24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Einar K. Guðfinnsson landbún- aðarráðherra og Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, ræddu allir um hækkandi matvælaverð á alþjóðlegum mörkuðum við setn- ingu búnaðarþings á sunnudag. Þeim varð líka tíðrætt um fæðuöryggi þjóð- arinnar, sem íslenzkur landbúnaður ætti að tryggja. Einhvern veginn tókst þeim að tala um landbúnað, mat og matarverð í alllöngu máli án þess að geta um þá staðreynd að matur er um 50% dýrari hér á landi en í ríkjum Vestur-Evrópu að meðaltali. Það sem sagt var á bún- aðarþingi um hækkun heimsmarkaðsverðs er rétt. En þarf Ísland þá ekki að huga alveg sérstaklega að því að draga úr þeim gríðarlega verðmun sem er á milli okkar og nágrannalandanna og milda þannig áhrif hækkunar mat- arverðs á heimsvísu? Þurfa ekki íslenzkir neytendur líka ákveðið verðöryggi? Umræðan um fæðuöryggi er mikilvæg en má ekki verða til þess að reynt verði að reisa enn nýja múra um landbúnaðinn eða auka opinber afskipti af greininni. Vonandi felur „sáttmálinn“ sem forseti Íslands vill að verði gerður um fæðuöryggi ekkert slíkt í sér. Það er ástæða til að hafa í huga að Ísland verður aldrei sjálfu sér nógt um matvæli; að minnsta kosti ekki nema við viljum hverfa aftur til aldagamalla neyzluhátta. Korn, sykur, ávexti og heil- mikið af skepnufóðri mun alltaf þurfa að flytja inn. Bezta leiðin til að tryggja að nóg framboð sé af mat, eins og hvaða vöru annarri sem er, er að hafa sem fæstar hömlur á framleiðslu og viðskiptum með vöruna. Tilraunir til að bæta úr skorti með stýringu, niðurgreiðslum og tollum hafa yfirleitt endað með því að auka enn á vandann. Þráin eftir opinberri forsjá er hins vegar ennþá áberandi hjá forystu- mönnum landbúnaðarins. Formaður bænda stakk upp á því í ræðu sinni að horfið yrði frá niðurfellingu útflutningsskyldu á lamba- kjöti, sem var líklega eina atriðið í síðasta sauðfjár- samningi bænda og ríkisins sem var neytendum í hag. Fyrir þá, sem ekki kunna skil á tungumáli landbún- aðarkerfisins, þýðir útflutningsskylda að landbúnaðar- ráðherra getur ákveðið að hækka verðið á lambakjöti innanlands með því að minnka framboðið og skikka bændur til að flytja út hluta framleiðslunnar. Sá eini sem nefndi gildi frjálsra viðskipta við setn- ingu búnaðarþings var landbúnaðarráðherrann, reynd- ar í því samhengi að fríverzlun við Evrópusambandið hefði fært landbúnaðinum tækifæri til útflutnings. En lægri tollar eru sennilega líka það eina, sem getur bjarg- að íslenzkum neytendum frá enn hærra matarverði. Enn dýrari matur SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Forseti lýðveldisins hélt ræðu við setningu búnaðarþings og hún var greinilega á einhverjum svona samningsnótum. „Sáttmáli um fæðuöryggi Ís- lendinga“ er yf- irskrift ræðu- handritsins. Lesið hana endilega, þetta er mikil lexía í dómsdags- spám. Mér varð ekki um sel þegar ég renndi yfir þetta. Mér sýnist að formaður Bændasamtakanna hafi talað á svipuðum nótum og forseti lýð- veldisins. Kannski fluttu báðir sömu ræðuna? Þessi ræðuhöld hljóma bara nokkrum dögum eft- ir að Norðmenn opna frægeymsl- una miklu á Svalbarða. Magnús Þór Hafsteinsson magnusthor.eyjan.is BLOGGARINN Dómsdagsspá Forseti Íslands hélt hápólitíska ræðu um fæðuöryggi sem hann sagði hafa færst ofar í um- ræðunni. Heims- myndin hafi tekið stakkaskiptum. Hann taldi því að mynda þyrfti stefnu sem tryggði fæðu- öryggi. Ástæður þessa væru fjöl- þættar, m.a. fjölg- un mannkyns, sóknin til borga og bæja, bættur efnahagur fólks í fjarlægum álfum og loftslags- breytingar. Hann sá fram á 100% hækkun matvælaverðs í náinni framtíð. Forsetinn greindi frá því að Kínverjar hefðu verið hér á ferð og viljað gera samning um kaup á landbúnaðarvörum. Valgerður Sverrisdóttir valgerdur.is Fæðuöryggi Þegar fram líða stundir verður það talið íslenskum stjórn- málamönnum til lasts hve lengi þeir drógu að sækja um aðild að Efnahags- bandalagi Evr- ópu. Ísland á best heima með Evr- ópuþjóðum og hefur sem betur fer frá því um 1990 verið þátt- takandi í innri markaði Efna- hagsbandalagsins. Sögulega slys- ið er að hafa ekki fyrir löngu gerst fullgildur meðlimur í bandalaginu. Þar hefðum við Ís- lendingar haft áhrif langt um- fram stærð. Auk þess er samruna- ferli ríkja í Evrópu af hinu góða og við eigum að taka þátt í því. Baldur Kristjánsson baldurkr.blog.is Því fyrr því betra Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Sú umræða sem forseti Íslands vakti við setningu búnaðarþings er allrar athygli verð. Hann vakti athygli á því að breytt heimsmynd kalli á nýja sýn, nýja umræðu og ný vinnubrögð þegar kemur að landbúnaði og matvælaframleiðslu þjóð- arinnar. Mikilvægi eigin matvælaframleiðslu er aug- ljós hverri þjóð og þáttur í sjálfstæði hennar og sjálfs- mynd. Framleiðslusamningar sem gerðir hafa verið við bændur hafa sótt röksemdir í þessa hugsun, auk þess að vera mikilvæg forsenda atvinnu og byggðar á hinum strjálbýlli svæðum. Því má með sanni segja að þessir samningar hafi falið í sér sáttmála hinnar ís- lensku þjóðar við íslenska bændur um að tryggja fæðuöryggi sitt, þó ekki hafi alltaf ríkt sátt um að- ferðafræði og skipulag samninganna. Innlegg forset- ans var því hvatning til okkar um að horfa á mat- vælaframleiðslu í landinu í heild sinni og í stærra samhengi en við höfum áður gert. Röksemdirnar sæk- ir hann í þróun og breytingar sem eiga sér stað. Í því samhengi vísar hann einkum til mannfjöldaþróunar, loftslagsbreytinga, auknum hagvexti í öðrum álfum, baráttu um vatn, hlýnun jarðar og hækkun sjáv- arborðs, o.s.frv. Í þessu ljósi telur hann nauðsynlegt að endurmeta íslenskan landbúnað og mikilvægi hans fyrir íslenska þjóð. Mér sýnist útgangspunkturinn vera sá að í framtíðinni verði meiri eftirspurn en framboð á matvöru, einkum matvöru sem eru ræktaðar í heil- brigðu umhverfi og lífrænt ræktuðum matvælum. Svona hafi málin ekki horft við Vesturlandabúum hingað til. Ég skildi forsetann ekki þannig að hann væri að tala fyrir innflutnings- eða útflutningshöftum, heldur hitt að hinar miklu breytingar kölluðu á nýja hugsun og fersk vinnubrögð um leið og íslensk matvælaframleiðsla væri tryggð. Mér þótti þetta því gott inn- legg hjá forsetanum. Þetta er hvatn- ing til þess að við mótum stefnu til lengri tíma en hingað til hefur verið gert og undir það má taka. Hann lagði ekki til til útfærslur á þessum hugmyndum sínum enda ekki hans hlutverk. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar Forseti á Búnaðarþingi ÁLIT Lúðvík Bergvinsson ludvik@althingi.is Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.