24 stundir - 04.03.2008, Síða 48
24stundir
? Borgarstjórn hefur sett hvert metið áfætur öðru í klúðurslegum vinnubrögð-um síðustu mánuði. Það ætti því ekki aðkoma á óvart að nú hefur enn eitt metiðverið slegið: Aðeins 9% svarenda í Capa-cent Gallup könnun bera traust til borg-arstjórnar. Kannanir á trausti almenn-ings til stofnana hafa verið gerðar
margoft áður og menn töldu botninum
náð þegar Alþingi naut aðeins trausts
fjórðungs svarenda árið 1997.
Sjónvarpið leitaði viðbragða. Gísli
Marteinn Baldursson sagði að nýi meiri-
hlutinn ætlaði að láta verkin tala og
vinna eftir skýrum málefnasamningi.
Það kom því ekki að sök að fréttastofan
náði ekki í borgarstjórann sem hefði
áreiðanlega sagt þetta líka, enn einu
sinni. Dagur B. Eggertsson sagði þetta
áfall fyrir nýjan meirihluta og áfellisdóm
yfir klækjastjórnmálum. Ekki var á hon-
um að skilja að sjálfur hefði hann setið á
sakamannabekk í málinu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði
niðurstöðuna skilaboð til allra borg-
arfulltrúa, hvar í flokki sem þeir væru.
Hún hlýtur að hafa skotist út úr ráðhús-
inu og talað við borgarbúa, því auðvitað
er staðreyndin sú að allir sem starfa inn-
an borgarstjórnar fengu þennan dóm.
Og áttu hann allir skilið. Sumir bera
auðvitað meiri ábyrgð en aðrir, en hinir
sitja með þeim í súpunni.
Ganga borgarfulltrúar út frá því að
traustið aukist á næstunni? Hvers vegna
ætti það að gera það? Eiga borgarbúar
t.d. ekki að hafa neina skoðun á því hver
verður næsti borgarstjóri?
Borgarstjórn rúin trausti
Ragnhildur
Sverrisdóttir
er hundleið á bullinu í
borgarstjórn
YFIR STRIKIÐ
Er vantraustið
öðrum að
kenna?
24 LÍFIÐ
Einn af þeim sem dæmdur var í
gær í DC++ málinu svokallaða
segir tálbeitu hafa ver-
ið notaða.
Klófestir með
hjálp tálbeitu
»46
Eurovision-sveitin Merzedes Club
fer byrjar Íslandstúr um Hvíta-
sunnuna. Fyrsta stopp
er Sjallinn, Akureyri.
Merzedes Club
fer hringinn
»46
„Allt á að vera svo hátt,“ segir Þor-
valdur Bjarni sem vill fara varlega
með upptökutækni
dagsins í dag.
Hljómurinn verður
hærri en verri
»42
● Fílar Clapton
Bæjarstjóri Bol-
ungarvíkur, Grím-
ur Atlason, hefur
innflutning á tón-
listarmönn-um
sem aukabúgrein.
Hann stendur fyr-
ir komu sjálfs Eric
Clapton í Egilshöllina 8. ágúst en
miðasala hófst í dag. „Ég hef fylgst
með Clapton síðan ég var lítill
gutti. Ég horfði límdur á Live Aid
tónleikana 1985 og var mjög sáttur
við Laylu og Cocaine, en eitt uppá-
haldslag mitt er lagið Badge af
Cream-plötunni hans. Það inni-
heldur flottasta bassagang sem spil-
aður hefur verið.“
● Kvenorka
„Það er svo gaman
að koma að Uni-
fem, ótrúlega gef-
andi að fá að blaka
vængjum sínum
og hafa áhrif til
góðs,“ segir Krist-
ín Ólafsdóttir
framleiðandi og alþjóðafræðingur
en hún tók við af Ásdísi Höllu
Bragadóttur sem verndari UNI-
FEM á Íslandi í gær.
„Það eru líka svo frábærar konur í
UNIFEM á Íslandi og svo flott kve-
norka í kringum þetta,“ segir hún
og bætir við: „Íslensk kvenorka er
mögnuð og einstök orka. Hún er
jafnflott orka og hver önnur orka á
Íslandi, jafnvel útflutningshæf.“
● Allir vilja tefla í
Reykjavík
„Það er svo gaman
þegar allir koma
saman að tefla,“
segir Guðfríður
Lilja Grét-
arsdóttir, forseti
Skáksambandsins,
í upphafi móts. „Frábærast er hvað
þetta er rosalega litríkur og fjöl-
breyttur hópur fólks alls staðar að
úr heiminum. En þótt breiddin sé
mikil er ekkert gefið eftir í kröfum
um styrkleika í skák. Hér eru ekki
bara einhverjir að tefla. Sterkustu
skákmenn heims eru mættir og við
þurftum að velja úr stórum hópi.“
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við
HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is
Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi
Das Auto.
Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Veistu hvernig þú
kemur fimm fílum fyrir
í einum Golf United?
Svar:Það verður að segjast alveg eins og er að það
er mjög takmarkað pláss fyrir fíla í Golf United því við
erum búnir að troðfylla hann af aukabúnaði. Má þar
nefna 16” álfelgur, topplúgu, samlitur, hita í sætum, ESP
stöðugleikastýringu, sportáklæði á sæti, leður á stýri,
leður á handbremsu og meira segja leður á gírstöng.
Allt þetta fyrir aðeins 290.000 kr. aukalega.
United er sérstök viðhafnarútgáfa af Golf. Hann lítur alveg
sérstaklega vel út og státar af búnaði sem eykur akstursánægjuna
og öryggið um leið. Komdu við og prófaðu nýjan Golf United.
Best búni VW Golf frá upphafi.
Golf kostar aðeins frá
2.160.000 kr.
Eða 25.580 kr. á mánuði miðað við bílasamning til 84 mánaða
og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 7,18%.
Golf í United útfærslu kostar aðeins 290.000 kr. aukalega.