24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 24stundir
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
„Sonur minn reyndi að svipta sig
lífi og var lagður inn á geðdeild.
Við fengum hins vegar símtal
klukkan fimm morguninn eftir
þar sem okkur var sagt að það
væri verið að útskrifa hann. Ég
skil ekki hvað breytist á tólf
klukkustundum, var hann orðinn
heill á geði eftir þann tíma?“
Þetta er lýsing Hlífar Halldórs-
dóttur á viðbrögðum heilbrigðis-
kerfisins við erfiðleikum sonar
hennar. Hann hefur verið í eitur-
lyfjaneyslu frá unga aldri. Neysl-
unni hafa fylgt afbrot, fangelsis-
vistanir, ítrekaðar árangurslitlar
meðferðir og innlagnir á geðdeild.
Um þessar mundir er hann í eft-
irmeðferð á Staðarfelli og hefur
ekki neytt vímuefna síðasta mán-
uðinn.
Margar lokaðar dyr
Hlíf segir að hún hafi reynt allt
sem henni hafi komið til hugar til
að veita syni sínum aðstoð. Hún
hafi komið að svo mörgum lok-
uðum dyrum í þeirri vegferð sinni
að oft hafi henni legið við að gef-
ast upp. „Við höfum margoft
reynt að koma honum í meðferðir
og hann hefur vissulega farið í
þær margar. Gallinn er hins vegar
sá hversu mikil bið er eftir að
komast inn á viðeigandi stofnanir.
Ef að langt leiddur fíkill finnur hjá
sér kraft til að fara í meðferð þá
verður hann að komast að sam-
dægurs, ekki eftir einhverjar vikur.
Þeir sem eru í svona aðstöðu hafa
ekki siðferðisþrek til að bíða eftir
meðferð. Það nákvæmlega sama á
við um geðdeildina. Bið eftir inn-
lögn þar er allt of löng. Mér er líka
algjörlega óskiljanlegt hvernig
hægt er að útskrifa einstaklinga af
geðdeild hálfum sólarhring eftir
að hann reynir að svipta sig lífi.
Þegar fólk reynir slíkt er greinilegt
að hlutirnir eru ekki í lagi og þeir
lagast ekki á tólf tímum.“
Erfitt að fóta sig án stuðnings
Hlíf gagnrýnir líka vöntun á úr-
ræðum fyrir fíkla og fanga sem
eru að reyna fóta sig eftir með-
ferðir eða fangelsisvist. Grátlegur
skortur sé á fjármunum í fé-
lagslega kerfinu og húsnæðismál í
algjörum ólestri. „Margir eru í
þeirri stöðu að þeirra bíður ekk-
ert. Fjölskyldur þeirra hafa snúið
við þeim baki vegna þess að þær
geta ekki meira. Þetta eru oft stór-
skuldugir einstaklingar og fé-
lagslega kerfið getur ekki sinnt
þeim sem skyldi. Ég myndi vilja
sjá einhvers konar átak í húsnæð-
ismálum fyrir þennan hóp.
Hvernig geta fíklar og fyrrverandi
fangar snúið við blaðinu ef að það
eina sem bíður þeirra er gatan?“
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Utangarðs Móðir fíkils gagn-
rýnir úrræðarleysi kerfisins í
málefnum fíkniefnaneytenda.
„Það eina sem
bíður er gatan“
Fíkill sem reyndi að svipta sig lífi var sendur heim af geðdeild
eftir hálfan sólarhring Móðir hans skilur ekki vinnubrögðin
➤ Heilbrigðisstarfsmenn getasvipt fólk sjálfræði tímabund-
ið, eða í 48 klukkustundir.
➤ Slíkt er aðeins gert þegar tal-ið er að fólk sé sjálfu eða öðr-
um hættulegt.
➤ Bið eftir innlög á geðdeild eroft ein til tvær vikur.
➤ Hægt er að beita neyðarinn-lögn þegar ljóst þykir að ein-
staklingar séu of veikir til að
þola bið.
GEÐDEILD
„Fiðrildið er tákn umbreytinga í
átt til frelsis í lífi fólks og okkar ósk
er sú að konurnar sem við störfum
fyrir fái byr undir báða vængi í
gegnum þessa söfnun,“ segir Hrund
Gunnsteinsdóttir, talskona Fiðrild-
aviku Unifem sem hófst í gær.
Í fiðrildavikunni verður pening-
um safnað í styrktarsjóð Unifem til
afnáms ofbeldis gegn konum og er
ætlunin að styrkja konur í Líberíu,
Kongó og Súdan.
Styrktarsjóðurinn hefur styrkt
fjölbreytt og framúrstefnuleg verk-
efni eins og útvarpsþætti, sápuóper-
ur og námskeið fyrir dómara.
„Hugmyndafræði sjóðsins geng-
ur út á það að konurnar sjálfar
þekkja sín samfélög best. Þær skil-
greina vandamálið,“ segir Hrund
og bætir við að konur á þessum
svæðum séu orðnar þreyttar á
ástandinu og vilji viðurkenningu á
ástandinu.
„Þær hugsa um fjölskyldurnar og
samfélagið. Þær hugsa ekki um að
rífa það niður eins og ofbeldisfullar
herdeildir eru sveittar við að gera,“
segir Hrund.
Hún segir ofbeldi eiga rætur sín-
ar í viðhorfum fólks, stundum
gangi verkefnin eingöngu út á að
láta konur vita að þær hafi réttindi,
það megi ekki beita þær ofbeldi.
Konurnar hafa upplifað gríðarlega
mikið kynbundið ofbeldi í
tengslum við átökin sem þarna hafa
verið en þó friðarsamningar komist
á upplifa konur í landinu ennþá
stríð vegna þess að ofbeldi þeim
tengt hefur ekki linnt. Algengustu
glæpirnir í Líberíu og Kongó eru
nauðganir og kynferðislegt ofbeldi.
„Það er ekki ofsögum sagt að lík-
amar kvenna séu vígvöllur í blóð-
ugum átökum.“ aak
Líkamar kvenna vígvöllur
Söfnun í styrktarsjóð Unifem til afnáms ofbeldis gegn konum
Verðhækkanir á áburði og öðr-
um aðföngum í landbúnaði er áfall
fyrir þjóðarbúið í heild og munu
bitna á landsmönnum fyrr eða síð-
ar, „hvort sem það er beint í hærra
vöruverði eða óbeint með einhvers
konar þátttöku ríkissjóðs sem að
landsmenn borga í,“ að sögn Geirs
H. Haarde forsætisráðherra. Hann
segir jafnframt vandann nýtilkom-
inn og hann þurfi að rannsaka bet-
ur áður en ákveðið sé um aðkomu
ríkisins. Þó sé vert að hugleiða mál-
ið. Þetta kom fram í svari ráðherra
við fyrirspurn Guðna Ágústssonar
þingmanns um málið í gær. Guðni
sagðist undrast að ráðherra þyrfti
að hugleiða málið því ljóst væri að
hér þyrfti snöggra aðgerða við. þkþ
Verðhækkanir á landbúnaðarvörum
Óvíst með viðbrögð
YOGA YOGA YOGA
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103
www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is
Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar.
Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla.
Sértímar fyrir barnshafandi konur,
byrjendur og lengra komna.
Tími: 8.30 -12.30
11. mars
Hvað er menning, fjölmenning,
menningarlegur munur?
Menning og alþjóðleg viðskipti og samskipti
Hallfríður Þórarinsdóttir,
dr. í menningarmannfræði
Reynslusaga
María K. Magnúsdóttir,
framkvæmdastjóri MKM footwear
12. mars
Að búa og starfa í margmenningarlegu umhverfi
- smiðja
Hulda Karen Daníelsdóttir, kennsluráðgjafi
Reynslusögur
Íslendingur með reynslu af fjölmenningarlegum
vinnustað og erlendur starfsmaður með reynslu
af íslenskum vinnumarkaði
13. mars
Árangur á vörusýningum
Jón Þorvaldsson,
framkvæmdastjóri Eflis almannatengsla
Alþjóðlegir viðskiptasamningar, samningagerð
Bergþór Magnússon, lögfræðingur á skrifsstofu
viðskiptasamninga hjá Utanríkisráðuneytinu
Viðskiptasiðferði í hnattvæddum heimi
Geir Sigurðsson, doktor í heimspeki og
forstöðumaður Asíuseturs Íslands
Reynslusaga
Sigursteinn P. Grétarsson, forstjóri Marel
Staður: 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7
Verð
Einn dagur: 3.000.-
Þrír dagar: 7.500.-
Einn dagur fyrir aðra en félagsmenn: 7.500.-
Skráning og nánari upplýsingar
í síma 588 8910 eða á dogg@fis.is
Vilt þú auka færni þína?
Starfsmenntasjóður verslunarinnar
býður upp á námskeiðaröðina:
Menningarlegur margbreytileiki
- árangur í samskiptum og viðskiptum -