24 stundir - 04.03.2008, Side 46

24 stundir - 04.03.2008, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 24stundir Jeppadekk ALORKA • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 Heilsársdekk 31" kr. 13.900 (31x10.50R15) 33" kr. 15.900 (33x12.50R15) Úrval annarra stærða upp í 38". Felgustærð 15", 16" og 17". Sendum frítt um land allt! Við mælum með míkróskurði P IPA R • S ÍA • 8 016 5 Nánar á jeppadekk.is „Félag ungra frjálslyndra ályktar að Evrópusambandsaðild væri bæði aðför að fullveldi Íslands og Íslendingum sem þjóð. Þá bendir Félag ungra frjálslyndra á þá aug- ljósu staðreynd að Evrópusam- bandið er að þróast út í miðstýrt veldi sem virðir að vettugi hags- muni smáþjóða.“ Grímur Atlason eyjan.is/grimuratlason „Svei mér ef þetta er ekki besta sjónvarpsdrama sem ég hef séð! Frábær endir fyrir mig allavega á stórkostlegum þáttum sem mig langar til að þakka Danmarks Ra- dio fyrir að fara útí. Hvað gerir maður nú á sunnudögum kl. 20:20. Vonandi er bara stutt í næsta Örn...“ Magnús Þór jónsson maggimark.blog.is ,,Af hverju býður Eva María mér ekki í viðtal? Ég hef margt um að ræða, get alveg sagt fólki mínar hliðar á pólitíkinni og öllu því rugli, frá lífi mínu, hvernig er að vera svona ótrúlega öfug. Þá meina ég rauðhærð, örvhent, ör- fætt og lesblind...“ Róslín Alma Valdemarsdóttir roslin.blog.is BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Þeir nota tálbeitu og leyfðu glæpnum að viðgangast í heilt ár,“ segir Jóhannes Páll Sigurðsson. Jóhannes var í gær sakfelldur ásamt átta öðrum í DC++ málinu svokallaða fyrir að dreifa forritum, kvikmyndum og tónlist á Netinu. Í dómi héraðsdóms kemur fram að varnir ákærðu hafi að hluta lútað að því að tálbeita hafi verið notuð. Jóhannes segir meintu tálbeit- una hafa slegist í hóp hinna níu ákærðu undir fölskum forsendum eftir að hún hafði samband við Smáís og bauð fram hjálp sína. „Það voru einhver illindi og hann ætlaði að hefna sín,“ segir Jóhann- es og bætir við að hann hafi verið með öfluga tengingu og það hafi tekið mun skemmri tíma að hala niður efni frá honum en öðrum. „Hann hvatti okkur til að ná í efni frá sér.“ Tálbeitur ekki viðurkenndar Íslenskir dómstólar hafa ekki viðurkennt notkun tálbeita. Í októ- ber í fyrra voru þrír menn sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að þátturinn Kompás á Stöð 2 leiddi þá í gildru. Þeir höfðu verið ákærðir fyrir tilraun til kynferðis- brots. Í íslenskri orðabók segir að tálbeita sé agn, eitthvað sem er notað til að tæla, blekkja eða svíkja einhvern með. Snæbjörn Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri SMÁÍS, staðfestir að aðilanum hafi verið greitt fyrir að ganga í DC++ samfélagið en gefur ekki upp hversu mikið. Snæbjörn segir að ekki hefði verið hægt að ákæra í málinu án upplýsinga frá aðilanum, en vísar á bug að hann hafi verið tálbeita. „Hann var lykilmaður. Það þurfti einhver að komast þarna inn svo hægt væri að fylgjast með og safna upplýsingum og gögnum,“ segir Snæbjörn. „Þarna voru menn að fremja brot án hans tilkomu. Hann kom inn fyrir okkar hönd til þess að skrá niður hvað var þarna í gangi. Vissulega þurfti hann að taka þátt í því en hann var með samning frá okkur um að hann væri með leyfi. Notendur DC++ voru hugsanlega ginntir af honum en voru að fremja önnur brot á sama stað.“ Sigldi undir fölsku flaggi og safnaði upplýsingum um netsamfélag Klófestir með hjálp tálbeitu Maður sem var dæmdur fyrir brot á höfundarétti segir að tálbeita hafi ver- ið notuð svo ákæra gæti verið lögð fram. Fram- kvæmdastjóri Smáís vísar því á bug. 24stundir/Brynjar Gauti Snæbjörn hjá Smáís Samtökin greiddu manni fyrir að ganga í netsamfélag og safna upplýsingum. ➤ DC stendur fyrir Direct Con-nect og er samskiptastaðall sem býður upp á dreifingu á skrám. ➤ DC++ er eitt margra forritasem nýtir þennan möguleika og gerir notendum kleift að deila efni og spjalla. DC Í STUTTU MÁLI HEYRST HEFUR … Milljarðar hafa týnst í Kauphöllinni undanfarna mánuði og ástandið í fjármálaheiminum hefur ver- ið svart. Hinir nýríku auðmenn eru ekki þeir einu sem tapa því Bubbi Morthens lýsti yfir í Bandinu hans Bubba á föstudagskvöld að hann hafi tapað „bunka af milljónum“ á hlutabréfaviðskiptum við FL group. Hann er ekki sá eini þar sem félagið hefur lækkað um rúm 34% það sem af er ári. afb Ofurbloggarinn Jens Guð hafnaði í öðru sæti í pub- quiz-spurningakeppni á Organ á föstudagskvöld. Jens lýsir raunum sínum á blogginu en hann var hársbreidd frá sigri. Sigurvegarinn var Viðar Hákon Gíslason úr hljómsveitinni Trabant. Viðar lenti fyr- ir tilviljun í liði með miklum poppsérfræðingi eftir að Einar Sonic, úr Singapore Sling, sveikst undan og gekk í lið með Kristni Gunnari Blöndal. afb Kanadíska fjölbragðadísin og glímugellan Trish Stratus, sem ætlar að kynna sér íslensk glímutök og etja kappi við glímudrottninguna Svönu Hrönn Jó- hannsdóttur á miðvikudag, er komin til landsins. Hún kom á sunnudag og hyggst taka nokkur æf- ingaglímuspor fyrir einvígið á morgun. Trish hyggst þó fara í Bláa lónið í dag, auk þess að heimsækja Gullfoss og Geysi, eins og útlendinga er siður. tsk Hin geysivinsæla Merzedes Club, sem sló í gegn í Laugardags- lögunum, er hvergi nærri af baki dottin þrátt fyrir að hafa ekki land- að sigri í keppninni. Nýir meðlimir bætast við „Það er nýtt lag á leiðinni í spil- un mjög fljótlega en framundan er hljóðversvinna fyrir plötuna sem kemur í vor. Þá ætlum við að fara hringinn um landið og spila fyrir aðdáendur okkar en með í för verða góðir gestir,“ segir Rebekka Kolbeinsdóttir, söngkona sveit- arinnar, en gestirnir sem hún vísar til eru DJ Guru og sjálfur Haffi Haff sem féll með sæmd úr Laug- ardagslögunum. „Þetta eru frábær ný lög hjá Barða, í svipuðum stíl og með sama fílíng og Ho ho ho lag- ið,“ segir Rebekka og viðurkennir að ekki sé mjög erfitt að leggja textana á minnið. „Þeir eru kannski ekki mjög flóknir en það er mjög misjafnt. En lögin eru geð- veik og ég er mjög þakklát fyrir að fá að vinna með þessu góða fólki. Þetta er alger draumur.“ Öll nýju lögin á væntanlegri plötu eru eftir stofnanda sveit- arinnar, Barða Jóhannsson, en plötuna mun Cod Musik gefa út á Íslandi. Tónleikaferð Merzedes Club hefst um Hvítasunnuna þeg- ar sveitin leikur fyrir gesti Sjallans á Akureyri. Fram að því mun hóp- urinn koma fram á hinum ýmsu skemmtunum, skólaböllum og árshátíðum. Sveitin mun næst koma fram fyrir almenning þann 19. mars, er hún hitar upp fyrir hljómsveitina Cascada á Broadway. traustis@24stundir.is Merzedes Club á fullri ferð Tónleikaferð og plata í vændum Merzedes fjör Ceres 4 og Rebekka í góðu stuði á Nasa. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 5 3 8 9 4 7 2 6 1 1 4 6 5 2 3 8 7 9 7 2 9 6 8 1 3 4 5 6 9 4 8 1 5 7 3 2 8 5 3 7 9 2 4 1 6 2 7 1 3 6 4 9 5 8 3 6 7 2 5 9 1 8 4 4 8 2 1 7 6 5 9 3 9 1 5 4 3 8 6 2 7 Pabbi, ég er að pæla. Af hverju fáum við okkur ekki hund? 24FÓLK folk@24stundir.is a Við erum alltént ekki harðbrjósta! Eruð þið svona brjóstgóðar þarna hjá UNIFEM? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi sem stendur fyrir uppboði á prjóna- brjóstum í tilefni Fiðrildavikunnar, söfnunar í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.