Alaia voru með úrval fallegra fyrirsætna á sínum snærum, bæði svartar, hvítar, kínverskar og aðr- ar.“ halldora@24stundir.is Naomi Campbell er hvergi nærri hætt í baráttu sinni gegn kynþáttamisrétti Gagnrýnir hönnuði harkalega Berst fyrir sínu Naomi Campbell hefur fengið sig fullsadda á kynþáttamisrétti og segir ástandið verra nú en áður.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.