24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 12
„Margir gera sér ekki grein fyrir því að þeir geta enn látið gamla drauma rætast,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir, verk- efnisstjóri hjá Þekkingarneti Austurlands (ÞNA) á Horna- firði. „Með til- komu þekking- arnetsins og samvinnu þess við háskólana og framhaldsskólana þá opnast bara nýr heimur fyrir fólki og það átt- ar sig á því að það hefur þessa möguleika og getur látið gamla drauma sína rætast.“ Ragnhildur segir 50 fjarnema vera í há- skólanámi hjá ÞNA. ejg Ragnhildur Jónsdóttir Draumar rætast 12 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Eigum við bara að telja hausana enda- laust og láta það ráða mór- alnum hvort það hafi fjölgað eða fækkað í sveitarfélaginu?“ spyr Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri Hornafjarðar. „Íbúafjöldinn skiptir auðvitað máli, okkur má ekki fækka of mikið. En við verðum líka að horfa á lífsgæðin og það má al- veg færa rök fyrir því að þó okkur fækki um einhverja hausa þá kunni lífsgæðin að aukast. Það er ekki þar með sagt að allt sé að fara til fjand- ans þótt okkur fækki eitthvað tímabundið,“ bætir hann við. Hjalti Þór var einn þeirra sem fluttu erindi á Austurþingi Fram- tíðarlandsins sem haldið var í mennta- og menningarmiðstöð- inni Nýheimum á Höfn í Horna- firði á laugardaginn. Lífsgæði og fjölbreytni „Við höfum verið að horfa til þess að byggja upp Nýheima til þess að auka lífsgæðin á staðnum. Annars vegar með því að auka verðmætasköpun þeirra sem eru í atvinnustarfsemi en líka með því að reyna að byggja upp menning- artengda starfsemi bara til þess að við getum átt hér fjölbreytt líf og keppt við aðra staði eins og höf- uðborgarsvæðið,“ segir Hjalti Þór og bætir við: „Lífgæði og fjöl- breytni skiptir miklu máli upp á það hvort fólk vilji búa hérna. Það er mikilvægt að við séum að byggja það upp í staðinn fyrir að týna okk- ur sífellt í umræðum um það hvort okkur fjölgi eða fækki.“ Hugsa lengra Hjalti segir nauðsynlegt að spyrja sig að því fyrir hverja við séum að berjast. „Við viljum auð- vitað tryggja að þeir sem hér búa geti gert það áfram og búið við sömu lífsgæði og annars staðar. Síðan er ég að velta því fyrir mér hvort við þurfum ekki að fara að búa samfélagið undir það að krakkar sem eru núna á aldrinum 5 til 15 ára geti komið hingað aftur þegar þau eru búin með sitt nám þannig að við verðum tilbúin með störf og atvinnustarfsemi sem mætir kröfum þeirrar kynslóðar.“ Skýr byggðastefna Hjalti segir að Nýheimar og sú starfsemi sem þar fer fram skipti miklu máli fyrir sveitarfélagið. „Hér erum við komin með ákveðið stoðkerfi sem vinnur í takt þó að þetta séu ólíkar stofnanir, ólíkir að- ilar og ólík þekking sem þeir búa að en vinna kannski allir að sama marki,“ segir Hjalti. „Húsið er opið öllum og það þarf enginn að panta viðtalstíma. Fólk getur þannig bara komið við ef það er með einhverja hugmynd og ef hún er góð þá er kannski sett í gang ferli til þess að skoða hvort hægt sé að framvæma hana.“ Útflutningur á grjóti Hjalti tekur sem dæmi um að allt sé mögulegt að bóndi í sveitar- félaginu sé að flytja út möl til Ari- zona í Bandaríkjunum. „Maður hefði haldið að það væri nóg af sandi og möl þar. En þeir sækja í þessa bláu perlumöl til þess að klæða sundlaugar,“ segir Hjalti. Bjartsýnn Hjalti Þór Vign- isson segir að ekki sé allt að fara til fjandans þótt fólki fækki tímabundið. Grasrótin virkjuð á Höfn  Bæjarstjóri Hornafjarðar segir að byggðastefna verði koma frá grasrótinni  Allt mögulegt á Höfn, líka útflutningur á grjóti ➤ Mennta- og menningarsetriðNýheimar var opnað árið 2002. Þar fer fram samvinna á sviði mennta, menningar, nýsköpunar og atvinnulífs. ➤ Í húsinu er nú FramhaldsskóliAustur-Skaftafellssýslu, fræðasetur Háskóla Íslands, Frumkvöðlasetur Austur- lands, starfsstöð Þekking- arnets Austurlands og starfs- stöð Matís og auk þess fer þar fram margvísleg menn- ingarstarfsemi. ➤ Frumkvöðlasetrið veitir frum-kvöðlum starfsaðstöðu og að- stoðar þá við að þróa verk- efni sín. NÝHEIMAR HÖFN Í HORNAFIRÐI „Ég bjóst aldrei við því að geta flutt heim aftur en sú uppbygging sem verið hefur í kringum Ný- heima gerði mér kleift að koma aftur heim og í vísindalega mjög spennandi starf,“ segir Guð- mundur Gunn- arsson, verkefn- isstjóri hjá Matís á Höfn í Hornafirði, sem flutti aftur heim með fjölskyldu sína fyrir einu og hálfu ári. „Hér er nýsköpun, hér er menntun, hér eru rannsóknir og hér er menning,“ ejg Guðmundur Gunnarsson Sneri heim eftir langskólanám „Þetta hefur virkað hér og ég ersannfærður um að þetta virkar annars staðar,“ segir Ari Þor- steinsson, fram- kæmdastjóri Frumkvöðlaset- urs Austurlands, aðspurður um það hvort hann telji að sú hug- mynd sem liggur að baki Nýheim- um geti virkað annars staðar á landinu. „Þetta módel passar ákaflega vel fyrir þetta samfélag hérna og ég held að menn ættu að skoða það gaumgæfilega með það að mark- miði að taka það upp annars stað- ar.“ ejg Ari Þorsteinsson Virkar alstaðar F i r ð i . H a f n a r f i r ð i . 2 . h æ ð . s í m i 5 5 4 . 1 2 0 0 MasterCard Mundu ferðaávísunina! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Heimsferðir bjóða einstök tilboð til Barcelona í mars og apríl. Í boði er frábært tilboð á þriggja nátta helgarferðum, 28. mars, eða 10. apríl, fjög- urra nátta helgarferð 3. apríl og á flugsætum á fjölmörgum dagsetningum í mars og apríl. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Borgin býður frábært mannlíf og óendanlega fjölbreytni í menningu, afþreyingu og úrvali fjölbreyttra veitingastaða og verslana. Gríptu þetta frábæra tækifæri – takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði! Kynntu þér fjölbreytt tilboð til Barcelona og fleiri borga í vor á www.heimsferdir.is Frábæ r sértilb oð í vor! - Flugs æti eð a helgarf erðir E N N E M M / S IA • N M 3 26 12 BARCELONA Verð kr. 9.990 Netverð á mann, flugsæti aðra leið með sköttum. Gildir í flugi frá Keflavík á mánudög- um og flugi frá Barcelona á fimmtu- eða föstudögum í mars og apríl. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Princesa *** í 3 nætur með morgunverði, 28. mars eða 10. apríl. Fjögurra nátta helgarferð 3. apríl kr. 5.000 aukalega. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Aragon *** í 3 nætur með morgunverði, 28. mars eða 10. apríl. Fjögurra nátta helgarferð 3. apríl kr. 5.000 aukalega. Verð kr. 52.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Plaza **** í 3 nætur með morgunverði, 28. mars eða 10. apríl. Fjögurra nátta helgarferð 3. apríl kr. 5.000 aukalega. í mars og apríl frá kr. 9.990

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.