24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 18
Ævintýrið og spuninn Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is Í Listasafni Íslands stendur yfir sýningin Streymið en þar sýna Gabríela Friðriksdóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir og hin sviss- neska Emmanuelle Antille í öllum sölum safnsins. Gabriela sýnir tvö myndbönd, teikningar, málverk og skúlptúra. Ljóðskáld með ritstíflu Myndböndin vekja sérstaka at- hygli en annað þeirra gerði Gabrí- ela fyrir safn í Sviss árið 2006 og þar eru Helgi Björnsson og Magn- ea Björk Valdimarsdóttir í aðal- hlutverkum. Myndbandið heitir Innan kjarnans, Inside the Core, og tónlistin er samin af Gabríelu og Jónasi Sen sem leikur á píanó. „Þarna er farið inn í hugarheim manns sem er bakari og ljóðskáld og er með ritstíflu. Tónlistin kem- ur í stað tals og á að tákna óminn af ljóðinu sem hann hefur ekki enn getað ort. Talan átta kemur mjög við sögu í þessu verki og þar er vís- að í ákveðna hluti, trjágreinar tákna til dæmis taugakerfi,“ segir Gabríela. Hinn huglægi snákur „Ég sýni líka myndband frá árinu 2007 sem ég frumsýndi í Berlín. Myndbandið heitir Ouroboros sem er gríska og þýðir sá sem bítur í hal- ann á sér og er táknmynd þess sem bindur saman alheiminn. Í mynd- bandinu skríður hinn huglægi snák- ur í gegnum alls kyns staði og þar kemur fyrir fólk sem hefur unnið með mér hreyfimyndir síðustu árin. Úr öllu þessu verður til lítill heimur sem snákurinn bindur saman. Í huga mínum er þetta myndband minnisvarði um gjöfula samvinnu því aðalleikendurnir eru samstarfs- fólk mitt.“ Ævintýralegur spuni Þegar Gabríela er spurð hvað vaki fyrir henni í listsköpun henn- ar svarar hún: „Mér finnst mjög mikilvægt að hvert verk sem ég geri eigi sér sjálfstætt líf. Ég reyni að skapa heim í kringum hvert einasta verk svo það geti staðið eitt og sér. Í verkum mínum er ég upp- tekin af ævintýrinu og spunanum. Ég hef ekkert sérlega gaman af að herma eftir raunveruleikanum. Mér finnst vera alveg nóg af hon- um. Tilgangur minn sem myndlistarmaður er ekki einn, heldur snýst hann um margt. Mér finnst sjónræn upplifun dásamleg. Ég hef alltaf verið hrifin af hlutum sem maður finnur næstum því bragð af þegar maður horfir á þá og snertir þá. Mér þykir vænt um það þegar fólk upplifir verk mín sjónrænt og eiginlega með innyfl- unum frekar en endilega vits- munalega en auðvitað ræð ég ekki við það hvernig fólk mætir verk- unum mínum. Það verður að vera ævintýralegur spuni hvers og eins.“ Gabríela „Ég hef ekkert sér- lega gaman af að herma eftir raunveruleikanum. Mér finnst vera alveg nóg af honum.“ Gabríela Friðriksdóttir sýnir í Listasafni Íslands ➤ Gabríela stundaði nám viðMyndlista- og handíðaskóla Íslands, skúlptúrdeild, árin 1993 til 1997 og framhalds- nám við A.V.U., myndlist- arakademíuna í Prag 1998. ➤ Hún var fulltrúi Íslands áFeneyjatvíæringnum árið 2005 og heiðursverðlauna- hafi Myndstefs sama ár. KONAN „Ég hef alltaf verið hrifin af hlutum sem maður finnur næstum því bragð af þegar maður horfir á þá og snertir þá,“ segir Gabríela Friðriksdóttir sem sýnir verk sín í Lista- safni Íslands ásamt tveimur öðrum listakon- um. 24stundir/Kristinn 18 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 24stundir KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Margir telja sig vera að hugsa þegar þeir eru einungis að endurskipuleggja fordóma sína. William James Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð Ritstjórar: Eyrún Ingadóttir, Margrét Jónsdóttir, Sóley Tóm- asdóttir og Svandís Svavarsdóttir Bókamarkaðsverð: 690 kr. Svandís Svavarsdóttir var kosin maður ársins 2007 af hlustendum Rásar 2 eftir hetjulega framgöngu í REI-byltingunni. Sérstakur áhugi Staksteina Morgunblaðsins á þessari kraftmiklu stjórnmálakonu fór ekki framhjá neinum en eftir gagnbyltinguna í borginni virðist útséð um traust samband hennar og bláa fálkans. Áður en Svandís skellti sér í borgarpólitíkina ritstýrði hún þessu merkilega safni íslenskra fæðingarsagna með stöllum sínum. Ein þeirra er konan sem karllæg- ir bloggheimar elska að hata, Sóley Tómasdóttir, sem virðist orka eins og bráðaofnæmi á hægri sinnaða unga karlmenn. Sögurnar sem þær fæðingarsögustöllur söfnuðu saman draga upp breiða mynd af möguleikum kvenna á okkar dögum til að fæða börn í þennan heim, allt frá heimafæðingum til mænudeyfðra standardfæðinga, unaðs- legra jógaöndunarfæðinga til trámatískra inngripa. Sumar sögurnar eru drepfyndnar, aðrar sorglegar og sumar á mörkum þess trúanlega, eins og sagan af konunni sem vissi ekki að hún var ófrísk fyrr en hún fæddi barn. Hinn árlegi bókamarkaður er hafinn í Perlunni og stendur til 9. mars. 24 stundir munu á þeim tíma kynna nokkrar forvitnilegar bækur sem þar fást á einkar hagstæðu verði. Fæðingarsögur BÓKIN Á MARKAÐNUM Félag íslenskra fræða heldur rannsóknarkvöld fimmtudag- inn 6. mars í Háskóla Íslands, stofu 101 í Odda kl. 20.00. Þá flytur Guðrún Kvaran pró- fessor erindi sem hún nefnir: Biblía 21. aldar: Verklag og viðtökur – gagnrýni svarað. Guðrún mun svara þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á nýju Biblíuþýð- inguna. Guðrún var formaður þýðingarnefndar þeirrar er skipuð var í tilefni hinnar nýju biblíuþýðingar: Biblíu 21. aldar. Guðrún svarar gagnrýni Þorsteinn J. frumsýnir nýja heim- ildamynd sína The Bohemi- ans í Lista- safni Reykja- víkur föstu- daginn 7. mars kl. 20.00. Myndin segir frá marskvöldi í Dublin. Það er búið að dekka borð í stóra salnum á Jurys hótelinu og stilla flygilinn. The Bohemians eru að koma saman, líkt og þeir hafa gert á fimmtudagskvöldum síðan 1878. The Bohemians er fé- lagsskapur karlmanna sem syngja hver fyrir annan, þjóð- lög, óperuaríur eða annað sem stendur hjarta þeirra næst. Í myndinni er hlustað á söng fá- einna félaga og spjallað við þá. Þorsteinn og The Bohemians AFMÆLI Í DAG Antonio Vivaldi tónskáld, 1678 Miriam Makeba söngkona, 1932 Paula Prentiss leikkona, 1939

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.