24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 24stundir Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Hver hefur ekki tekið eftir auglýs- ingunni þar sem fullyrt er að það eina sem sé erfitt við að eignast nýjan bíl sé að halda honum hrein- um. Það er ekki minnst einu orði á að það þurfi að borga fyrir hann auk þess sem greiða þarf trygg- ingar, bifreiðagjöld og allt annað sem þarf til að hægt sé að keyra bíl- inn úr stæðinu. Spurningin er hvort viðkomandi fyrirtæki sé að bjóða bílana á svo þægilegu verði að venjulegur Ís- lendingur finni ekki fyrir því. Það er varla skýringin. Mun líklegra er að verið sé að vísa til þess hversu auðvelt er að fá lán fyrir bílnum. Að sögn Margrétar Sigurð- ardóttur, viðskiptastjóra hjá Glitni, er ekki eins auðvelt að kaupa bíl og margir halda. „Við bjóðum ekki upp á 100% lán. Starfsreglur okkar koma í veg fyrir að hægt sé að fá lán fyrir meira en 80% af söluverði bifreiðarinnar,“ segir Margrét. Lítið um vanskil „Það kom tímabil þar sem lánin urðu eitthvað hærri og þá var jafn- vel mögulegt að fá 100% lán ef um góðan viðskiptavin var að ræða. Ég held að ég geti þó fullyrt að slík láni eru ekki í boði hjá okkur í dag.“ Flestir hafa heyrt sorgarsögur af bíleigendum sem ekki geta staðið undir greiðslunum og geta heldur ekki selt bílinn fyrir skuldunum. „Góðærið hefur gert það að verk- um að lítið hefur verið um vanskil hjá okkur en það er þó alltaf eitt- hvað um að fólk geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Breyt- ingar eru í vændum í þjóðfélaginu og því á eftir að koma í ljós hvað verður um skuldara.“ Nýir aðilar hættulegir Haraldur Ólafsson, markaðs- stjóri SP-fjármögnunar, tekur í sama streng. „Við bjóðum ekki upp á 100% lán en bjóðum upp á ýmsar lausnir fyrir þá sem vilja fá bílalán sem hentar þeim,“ segir Haraldur sem kannast heldur ekki við að vanskil og eignafjárnám séu mjög tíð í sínu fyrirtæki. „Vandinn við 100% lán er að um leið og þú keyrir bílinn úr um- boðinu lækkar hann í verði og þá ertu strax kominn með lán sem er hærra en raunvirði bílsins er á markaðnum. 80% lán eru því mun hentugri en við höfum teygt okkur upp í 90%. Nýir aðilar á mark- aðinum eiga þó til að bjóða upp á stærri lán og þá fylgir markaðurinn því eftir í stuttan tíma. Slíkt býður upp á vandræði fyrir lántaka síðar meir,“ segir Haraldur að lokum. Hversu erfitt er að kaupa nýjan bíl? Nýir bílar lækka í verði á fyrsta degi ➤ Eru í boði í einhverjum bönk-um auk sérstakra lánastofn- ana á borð við SP-fjár- mögnun og Lýsingu. ➤ Þau er einnig hægt að fá hjátryggingafélögum. ➤ Bíll á láni þarf að vera sér-staklega vel tryggður og þarf að taka tillit til þess kostn- aðar þegar lánið er tekið. BÍLALÁN Lán fyrir íbúð, fyrir sum- arbústað og fyrir bílnum. Hvert sem við lítum er verið að bjóða okkur lán til þess að við getum eignast allt nýtt. Í lífs- gæðakapphlaupinu þarf að gæta þess að hlaupa ekki út af veginum Hvers virði er hann? Bíllinn er fljótur að tapa verðgildi sínu Það verður seint fullbrýnt fyrir bifreiðaeigendum að nauðsynlegt er að fara reglulega með bílana í smurningu, enda getur það haft mjög skaðleg áhrif á vélina að gera það ekki. Að sögn Ágústs Tóm- assonar hjá Smurstöð N1 við Skóg- arhlíð er almenna reglan sú að skipta beri um olíu á 5.000 kíló- metra fresti. „Það er sú vegalengd sem miðað er við á flestum bílum og með ódýrustu olíunni sem heit- ir Helix Plus. Svo erum við líka með olíu sem heitir Helix Ultra og hún á að duga á 7.000 kílómetra fresti, en lítrinn af henni kostar á móti um tvö til þrjú hundruð krónum meira en sú ódýrari,“ seg- ir hann. „En flestir bílar sem koma frá Heklu núna eru með lang- tímakerfi þar sem olían dugar á 15.000 kílómetra akstur og jafnvel er til í dæminu að hægt sé að fá öðruvísi olíu sem dugar á 30.000 kílómetra á slíkum bílum. Það er þó ekki mikið um slíkt, allavega ekki enn þá.“ En það er fleira en bara kíló- metrafjöldinn sem þarf að fara eft- ir. „Smureiginleikar olíunnar geta minnkað með tímanum, jafnvel þó svo að bíllinn sé lítið sem ekkert keyrður. Þess vegna ætti fólk jafnan að láta athuga olíuna á um 6 mán- aða fresti jafnvel þó svo að bíllinn sé ekkert keyrður í millitíðinni. Þá athugum við með fingrunum hvort olían er enn þá nógu feit og ef hún er það látum við hana vera, annars skiptum við.“ Ágúst segir það vinnureglu á smurstöðinni að setja límmiða í bílana um hvenær þurfi næst að láta smyrja þá. „1.000 kílómetrar til eða frá þeirri tölu breyta litlu en um leið og menn eru komnir upp í mörg þúsund kílómetra getur það orðið dýrkeypt.“ Nauðsynlegt er að fara með bílinn reglulega í smurningu Yfirleitt á 5.000 kílómetra fresti Smurning mikilvæg Dýr- keypt getur verið að trassa að láta smyrja bílinn. Bílastjarnan er eitt stærsta og öflugasta réttinga- og málningarverk- stæði landsins. Félagið leitast við að vera í fararbroddi í bifreiða- réttingum og málun. Félagið leggur metnað í góða þjónustu við viðskiptavini og góða vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn. Fyrirhuguð er stækkun verkstæðisins með bættri þjónustu og aukinni fagmennsku. Upplýsingar í síma 567-8686 eða 893-0462 Bifreiðasmiður Bílastjarnan óskar eftir að ráða bifreiðasmið til starfa sem fyrst. • Metnað • Vandvirkni • Gott handverk • Starfsreynslu Áhersla er lögð á: 2 8 7 6 / T A K T ÍK 5 .2 .2 0 0 8 Ökunám í fjarnámi !!!! Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á www.ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra nám- skeið til almennra ökuréttinda (Ö1), bifhjólanámskeið og námskeið fyrir lesblinda. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum, Ö2 námskeið og námskeið til aukinna ökuréttinda. Skráning hafin á febrúarnámskeið SJÁLFVIRK 6v / 12v / 24v 0,8A - 25A HLEÐSLUTÆKI Snilldartæki sem mega vera í sambandi allt árið og geta hlaðið allar gerðir rafgeyma.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.