24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@24stundir.is
Í síðustu viku auglýsti vélasvið
Heklu svokallaða samningadaga
þar sem hægt var að semja við
sölumenn um verð á vinnuvélum.
Ásmundur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri vélasviðs Heklu,
segir ástæðuna vera þá að al-
mennt sé mikið til af notuðum
vélum hjá öllum umboðum.
„Menn eru að leita leiða til að
koma þeim í umferð þar sem
engum tilgangi þjónar að safna
þeim á bak við hús. Eins og þekkt
er í notuðum bílum og öðru
slíku taka menn sig til annað
slagið og eru með sérátak í gangi.
Við ákváðum að fara þessa leið-
ina líka,“ segir Ásmundur og
bætir við að hann búist við að
átakið standi eitthvað lengur, þó
að formlega hafi því lokið síðasta
laugardag. „Sölumenn okkar hafa
verulegt svigrúm til að semja um
verð og í einstaka tilfellum er
hægt að gera mjög góð kaup.“
Innflutningur margfaldast
Að sögn Ásmundar hefur þró-
unin undanfarin ár verið sú að
menn endurnýja vinnuvélar og
tæki örar en áður. „Fyrir um tíu
árum var mjög algengt að verk-
takar miðuðu við að eiga vinnu-
vélar í að minnsta kosti tíu ár og
jafnvel meira en það, allt eftir
gerðum véla. Í dag er annar veru-
leiki. Núna er meira um að menn
geri fjármögnunarsamninga um
tækin til þriggja til fimm ára,
þannig að endurnýjunin verður
miklu öruggari. Öll umboð eru
því að fá inn mikið af notuðum
tækjum, tæki sem var kannski
verið að selja á árunum 2003-
2004. Þess utan hefur innflutn-
ingur á tækjum til landsins marg-
faldast á undanförnum árum frá
því sem var. Áður þótti þokkalegt
ef fluttar voru inn um 150 hefð-
bundnar vinnuvélar en á síðasta
ári voru 760 slíkar vélar fluttar
inn. Það er alveg eins með vinnu-
vélar og fólksbíla, þróunin er
hröð og það er alltaf að koma
eitthvað nýtt á markaðinn. Enda
má sjá það á vélunum sjálfum,
þær eru ekki lengur einhverjir
stálkumbaldar. Þær eru orðnar
mjög tæknilega flóknar. Aukinn
innflutningur vinnuvéla tengist
líka árferðinu hér en það er búið
að vera gríðarlega mikið af
stórum og miklum verkefnum í
gangi.“ Aðspurður hvernig sala á
vinnuvélum hafi gengið und-
anfarin ár segir Ásmundur að sal-
an sé mjög góð á ársgrundvelli.
„Það hefur gengið mjög vel hjá
okkur undanfarin ár. Það er nátt-
úrlega aðeins rólegra rétt í augna-
blikinu, eins og hjá öllum öðrum.
Það þarf ekki að koma neinum á
óvart þar sem það er erfiðara að
fá fjármagn en oft áður. Aftur á
móti erum við mjög bjartsýnir,
það er mikið framundan.“
Mikið framboð af notuðum vinnuvélum
Vinnuvélar endurnýj-
aðar örar en áður
➤ Hekla flytur inn og selurCaterpillar-vinnuvélar og
Scania-vörubíla.
➤ Af notuðum vélum selja þeirallar tegundir.
➤ Scania er með rúmlega 30prósenta markaðshlutdeild.
➤ Caterpillar er eitt af stærstuvörumerkjunum í vinnuvélum
á Íslandi.
VÉLASVIÐ HEKLUÞað er mikið framboð af
notuðum vinnuvélum á
markaðnum í dag enda
endurnýja menn vélarnar
mun örar en áður. Auk
þess hefur innflutningur
vinnuvéla margfaldast á
undanförnum árum.
Notaðar vinnuvélar Í fyrra
voru 760 hefðbundnar
vinnuvélar fluttar til landsins.
Innflutningur á nýjum vinnu-
vélum og vörubílum hefur marg-
faldast á undanförnum árum. Þeg-
ar litið er á opinberar tölur um
innflutning vörubíla í flokki 2, sem
eru hefðbundnir, stórir vöru- og
flutningabílar, má sjá að árið 2001
var heildarinnflutningur vörubíla
103. Innflutningurinn hefur aukist
jafnt og þétt og í fyrra, árið 2007,
voru fluttir inn 264 vörubílar. Eiga
þessar tölur einungis við um nýja
bíla en auk þess er einnig fluttur
inn umtalsverður fjöldi notaðra
bíla í þessum flokki ökutækja, sem
og annarra. Hins vegar hefur inn-
flutningur á notuðum vinnuvélum
dregist allnokkuð saman á und-
anförnum árum, samfara aukn-
ingu í innflutningi á nýjum vélum.
Þrátt fyrir að þetta sé veruleg
aukning jókst innflutningur á
vinnuvélum enn meira. Árið 2001
voru fluttar inn 115 hefðbundnar
vinnuvélar en undir hefðbundnar
vinnuvélar flokkast beltagröfur,
hjólagröfur, vegheflar, valtarar,
traktorsgröfur og svo framvegis.
Árið 2007 voru fluttar inn 742
vinnuvélar og má því glöggt sjá hve
gríðarleg aukning það er. Frá árinu
2001-2007 hefur innflutningur
vinnuvéla og vörubíla aukist jafnt
og þétt, ef undan er skilið árið
2002 en þá minnkaði innflutn-
ingur verulega frá árinu áður. Það
hefur þó ekki áhrif á innflutning
árið 2003 og var hann töluvert
meiri en árið 2001.
svanhvit@24stundir.is
Innflutningur vörubíla og vinnuvéla hefur margfaldast
Tæplega 700 innfluttar vinnuvélar
Vinnuvél Innflutningur vinnuvéla
hefur margfaldast frá árinu 2001
24stundir/Helgi Bjarnason
UPPLÝSINGAR O
is
ing Mjódd
Staðsetning í Mjódd
www.ovs.is
upplýsingar og innritun í síma 588-1414
Vinnuvélanámskeið
Næsta námskeið hefst
7. mars n.k.
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Bílkranar
Lyftigeta 2,5 - 85 tm
Eigum til á lager
PM 3522 LC - 3,5 tm.
Mesta lyftigeta: 1100 kg
Eigin þyngd: 475 kg
Væntanlegur
PM 22026 - 22 tm.
Mesta lyftigeta: 9000 kg
Eigin þyngd: 2825 kg
Væntanlegur
fljótlega
Með spil og glussaslönguhjól
GÁLGI
12° yfirhalli
JIB
20° yfirhalli