24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 8
www.glitnir.is Alex Helgi Jónsson Viðskiptavinur Glitnis Endurgreiðsla Kolbrún Hjartardóttir Viðskiptavinur Glitnis Endurgreiðsla Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Hefjast þarf handa við mótun sáttmála sem tryggja muni fæðu- öryggi Íslendinga í framtíðinni. Þetta voru skilaboð forseta Ís- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til bænda og þjóðarinnar í ræðu hans við setningu Búnaðarþings. Forseti lýsti þar áhyggjum sínum af þróun framboðs fæðu í heim- inum en endurteknar fréttir berast nú um hækkanir á matvælaverði og samdrátt í framleiðslu. Tryggja þarf landbúnaðinn Samhljómur var með málflutn- ingi Ólafs Ragnars og annarra ræðumanna á setningarhátíðinni. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, lagði áherslu á stöðu landbúnaðar á Íslandi varð- andi mataröryggi og hið sama gerði Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra í sínu erindi. Haraldur segist fagna hugmynd Ólafs Ragnars. „Ég er mjög hrif- inn. Þetta er það sem við höfum verið að reyna að nálgast í und- anförnum búvörusamningum. Í mínum huga þýðir þetta að líta þarf á búvörusamninga og bú- vörulögin sem sáttmála milli bænda og þjóðarinnar um að við bændur tryggjum matvælafram- leiðslu á Íslandi til framtíðar. Það þýðir hins vegar auðvitað að það er nauðsynlegt að tryggja stöðu ís- lensks landbúnaðar með eðlilegri aðkomu ríkisvaldsins.“ Frystigeymslurnar tómar Einar Kristinn segist vera sam- mála nálgun Ólafs Ragnars. „Það hefur verið hluti af okkar land- búnaðarstefnu að tryggja mat- vælaöryggi. Það er mikilvægt að það sé að myndast samhljómur um mikilvægi innlendrar mat- vælaframleiðslu. Við horfum fram á gjörbreytt landslag í matvæla- framleiðslu í heiminum. Sú breyt- ing setur hugmyndir um matvæla- öryggi Íslands í nýtt ljós. Menn hafa séð fyrir sér fullar frysti- geymslur af kjöti og fiski og hafa hingað til verið tregir til að fallast á að matvælaöryggi Íslendinga sé mál sem þurfi að ræða eða hafa áhyggjur af. Nú eru hins vegar engar fullar frystigeymslur til. Að- stæður úti í hinum stóra heimi eru einfaldlega að breyta þessu.“ Einar Kristinn segir að það sé ljóst að skoða þurfi opinbert stuðningskerfi landbúnaðarins í ljósi þessara breytinga. Hann boð- ar þó enga byltingu í þeim málum. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Ekki lengur fullar frystigeymslur  Hækkun matarverðs í heiminum getur ógnað fæðuöryggi Íslendinga  Forsetinn vill sáttmála milli bænda og þjóðarinnar  Landbúnaðarráðherra er honum sammála ➤ Almennar umræður á Bún-aðarþingi í gær snerust að miklu leyti um fjárhagslega erfiðleika í greininni. ➤ Miklar verðhækkanir hafaverið á aðföngum til bænda undanfarin misseri. Áburð- arverð hefur hækkað um ná- lægt 90 prósent á milli ára og verð á korni um 100 prósent. ➤ Búast má við því að bændurverði að velta þessum hækk- unum út í verðlag á komandi mánuðum. BÚNAÐARÞING 24 stundir/Árni Sæberg Búnaðarþing Land- búnaðarráðherra segir nauðsynlegt að huga að fæðuöryggi Íslendinga. 23. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið var opnað við hátíðlega athöfn í Skákhöllinni Faxa- feni í gær. Margar af frægustu skákstjörnum heimsins taka þátt en þetta er eitt fjölmennasta mót Skáksambandsins frá upphafi og hluti af Alþjóðlegri skákhátíð í Reykjavík í minningu Bobbys Fischer. Ray Robson, skákmaður frá Bandaríkjunum er hingað kominn til að taka þátt í mótinu en hann er aðeins 13 ára gamall. Hann þykir hafa mikla möguleika og er eitt besta efni sem Bandaríkjamenn hafa séð í mörg ár og þykir hafa skemmtilegan og lifandi stíl. „Ég lærði að tefla fjögurra ára en ég tók þátt í fyrsta mótinu þegar ég var um sjö ára,“ segir Ray en hann er á lista yfir hundrað bestu skákmenn Bandaríkjanna. Ray segir undirbúning fyrir skákir felast í því að fletta upp fyrri skákum andstæðinganna og velta fyrir sér hvernig þeir tefli. Hann veltir þó líka fyrir sér leikjum frægra skákmanna og um þessar mundir á bók Bobby Fisher um 60 minnistæðustu skákir sínar til skoðunar. „Ég kann að meta hvernig hann tefldi, kannski er það vegna þess að það líkist því hvernig ég tefli sjálfur,“ segir Ray sem segist leggja upp úr því að leggja gildrur og skapa flétt- ur sem koma á óvart, öfugt við þá sem tefla stöðugri og þyngri sókn. Hann heldur líka upp á Gary Kasparov og Magnús Karlsson sem núna eru í uppáhaldi hjá mér líka,“ segir hann. Ray segist alltaf eiga erfitt með að svara spurningum blaðamanna um hvers vegna hann tefli. „Þegar ég prófaði það fyrst fannst mér það skemmtilegt og svo hélt mér áfram að finnast það skemmtilegt.“ fifa@24stundir.is 13 ára skákmaður teflir á Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem hófst í gær Leggur gildrur og kemur á óvart 24stundir/Frikki 8 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 24stundir Áætlaður kostnaður við upp- töku evru yrði á bilinu 0,5-3 milljarðar en Jón Þór Sturlu- son, annar höfunda Hvað með evru, segir það smáatriði mið- að við ávinninga í viðskiptum og fjárfestingum. M.a. sé áætl- að að viðskipti við Evrópu aukist um sem nemi 4% af landsframleiðslu, eða um 50 ma. „Svo er erfitt að meta stöðugleika í efnahagsmálum til fjár,“ segir Jón Þór. þkþ Upptaka evru á Íslandi 3 milljarðar lítil fjárhæð Hvað með evruna? Ný bók um upptöku evru Dómstóll í Bretlandi hafnaði í dag frávísunarkröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í meiðyrðamáli Jóns Ólafs- sonar. Jón sagði við mbl.is að málið haldi nú áfram en hann hefur ráðið til sín tvo af fær- ustu lögmönnum Bretlands til að fara með málið. Jón Ólafs- son höfðaði meiðyrðamál upphaflega gegn Hannesi í Bretlandi. mbl Málaferli í Bretlandi Kröfu hafnað Út er komin bókin Hvað með evruna? eftir Eirík Bergmann Einarsson og Jón Þór Sturlu- son. Þar eru greind helstu álitamál varðandi hugsanlega innleiðingu evru á Íslandi, s.s. efnahagsleg áhrif og er bókin skrifuð „fyrir venjulegt fólk,“ að sögn Jóns Þórs. þkþ

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.