24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 29
Um áramót gaf vefurinn trukkar.is
út dagatal með trukkamyndum.
Meðal mynda voru blár Benz með
bláan vagn, Aalborg Portland og
Scania frá Berglín. Eftir tæplega 2
mánaða sölu eru nú seld um það
bil 50 eintök. Enn er nóg til ef ein-
hver vill næla sér í dagatal en
stykkið kostar 500 kr. og fæst í
Grillkofanum Norðlingaholti.
Einnig er hægt að greiða á netinu
og finna þar nánari upplýsingar.
Enn nóg til af
dagatölum
Það er gott að geta frískað sig dálít-
ið upp eftir langa ferð undir stýri.
Þú ætlar kannski að hitta einhvern
í kaffi eða hádegismat en þá þarf
ekki mikið til. Geymdu lítinn
snyrtipoka í bílnum með því allra
nauðsynlegasta eins og svitalykt-
areyði og greiðu. Þannig má bæta
útlitið og líða betur á engum tíma.
Getur líka verið óvitlaust að hafa
hreinan stuttermabol við höndina
þegar hlýna fer í veðri.
Auðvelt að
fríska sig upp
Nú fer vonandi að hitna í veðri
fljótlega og þá fer sólin að skína
inn um bílgluggann. Fyrir trukka-
bílstjóra sem keyra allan daginn
um víðan völl er mikilvægt að
skrúfa niður rúðuna öðru hvoru til
að hleypa inn fersku lofti. Loftleysi
getur valdið höfuðverk og orðið til
þess að bílstjórinn eigi erfiðara
með að einbeita sér. Þetta getur
augljóslega haft áhrif á aksturinn
með slæmum afleiðingum.
Ferskt loft mjög
mikilvægt
KYNNING
Fyrirtækið Global-tæki hefur verið
starfrækt síðan árið 2004 og er nú
nýflutt í stærra húsnæði að Flugu-
mýri 14 í Mosfellsbæ. Fyrirtækið
selur og þjónustar allar helstu
gerðir vinnuvéla, til að mynda
gröfur, malarvagna og sérsmíðaðar
vélar til niðurrifs frá öllum helstu
framleiðendum vinnuvéla.
Powerscreen og Pegson
Global-tæki eru umboðsaðilar
fyrir KATO-beltagröfur á Íslandi.
Þær eru framleiddar í Japan og
hafa verið í framleiðslu síðan árið
1968. Vélarnar hafa getið sér gott
orð víða í Evrópu og eru þekktar
fyrir góða endingu og lága bil-
anatíðni. Þá hefur fyrirtækið nú
tekið við umboði Powerscreen og
Pegson á Íslandi, en sá framleið-
andi framleiðir brjóta og hörpur.
„Við ætlum að bjóða betri þjón-
ustu fyrir Powerscreen- og Peg-
son-vélarnar en tíðkast hefur hér á
landi. Verktakar Magni fengu af-
hent fyrsta Powerscreen-tækið
sem er af gerðinni Power-screen
Warrior 1800, en það er vel útbúið
með Beka-max-smurkerfi, þráð-
lausri fjarstýringu, hraðlosun á
netum og fleiru,“ segir Baldur
Þórarinsson framkvæmdastjóri
Global-tækja.
Öll flóran
Baldur segir nóg að gera hjá
fyrirtækinu og þá sérstaklega við
að sinna þjónustu í nýja umboð-
inu. Það sé að aukast að verktak-
ar kaupi sjálfir vélar og kjósi það
frekar en að leigja. Fyrirtækið sé
nú komið með svo að segja allar
tegundir vinnuvéla. Kator frá
Japan, Powerscreen og Pegson frá
Írlandi og sérsmíðaða vagna frá
Bandaríkjunum svo að eitthvað
sé nefnt. Allar frekari upplýs-
ingar má nálgast á heimasíðu fyr-
irtækisins http://www.global-
taeki.com.
Fyrirtækið Global-tæki fær umboðið fyrir Powerscreen og Pegson
Allar helstu tegundir vinnuvéla
Powerscreen Warrior 1800 Er vel
útbúin með Beka-max-smurkerfi,
þráðlausa fjarstýringu og hraðlosun á
netum, svo að eitthvað sé nefnt.
Hraðakstur hefur verið áberandi í
Hvalfjarðargöngum og aksturslag
ökumanna ekki í samræmi við
ökuaðstæður í göngunum. Í síð-
ustu viku mældust sex ökumenn á
90 km hraða eða meira en sá sem
hraðast ók mældist á 100.
Sýnið aðgát
Vegna framkvæmda á þjóðvegi 1
í Borgarnesi er umferð beint um
hjáleið. Vegfarendur eru beðnir að
sýna aðgát og tillitssemi.
Vegna vinnu við boranir í norð-
anverðum Hvalfjarðargöngum eru
vegfarendur beðnir að taka tillit til
hraðatakmarkana og fara sér-
staklega gætilega í kringum starfs-
menn sem eru við störf, hraðakst-
urinn er þeim ógn í starfi.
Ók á skilti
Nýlega ók ökumaður á tilkynn-
ingarskilti í göngunum þegar hann
reyndi að aka öfugum megin fram
úr flutningabíl upp brekkuna að
norðan og bormenn í göngunum
voru í hættu vegna athæfisins.
Næsta hola verður boruð á ak-
reininni sjálfri og þá verða bæði
tæki og mannskapur á sjálfri ak-
brautinni og því ljóst að ef háska-
legum akstri linnir ekki eru verka-
menn í göngunum í stórhættu.
dista@24stundir.is
Vinna við boranir í Hvalfjarðargöngum
Hættulegur hraðakstur
Bormenn í hættu Ökumenn verða að sýna mikla aðgát í göngunum.
!"#$%&'$
#(
)*+, $-, $.../0( /+
1#2*3 4
&+2* (55 +2#6 6 +778+ ' 96