24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir KYNNING Margir hafa horft með aðdáun og undrun á háu kranana við Smára- lind en heildverslunin Mót flytur þá inn og selur. Einar Pálsson, framkvæmdastjóri Móts, segir að hæð krananna hafi vakið athygli en þó séu þeir ekki eins háir og mögu- legt er. „Þetta eru Terex Peiner- kranar, annar er kominn upp í 30 metra og á eftir að fara upp í hundrað metra hæð. Hinn kraninn kemst upp í 80 metra hæð. Auk þessara krana seljum við líka tölu- vert af minni sjálfreisandi krönum, Terex Comedil, en það er til- tölulega fljótlegt að reisa þá, eins og sjá má um allan bæ. Þeir hafa reynst mjög vel á Íslandi.“ Heildverslunin Mót var stofnuð árið 1996 en í raun má rekja stofn- un fyrirtækisins aftur til 1981. Að sögn Einars er fyrirtækið því byggt á rúmlega tuttugu ára reynslu en það sérhæfir sig í þjónustu við byggingariðnaðinn. Einar segir að undanfarin ár hafi verið mikið að gera og sérstaklega í sölu á gáma- húsum, krönum og vinnulyftum. „Við erum með umboð fyrir Hek sem er mjög þekkt og gott merki. Til dæmis erum við með 20 metra langa vinnupalla með tveimur möstrum en þá er alltaf mögulegt að vera í réttri vinnuhæð. Eins er hægt að flytja upp undir tvö tonn af efni með sér upp. Auk þess er- um við með vöru- og fólkslyftur sem gerir mögulegt að taka efni og mannskap með sér upp á hæðina.“ Aðspurður í hvað gámahús séu helst nýtt segir Einar að erlendis séu þau notuð í nánast allt, eins og bráðabirgðasjúkrahús, banka og fleira. „Við höfum helst selt Reykjavíkurborg húsin sem skóla- stofur, bæði í Norðlingaskóla og Sæmundarskóla. Notkunin á þess- um stálhúsum er að færast mjög í vöxt enda vel útbúin. Húsin eru nýtt í sumarbústaði, skrifstofur, skólastofur og margt fleira.“ svanhvit@24stundir.is Mót státar af rúmlega tuttugu ára reynsla Sérhæfðir í háum krönum Terex Peiner Terex- kranarnir eru vinsælir og hafa reynst vel hér á landi. Líkamsklukkan gerir það að verk- um að hættan á því að sofna und- ir stýri eykst eftir því sem líður á daginn. Geispi og flöktandi augu benda til þreytu. Önnur merki geta verið að einbeiting minnkar, ökuhraðinn er ójafn og eirð- arleysi og óróleiki gera vart við sig. Sumir missa skyn á hvar þeir eru staddir. Þá finna margir fyrir kulda á þessum tíma sólarhrings- ins sem er dæmigert fyrir þreytu. Hættan eykst síðdegis Nýverið setti Umferðarstofa af stað mikilsvert átak: Ekki deyja úr þreytu! Rannsóknir gefa til kynna að mun algengara sé að slys og umferðaróhöpp verði vegna syfju en flesta grunar. Í framaná- keyrslum má rekja orsök til syfju í 13 prósentum tilvika. Syfja veld- ur útafakstri í 12 prósentum til- vika. Á árunum 1998-2006 létust 16 manns í 10 umferðarslysum þar sem ökumenn sofnuðu undir stýri. Ekki deyja úr þreytu! Syfjaðir bílstjórar beita ýmsum ráðum til að halda sér vakandi. Fá sér ferskt loft og stinga höfðinu út um glugga, hækka í tónlistinni, borða orkuríkan mat og hella í sig ómældu magni af kaffi. Áhrif þessara bragða eru öll skamm- vinn. Ekkert af þessu dugar. Við þreytu er aðeins eitt ráð; hvíld. Reglan er því: Sértu syfjuð/ syfjaður undir stýri skaltu stoppa á öruggum stað og sofna í 15 mínútur. Ráð sem virka ekki Góð tónlist eða skemmtilegar hljóðbækur geta verið gagnlegar á vegum úti ef eirðarleysi sækir að mönnum. Bílstjórar sem fara reglulega í langferðir ættu að velja uppáhaldstónlistina sína og njóta þess að hlusta í ró og friði. Ýmsar skemmtilegar hljóðbækur standa mönnum einnig til boða og er um að gera að nýta tímann og heyra skemmtilegar sögur upplesnar á vegum úti. Tónlist og upplestur Á vegum úti Margir hafa lengi gengið með þann draum í maganum að keyra um á stórum og stæðilegum vörubíl, eða jafnvel vinnuvél. Sumir láta kostn- aðinn stöðva sig á meðan öðrum finnst þeir ekki alveg vera týpan í að keyra um á vörubíl. Það er um að gera að láta staðalímyndir ekki stjórna framtíð sinni og því ættu allir sem hafa áhuga á meiraprófi að kynna sér það nánar. Oft er hægt að fá styrk í gegnum verka- lýðsfélagið til frekara náms og því tilvalið að slá til. Viltu verða bílstjóri? Frekara nám Vorum að fá sendingu af frábærlega fallegum ljósagrindum í grill fyrir: Scania, Volvo, Man og Mercedes Bens Ljósboginn ehf, Bíldshöfða 14, 111 Rvk, Sími 553-1244 r f i f fr rl f ll lj ri í rill f rir: i , l , r j i f, íl f , , í i -

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.