24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 31

24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 31
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 31 Gluggar og hurðir úr áli, PVC og tré Gæðavörur frá glugga- og hurðaverksmiðju í Litháen Vinnubúðir/vinnuskúrar Verslunar og þjónustufyrirtæki fyrir byggingar og jarðvinnuverktaka www.mot.is • mot@mot.is • sími 544 4490 • Bíldshöfði 16 Terex byggingarkranar Terex-Comedil Terex-Peiner Nýjir og notaðir kranar Ný og notuð steypumót frá Meva Handflekamót, kranamót og loftmót Gámahús Íhlutir í steypumót Nýjar og notaðar masturslyftur á byggingarstaði frá Alimak og HEK Vinnupallalyftur, efnis- lyftur, vöru og fólkslyftur Á vefsíðunni bumpernuts.com má finna nokkuð óhefðbundna fylgihluti fyrir bílinn. Það er ekki annað hægt að segja en að þessir fylgihlutir séu mjög karlmann- legir þar sem þeir eru í laginu eins og sekkir nokkrir sem utan á karlmönnum hanga. Stuðarap- ungana svokölluðu, líkt og mætti kalla þá á íslensku, má fá búna til úr plasti í ýmiss konar litum. Einnig má fá gull- og silfurlitaða úr málmi fyrir þá sem vilja vera aðeins klassískari. Eru þeir festir aftan á krók bílsins og myndu margir sjálfsagt reka upp stór augu sæju þeir svona nokkuð á götum úti og jafnvel finnast slíkt stuðandi. Umdeildir fylgihlutir Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þessara fylgihluta en sum- um hverjum þykja þeir nokkuð dónalegir og ekki við barna hæfi. Á myndunum hér til hliðar má sjá nokkrar mismunandi tegundir af bumpernuts og fyrir miðju má sjá hvernig þeir sóma sér aftan á bílnum. Sem grín gæti verið sniðugt að næla t.d. einu pari aft- an á bíl steggs eða afmælisbarns. Bumpernuts ekki að allra smekk Stuðandi skraut Allir regnbogans litir. Útkoman er svona. Elegant og gylltur. Euro Truck Simulator-leikurinn er trukkahermir þar sem keyrt er um meginland Evrópu. Leikmenn verða að keyra um raunverulega eftirlíkingu af vegum Evrópu þar sem farið er um fallegar borgir og ná í ýmiss konar varning sem skila þarf af sér á réttum tíma. Raun- verulegur leikur og góð æfing fyrir þá sem ætla sér að keyra erlendis. Tilvalið í afmælispakka trukkabíl- stjórans. Trukkahermir um Evrópu Þetta skemmtilega plakat sýnir ým- iss konar bandaríska pall- og vöru- bíla frá árunum 1931 til 1980. Eru örugglega einhverjir áhugamenn um slík faratæki sem gætu hugsað sér að eiga eitt slíkt innrammað. Gæti passað vel á skrifstofuna eða þá í bílskúrinn eða vinnuaðstöð- una fái það ekki að njóta sín ann- ars staðar. Plakatið má panta og kaupa á vefsíðunni art.com. Snið- ug gjafahugmynd fyrir áhugasama. Sniðug gjöf fyrir áhugamenn Mikilvægt er að halda kaffinu vel heitu á meðan það er drukkið og gæta þess að það hellist ekki niður ef skyndilega þarf að stöðva bílinn eða halda af stað. Hægt er að láta prenta áletranir eða myndir að vild á sumar könnur. Þannig eru sumir með gælunafn eða nafn bílsins prentað á könnuna. Litlir brúsar eins og þessi að ofan eru mjög ein- angrandi og halda kaffinu vel heitu. Vel heitt kaffi í brúsa Verkamenn á Filippseyjum vinna við nokkra af stærstu lyft- urum í heimi hjá suðurkóreska fyrirtækinu Hanjin Heavy Ind- ustries sem sérhæfir sig í skipa- smíði. Fyrirtækið er staðsett í Su- bic Bay norðan við Filippseyjar en verksmiðjan var opnuð í des- ember síðastliðnum og kostaði yfir 1,6 milljarða Bandaríkjadollara. Tæp tvö ár tók að reisa verksmiðjuna en að sögn forsvarsmanna Hanjin er markmiðið að smíða þar stærstu skip í heimi og er því allur bún- aður eftir því. Nú þegar eru 40 flutningaskip í smíðum hjá Hanj- in, þeirra á meðal eru tvö tank- skip að verðmæti 65 milljónir dollara hvort. Stærstu lyftarar í heimi

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.