24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 32
                       !"#$"  % &     ' ("                       !! "         #$$%&'('   )))!   6. - 9. mars Upledger stofnunin á Íslandi heldur fyrsta áfangann í námi í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð, CSTI, 6. - 9. mars næstkomandi í Reykjavík. Þitt atkvæði skiptir máli Taktu afstöðu!!! Munið að atkvæðagreiðslu lýkur á hádegi 10. mars Boðinn LÍFSSTÍLLMENNTUN menntun@24stundir.is a Það er fólk frá okkur að vinna hjá Össuri, Marel og öðr- um hátæknifyrirtækjum og það er klár ósk frá þeim að starfsmannahópurinn sé blandaður. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is „Stelpum fer stöðugt fjölgandi í skólanum, ekki síst með tilkomu flugsins,“ segir Haukur Gunnars- son hjá Fjöltækniskólanum. „Við erum líka með náttúrufræðibrautir til stúdentsprófs þar sem hægt er að taka annað stig vélstjórnar, fyrsta stig skipstjórnar eða einka- flugmannsprófið með stúdents- prófinu. Þetta hefur líka dregið stelpur að skólanum,“ segir hann. Haukur segir að einnig komi til þrýstingur frá atvinnulífinu. „Það er fólk frá okkur að vinna hjá Öss- uri, Marel og öðrum hátæknifyr- irtækjum og það er klár ósk frá þeim að starfsmannahópurinn sé blandaður,“ segir hann. Opið hús í skólanum Fjöltækniskólinn heldur sinn ár- lega Skrúfudag laugardaginn 8. mars kl. 13-16 en þar gefst almenn- ingi kostur á að kynna sér nám og starfsemi skólans og skoða húsa- og tækjakostinn. „Þetta er alltaf vel sótt af almenningi, fyrrverandi nemendum skólans og þeim sem eru að velta fyrir sér námi,“ segir Haukur og bætir við að grunn- skólanemendur sem séu að íhuga framhaldið séu sérstaklega vel- komnir. Aðstaðan kemur á óvart Nemendur og kennarar kynna nám auk þess sem tæki og tól verða til sýnis, þar á meðal þrír full- komnir véla-, flug- og siglinga- hermar. „Fólki finnst gaman að sjá þetta og flestir verða hissa þegar þeir sjá aðstöðuna hérna,“ segir Haukur að lokum. Árlegur Skrúfudagur í Fjöltækniskólanum Stelpunum fjölgar Kvenfólki fjölgar stöðugt í Fjöltækniskólanum, meðal annars vegna breyttra áherslna í starfi skólans og þrýstings at- vinnulífsins. Skrúfudag- urinn verður á laugardag. Framandi tæki Gest- um gefst kostur á að skoða ýmis merkileg tæki og tól á Skrúfu- deginum um helgina. ➤ Nemendur kynna námið íanddyri skólans. ➤ Sætaferðir verða milli Fjöl-tækniskólans og aðstöðu Flugskólans á Reykjavíkur- flugvelli. ➤ Turninn verður opinn og þarverða siglingatæki í gangi. SKRÚFUDAGURINN Hópur MBA-nema við Háskól- ann í Reykjavík vann til bronsverð- launa í alþjóðlegri samkeppni í gerð viðskiptaáætlana í Bangkok á Taílandi um helgina. Yfir 100 af bestu viðskiptaháskólum heims sendu lið í keppnina. Lið Háskólans í Reykjavík var valið í undanúrslit ásamt 16 öðrum í janúar. Í úrslitunum hafnaði liðið síðan í 3.-4. sæti. Viðskiptaháskól- inn í Árósum varð í fyrsta sæti í keppninni en Indian Business School í öðru sæti. Viðskiptaáætlun liðs Háskólans í Reykjavík byggist á nýtingu tækni- nýjunga sem er þróunarvinna nemenda í tækni- og verkfræði- deild skólans. Unnið er að þeim í frumkvöðlafyrirtæki innan Klaks, nýsköpunarmiðstöðvar atvinnu- lífsins. Lentu í þriðja sæti

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.