24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 35
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 35 Þrátt fyrir slakari leiktíð envonir stóðu til nærChelsea samt sem áður toppsætinu sem besta fé- lagslið heims á nýbirtum lista IFFHS en það fyrirtæki held- ur utan um alla tölfræði í öllum knattspyrnudeildum heims. Út frá fyrirfram ákveðnum form- úlum er reiknað besta knatt- spyrnlið hvers tíma fyrir sig og situr Chelsea efst sé miðað við tímabilið 1. mars 2007 til 28. febrúar 2008. Sevilla sem átti toppsætið fellur í þriðja sæti og AC Milan kemur númer tvö. Engin þörf er á að mennséu vinir innan vallar.Þetta segir Arséne Wenger stjóri Arsenal um deilur Emm- anuels Adeba- yor og Nicklas Bendtner framherja liðsins. Eru þeir eng- ir vinir en það þýðir ekki að þeir geti ekki unnið saman og það vel að mati Frakkans. Antonio Cassano hefurbeðist velvirðingar á aðhafa kallað dóm- arann illum nöfnum og hótað honum ofbeldi í leik Sampa og Tor- ino. Missti Cassano sig illilega í leiknum. Rallökuþórinn franski Sebas- tien Loeb rúllaði yfir andstæð- inga sína í Mexíkórallinu um helgina. Voru reyndar blikur á lofti til að byrja með enda settu vélabilanir strik í reikn- inginn en góð keyrsla síðustu sérleiðirnar tryggði Loeb góð- an sigur. Sérstaklega með til- liti til þess að Loeb er venju- lega ekki sá besti á malar- vegum en Mexíkórallið fer að mestu fram á slíkum slóðum. Einn enn Lewis Hamilton er vænlegri kostur til að sigra heimsmeist- aratitilinn í formúlu 1 fremur en Fernando Alonso að end- urtaka þann leik. Þetta er mat goðsagnarinnar Alain Prost sem varð þrefaldur heims- meistari á sínum tíma og veit væntanlega sínu viti. Hamilton vænlegur SKEYTIN INN Sé eitthvað sem veldur hinum stórgóða þjálfara Arsenal, Arséne Wenger, andvökunóttum er það án efa að lið hans þrátt fyrir stórkost- lega frammistöðu ár eftir ár í Eng- landi hefur aldrei náð að lyfta Meistaradeildartitlinum þó nálægt hafi þeir komist. Í kvöld gæti enn eitt árið endað í pirringi en liðið heldur á San Siro, heimavöll Evr- ópumeistaranna í AC Milan, með eitt stig í farteskinu en án marka. Pressan sjaldan verið meiri. Að sama skapi er pressan minni á Manchester United sem fær Lyon í heimsókn á Old Trafford. 1-1 jafntefli í fyrri leiknum þýðir að United fer áfram þó að ekkert verði skorað en með slíkan fjölda þunga- vigtarmanna á vellinum er það ólíklegt. Börsungar taka mót Celtic eftir 2-3 sigur í Glasgow og Sevilla fær Fenerbache eftir tap ytra 3-2. Eru veðbankar sammála um að spænsku liðin ættu bæði að halda áfram keppni eftir leiki kvöldsins. Seinni umferð 16. liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í kvöld Arsenal þarf anda í brjóst Stjörnur í leik Lyon fær verð- ugt verkefni; að skora mark gegn United á Old Trafford. „Við eigum til miða á frjálsar íþróttir og stöku miða á taek- wondo og júdó og þess lags en enga á þessar vinsælari greinar eins og sund eða fimleika,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri af- rekssviðs Íþrótta- og Ólympíu- sambands Íslands. Þó enn sé óvíst hversu margir íslenskir keppendur komast á leikana er orðið nokkuð víst að jafnvel þó það gangi vel er úti- lokað að landinn fái miða á þá viðburði. Sundfólkið okkar sem líklegast er að frátöldu handbolta- landsliðinu að tryggja sér farseðil mun þurfa að keppa án íslensks stuðnings af pöllunum nema kaupa slíka miða á svörtum mörkuðum í Kína. ÍSÍ á reyndar fjölda miða frá- tekna á handboltakeppni mótsins sem verða nýttir ef landsliðið fer alla leið en það verður ekki ljóst fyrr en í maílok og í millitíðinni eru flug til Peking í kringum leik- ana og gisting í borginni að verða uppseld. Verða handboltakemp- urnar okkar því að líkindum einnig án mikils stuðnings Frón- búa komist þeir klakklaust til As- íu. Allt að fyllast á viðburði Ólympíuleikanna í Kína í sumar Takmarkað úrval af miðum hér Tryggðu þína framtíð Hjá Allianz sparar þú í evrum Viðbótarlífeyrissparnaður - tryggir þína framtíð Allianz Ísland hf. | Laugavegur 176 | 105 Reykjavík | 595 3300 | allianz@allianz.is | allianz.is | BYR er eigandi Allianz á Íslandi ÓSTÖÐUGLEIKI STÖÐUGLEIKI Ó ! · 11203

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.