24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir Ferðaskrifstofurnar reyna sífellt að brydda upp á nýjungum fyrir ferðaþyrsta Íslendinga. Heimsferð- ir bjóða upp á tvær ferðir til Barba- dos í Karíbahafi í haust í beinu flugi. Barbados hefur lengi verið ein helsta ferðamannaparadís Karíba- hafsins þar sem eru hvítar fallegar strendur með pálmatrjám við grænbláan tæran sjóinn. Nýlega var Barbados kosið í annað sæti yfir þá staði sem best væri að fara til í brúðkaupsferðalag af ferðavefnum expedia.co.uk. Í fyrsta sæti voru Bahamaeyjar sem einnig eru í Karíbahafi og Máritíus í Indlandshafi í því þriðja. Til gam- ans má geta þess að Reykjavík var númer fimm á listanum. Barbados hefur lengi verið ferðamannaparadís og þangað koma mörg skemmtiferðaskip dag- lega, enda eyjan vinsæll viðkomu- staður þeirra. Fyrir þá sem hafa gaman af því að kafa er eyjan mjög eftirsótt þar sem litríkt sjávarlíf er allt um kring. Einnig er gaman að fara í dagssigl- ingar. Golfarar geta einnig átt góða daga á eyjunni því að golfvellir eru fjölmargir. Veðurblíðan gerir eyj- una eftirsóknarverða því hitastig er rétt undir 30 stigum allt árið. Barbados var ensk nýlenda og íbúarnir eru margir hverjir afkom- endur þræla og indíána. Eyjan er oft kölluð „Litla-England Karíba- hafsins“ og er enska töluð þar. Höfuðborgin nefnist Bridgetown en þar eru margar fallegar bygg- ingar frá nýlendutímabilinu. Oft eru markaðir þar í gangi sem skemmtilegt er fyrir ferðamenn að kíkja á. Glæpatíðni er lág svo að fólk ætti að vera öruggt á þessum slóðum. Eyjan er fríhöfn og þar er hægt að kaupa tollfrjálsar vörur eins og skartgripi, raftæki, ilmvötn, áfengi og tóbak svo eitthvað sé nefnt. Á Barbados búa 264 þúsund manns en íbúafjöldinn er ávallt mun hærri vegna mikils fjölda ferðamanna. Mörg veitingahús eru mjög góð en hægt er að forvitnast um nokk- ur þeirra á heimasíðunni visitbar- bados.org. Næturlífið er líka fjölbreytt og hægt er að velja um hina ýmsu skemmtistaði, bari, næturklúbba, djassklúbba, diskótek, karókí-staði og staði þar sem dansaðir eru suðuramerískir dansar. Heimsferðir bjóða upp á fjögur hótel til að velja úr og eru þrjú þeirra með allt innifalið í verði. Barbados, nýr viðkomustaður Heimsferða Ljúf Karíbastemning LÍFSSTÍLLFERÐIR ferdir@24stundir.is a Svo er þessi hjólaleið að mestu leyti nið- ur í móti eða á jafnsléttu auk þess sem við skipulögðum ferðina þannig að við hjól- uðum samtals um 40 kílómetra á dag. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Hjónin Sesselja Traustadóttir og Kjartan Guðnason fóru í sann- kallaða ævintýraferð síðasta sum- ar ásamt börnum sínum fjórum þar sem fjölskyldan hjólaði sam- an meðfram Dóná frá Passau í Þýskalandi til Vínarborgar í Aust- urríki. Um er að ræða eina elstu og þekktustu hjólaleið Evrópu sem er að sögn Sesselju bæði fal- leg og greiðfær. „Við vorum með fjögur börn og sú yngsta var ein- ungis 9 ára gömul og skipulögð- um ferðina með hliðsjón af því. Að vísu eru krakkarnir allir mjög vanir því að hjóla og við vorum öll búin að æfa okkur vel á Íslandi áður en við fórum út. Svo er þessi hjólaleið að mestu leyti niður í móti eða á jafnsléttu auk þess sem við skipulögðum ferðina þannig að við hjóluðum samtals um 40 kílómetra á dag, en það tekur um fjóra daga að hjóla þá vegalengd. Að vísu fórum við yfirleitt eitt- hvað út af leiðinni á hverjum degi ásamt því sem við stoppuðum í hvert skipti sem við rákumst á eitthvað skemmtilegt að sjá eða gera. Við vorum til dæmis alltaf með sundföt og handklæði með- ferðis, en farangurinn létum við aðra sjá um að flytja á milli gisti- staða,“ segir hún, en ferðin var öll skipulögð í samstarfi við ferða- skrifstofur með áralanga reynslu af þjónustu við hjólaferðalanga. „Þetta var alveg frábært. Við flug- um til München í Þýskalandi og tókum þaðan lest til Passau. Þar fengum við hjólin sem við tókum á leigu afhent, og farangurinn var alltaf fluttur fyrir okkur með öruggum hætti á milli gististaða. Svo skiluðum við hjólunum í Vín þar sem við stoppuðum í nokkra daga í lok ferðar,“ bætir hún við. Aðspurð segir Sesselja fjöl- skylduna aldrei hafa hugleitt að taka bílaleigubíl og ferðast þann- ig. „Síður en svo! Maður upplifir náttúruna og umhverfið á allt annan hátt á hjóli, fyrir utan hvað það er skemmtilegt fyrir bæði börn og fullorðna.“ Hún segist ekki vera í nokkrum vafa um að fjölskyldan eigi eftir að fara í fleiri hjólaferðir erlendis, en á komandi sumri fara hjónin ásamt meðlimum Íslenska fjalla- hjólaklúbbsins hjólandi frá Kaup- mannahöfn til Berlínar. „Þá verða börnin reyndar ekki með, enda er stefnan að hjóla meira en 60 kíló- metra á dag án hvíldar.“ Sex manna íslensk fjölskylda hjólaði meðfram Dóná í fyrrasumar Hjólhestaferð í toppklassa Á milli Passau í Þýska- landi og Vín í Austurríki, meðfram Dóná, er ægi- fögur og þægileg hjóla- leið eins og fjölskylda ein komst að í fyrrasumar. Vösk fjölskylda Sexmenn- ingarnir á fjallahjólunum.➤ Sesselja og Kjartan eru í vara-stjórn Íslenska fjallahjóla- klúbbsins. ➤ Börnin eru á aldrinum 10 til15 ára og heita Ásgeir Bogi, Sólrún Mjöll, Gréta Sóley og Hugrún Britta. FJÖLSKYLDAN Það skiptir vissulega máli þegar fólk er á ferðlagi hvar það fær mest fyrir peningana. Gjaldeyr- isskiptafyrirtækið X-Change ger- ir könnun tvisvar á ári og sam- kvæmt þeirri nýjustu er ferðalag til Malasíu ódýrast. Könnunin sýnir hvað það kostar að vera í fríi í 53 ólíkum löndum. Nokkur Asíulönd eru ofarlega á listanum en einnig Evrópulönd á borð við Búlgaríu og Liháen. Þótt það sé kannski dýrt að fljúga til Malasíu þá sparast stórar fjár- hæðir þegar til landsins er komið í uppihaldi. Malasía er ákaflega spennandi land að heimsækja. Númer tvö á listanum eru Fil- ippseyjar en íbúar þar eru sagðir ákaflega gestrisnir og taka vel á móti ferðamönnum. Í þriðja sæti er Afríkulandið Kenýa, þar sem hægt er að fara í spennandi saf- aríferðir. Skoða má fleiri lönd á dönsku ferðasíðunni turengaar- til.dk. Ódýrast að dvelja í Malasíu

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.