24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 28
MMC Lancer comfort 2004 ekinn 84 þús km, ssk mjög vel með farinn bíll á aðeins yfirtöku á láni að upphæð 1020 þús+ 47500 Audi A6 1.8T árg 2000 ek. 147 þús km, ssk, heilsársdekk leður og fl.áhv.1300 Verð 1600 þús Mazda Tribute 4wd 2006 ekinn aðeins 6 þús.ssk topplúga, leður, sumardekk og vetrardekk, eins og nýr áhv 2580 verð 3250 þús L200 DOUBLE CAB GLS 4WD árg 2005 ekinn 46þ,bsk,38 tommu breyt- tur, pallhús, mjög vel með farinn, áhv. 3,3 verð 3790 þús Ford 350 2006 ek 70 þús,ssk, leður bakkskynjarar,umboðsbíll,krómfelg ur,festingar fyrir stól á palli og fl,áhv Disel M.Benz E 280 CDI Avantgarde Facelift,árg.2007 ek.34þ,leður,lúga, bakkskynjarar og fl. Áhv.5800 Verð 6490 Bílahornið ehf. | Funahöfða 5 | Símar: 567 2400/659 2021 | www.bilahornid.is 28 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 24stundir Eftir Hildu H. Cortez hilda@24stundir.is „Nýir bílar eru í tveggja ára ábyrgð samkvæmt íslenskum kaupalögum og gildir ákveðinn umkvörtunar- réttur,“ segir Hjörtur Hafliðason, þjónustustjóri hjá Brimborg. „Við bjóðum viðskiptavinum eitt ár í viðbót háð því að bifreiðin mæti í þjónustu samkvæmt ferli fram- leiðanda hjá okkur eða verk- stæðum sem eru viðurkennd þjónustuverkstæði Brimborgar. Í flestum tilvikum á að fara með bíl í þjónustuskoðun einu sinni á ári en það eru framleiðendur sem gefa það upp. Við það að koma í skoðun númer tvö til okkar þá framlengist ábyrgðin upp í 3 ár en þetta er háð 100.000 km hámarki í akstri.“ Kostnaðurinn mismikill „Ef við erum með bíl í þjón- ustuskoðun og finnum eitthvað sem fellur ekki undir ábyrgð og eigandinn þarf að greiða fyrir þá er haft samband við viðkomandi til samþykktar á viðgerð en annars er honum auðvitað frjálst að fara með bílinn annað.“ Aðspurður um bíla sem fluttir eru inn af öðr- um en umboðinu segir Hjörtur Brimborg taka öll sín merki í þjónustuskoðun þó svo að bílarnir séu ekki í ábyrgð hjá þeim. „Sam- kvæmt evrópskum efnahagslögum ber seljandi ábyrgð sem yfirfærist á framleiðanda vöru og fer það eftir því frá hvaða markaðssvæði varan er flutt, hvort að ábyrgðin haldist. Ef einhver flytur sjálfur inn bíl frá Bandaríkjunum þá er bíllinn ekki í ábyrgð hjá okkur þó að við séum umboðsaðilar fyrir bílinn á Íslandi. Bíllinn hefur þá verið fluttur út af því markaðs- svæði sem hann er framleiddur fyrir og þá fylgir ábyrgðin ekki sjálfkrafa með. Það gilda aðrar reglur ef þú kaupir bíl í Evrópu. Þá gildir sú ábyrgð sem framleið- andinn setti í byrjun, það er 2 ára ábyrgð samkvæmt reglum og við göngumst undir hana. Það sama gildir ef þú ferð með bíl frá Íslandi til Evrópu og upp kemur ábyrgð- armál, þá er það leyst innan evr- ópska efnahagsvæðisins.“ Framleiðandi setur kröfur „Ábyrgð á nýjum bíl kemur frá framleiðanda og svo er það end- urseljenda að túlka þessa ábyrgð- arskilmála og sjá til þess að varan sem er seld sé notuð á þann hátt sem framleiðandinn setur fram og hluti af því er eðlilegt viðhald sem notandi verður að sinna,“ segir Baldur Eiríksson, þjónustustjóri hjá Toyota. „Þeir gera ákveðnar kröfur um viðhald sem við verð- um að framfylgja til þess að við getum sótt ábyrgðina til þeirra ef eitthvað kemur upp á, þannig að þetta eru í raun ekki reglur sem við búum til hér heima. En til þess að fara í þjónustuskoðun getur fólk ýmist komið til okkar eða far- ið á verkstæði sem við viður- kennum en við þurfum að hafa tryggingu fyrir því að bíllinn sé þjónustaður eins og ætlast er til. Kostnaður við þjónustuskoðun fer eftir bílum, þær eru misstórar og það er gert mismikið en verðið stýrist af ýmsum þáttum eins og verði á varahlutum, evrunni og öðru slíku.“ 24 stundir/Ómar Ákveðnar kröfur gerðar um almennt viðhald Nauðsynlegt að fylgja ferliskröfum framleiðenda ➤ Þjónustuskoðanir eru mis-dýrar og fara eftir bílum og því sem framleiðandi krefst að sé gert í hverri skoðun. ➤ Framleiðendur setja uppákveðin þjónustuplön og er því misjafnt á milli bíla hvað er skipt um og hvenær. ÞJÓNUSTUSKOÐUNVið þjónustuskoðun nýrra bíla er farið eftir ferliskröfum framleið- enda sem gera ákveðnar kröfur um viðhald. Um- boðin framfylgja þessum kröfum til þess að geta sótt ábyrgðina ef eitt- hvað kemur upp á. Nýir bílar Nýir bílar eru í tveggja ára ábyrgð samkvæmt íslenskum kaupalögum. Aðspurð um sinn fyrsta bíl seg- ist Helga Braga Jónsdóttir hafa verið mjög hrifin af honum. „Fyrsti bíllinn minn var gylltur Suzuki Swift og ég elskaði hann alveg út af lífinu. Það var ein- hver gömul kona sem átti hann á undan mér og hún hafði geymt hann inni í bílskúr og bónað hann. Hún hugsaði því mjög vel um hann. En því mið- ur lenti ég svo í árekstri á hon- um og hann krumpaðist allur saman. Eftir það fékk ég mér Volkswagen, þýska gæðavöru!“ Samt sem áður segir Helga Braga að Suzuki Swift sé ekki draumabíllinn hennar. „Ég mundi vilja eiga Porsche þrátt fyrir slæma færð sem iðulega er á Íslandi. Ég ætti bara heima annars staðar þar sem er gott veður og göturnar eru auðar.“ Elskaði fyrsta bílinn sinn Jeppabreytingar Pallhús Driflæsingar Gormar Brettakantar Stórhöfða 35, 110 Reykjavík S: 567-7722, www.breytir.is Ókeypis -heim til þín - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.