24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 11
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 11 EYKJAVÍK! Reykjavíkurborg hvetur alla borgarbúa til að færa hugmyndir um betra borgarumhverfi inn á nýjan ábendingavef. Þar er einnig hægt að kynna sér aðrar tillögur og veita þeim stuðning. EINN, TVEIR OG REYKJAVÍK! www.reykjavik.is sími: 411 11 11 Sögulegri heimsókn Mahmoud Ahmadinejads Íransforseta til Íraks lauk í gær. Ahmadinejad var fyrsti leiðtogi lands síns til að heimsækja grannríkið. Sagðist hann vera mjög ánægður að heimsækja Írak sem ekki væri stjórnað af einræðisherra. Auk þess að leitast við að styrkja samband Írans við stjórnvöld í Bagdad skaut Ahmadinejad þung- um skotum að Bandaríkjastjórn. Sakaði hann hana um að bera ábyrgð á útbreiðslu hryðjuverka með því að hafa ráðist inn í Írak. „Fyrir sex árum voru engir hryðjuverkamenn á svæðinu okkar. Um leið og aðrir komu inn í þetta land og á svæðið urðum við vitni að því að þeir komu,“ sagði Ah- madinejad. Viðræður við Talabani Íraksfor- seta fóru að sögn Ahmadinejad fram í mestu vinsemd og bróðerni. „Við höfum gagnkvæman skilning og skoðanir á öllum sviðum og báðir aðilar stefna að því að bæta samskipti eins mikið og unnt er,“ sagði hann. aij Íransforseti gagnrýnir Bandaríkin í heimsókn til Bagdad Kennir innrás um hryðjuverk Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Kjósendur Demókrataflokksins velja á milli öldungardeildarþing- mannanna Hillary Clinton og Bar- ack Obama í fjórum fylkjum Bandaríkjanna í dag. Undanfarið hefur Obama unnið nokkuð for- skot á Clinton og benda skoðana- kannanir til að framhald verði á. Forvígismenn flokksins hafa mælst til þess að það sem verr stendur eft- ir daginn í dag dragi framboð sitt til baka svo hægt sé að einbeita sér að undirbúningi forsetakosning- anna sjálfra. Deilt um utanríkismál Frambjóðendurnir hafa tekist hart á síðustu daga. Þar rifjaði Obama upp afstöðu Clinton til innrásarinnar í Írak. „Þegar það kom að því að taka mikilvægustu ákvörðun kynslóðar okkar í utanríkismálum – um að ráðast inn í Írak – tók Clinton öld- ungardeilarþingmaður ranga ákvörðun,“ sagði Obama á fundi í Ohio á sunnudag. „Til þessa dags hefur hún ekki einu sinni fengist til að viðurkenna að atkvæði hennar hafi verið mistök, eða einu sinni að hún hafi með því kosið með stríði.“ Clinton vísaði á sama tíma til reynsluleysis Obama. „Það er aldrei að vita hvaða hættuástand kemur upp á,“ sagði hún. „Ég veit að ég gæti varið land okkar.“ D-dagurinn Úrslit dagsins skipta miklu máli, en sumir óttast að barátta Clinton og Obama sé farin að vera Demó- krataflokknum til ógagns. „Það sem ég hef áhyggjur af er að deilur þessara tveggja prýðis- góðu öldungardeildarþingmanna séu farnar að dragast á langinn,“ segir Bill Richardson, ríkisstjóri Nýju-Mexíkó. Richardson dró sig út úr barátt- unni um forsetatilnefninguna í byrjun árs en hefur enn ekki lýst opinberlega stuðningi við annan frambjóðanda. „D-dagurinn er á þriðjudaginn,“ segir Richardson. „Við verðum að hafa jákvæða baráttu eftir þriðju- daginn. Hver sem hefur fleiri kjör- fulltrúa þá, afgerandi forystu, ætti að mínu mati að vera frambjóð- andinn.“ Fátt bendir til annars en að Obama verði enn í forystu eftir kosningarnar í dag. Clinton var því á sunnudag spurð hvort hún muni draga sig í hlé. „Ég ætla að ná eins góðum árangri og ég get á þriðju- dag. Við sjáum hvað gerist eftir það,“ svaraði hún. Leikar skýrast í for- setavali demókrata  Forskot Barack Obama á Hillary Clinton stöðugt að aukast  Úrslit munu ekki ráðast í forkosningum í dag en sá frambjóðandi sem verr stendur er hvattur til að draga sig í hlé ➤ Barack Obama hefur náðmeirihluta kjörfulltrúa í síð- ustu 11 fylkjum þar sem demókratar hafa haldið for- kosningar. BILIÐ BREIKKAR Forforval Kosið utan kjörfundar í for- kosningum Demókrata í Ohio í gær. © GRAPHIC NEWS ÚRSLITAORRUSTA CLINTON OG OBAMA NÁLGAST Kosningar dagsins í dag gætu verið síðasti möguleiki Hillary Clinton til að hafa betur en Barack Obama í kapphlaupinu um útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Alls eru 444 atkvæði kjörfulltrúa í pottinum í kosningum sem fara fram í Ohio, Texas, Rhode Island og Vermont í dag. *Áætlanir AP-fréttastofunnar um fjölda kjörfulltrúa Myndir: Getty Images Ohio: 161 kjörfulltrúi (4,0% af heildinni) Vermont: 23 kjörfulltrúar (0,6%) Texas: 228 kjörfulltrúar (5,6%) Rhode Island: 32 kjörfulltrúar (0,8%) Atkvæði sem þarf til að hljóta útnefningu: 2.025Fjöldi kjörfulltrúa* Barack Obama Hillary Clinton 1.370 1.274 Gordon Brown, forsætisráð- herra Bretlands, telur ekki að styttur afgreiðslutími áfengis sé líklegastur til árangurs í baráttunni gegn ofdrykkju og ofbeldi. Segist hann frekar vilja herða viðurlög við því að selja fólki undir 18 ára aldri áfengi en að banna sölu áfeng- is allan sólarhringinn. Jafn- framt telur Brown lágt verð stuðla að ofdrykkju. aij Gordon Brown Vill ekki stytta áfengissölu Áhöfn Steve Irwin, mótmæla- skips dýraverndarsamtakanna Sea Shepherd, kastað illa lykt- andi sýru sem unnin er úr þránuðu smjöri á dekk hval- veiðiskipa Japana í gær. Paul Watson, formaður samtak- anna, viðurkenndi þetta í yf- irlýsingu, en sagði um að ræða „friðsamlegan efnahernað“. aij Hvalveiðum mótmælt Smjörslagur í Suðurhöfum Ísraelar segjast ekki hafa lokið aðgerðum á Gazasvæðinu, þótt herlið þeirra hafi verið dregið til baka. „Atburðir síð- ustu daga eru ekki einangr- aðir,“ segir Ehud Olmert for- sætisráðherra. aij Ísraelsher Meira fram- undan á Gaza Dmítrí Medvedev segist munu halda áfram stefnu forvera síns eftir að hann vann yf- irburðasigur í rússnesku for- setakosningunum á sunnu- dag. Naut hann stuðnings ríflega 70% kjósenda. aij Dmítrí Medve- dev forseti

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.