24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir „Tvær þekktar íslenskar konur hafa lengi farið í taugarnar á mér vegna þess að oft leika þær „en- fant terrible“ í fjölmiðlum. Þær setja krúttlegan stút á munninn, sjúga jafnvel ofurlítið loft milli tannanna og skáskjóta augunum upp á spyrilinn eins og kotroskn- ir smákrakkar.“ Steingerður Steinarsdóttir steingerdur.blog.is/blog „Það virðist ætla að festast við fyrirhugaða Vatnsmýrarbyggð að tala um 102 Reykjavík. En hvers vegna í ósköpunum er ekki til póstnúmer 106? Og hvar gætum við komið því fyrir – á Seltjarn- arnesi þegar búið verður að inn- lima það í Reykjavík?“ Stefán Pálsson blogg.gattin.net „Naglinn þurfti að leita á náðir nærstaddra með spott í þyngstu settunum af pressu með lóð. Það er nefnilega svo fjandi erfitt að koma lóðunum upp í þyngstu settunum þegar maður er aleinn, svo vill maður auðvitað ná að kreista út 1-2 reps aukalega sem er ógjörningur nema með spott.“ Ragnhildur Þórðardóttir ragganagli.blog.is BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Mig hefur dreymt um að spila á Hróarskeldu frá því barnæsku,“ segir Ragnar Sigurðsson, með- limur austfirsku hljómsveitarinnar Bloodgroup. Bloodgroup kemur fram á Hró- arskeldu-hátíðinni sem fer fram dagana 3. til 6. júlí í sumar. Hljóm- sveitin er sú eina frá Íslandi sem vitað er til að komi fram á hátíð- inni. „Það er búið að bjóða okkur að spila annað hvort á fimmtudegi eða föstudegi. Við ætlum að skoða dagskrána í sumar betur áður en við ákveðum hvorn daginn við veljum.“ Í hópi með Björk og Sigur Rós Hróarskeldu-hátíðin er sú lang- stærsta í Danmörku og ein sú stærsta í Evrópu. Björk Guð- mundsdóttir var fulltrúi Íslands á hátíðinni í fyrra og árið þar áður voru það strákarnir í Sigur Rós. Hljómsveitirnar Brúðarbandið, múm, Apparat Organ Kvartett, Unun, Mínus og Gus Gus hafa einnig komið fram á hátíðinni ásamt listamönnunum Mugison og Möggu Stínu. Meðal erlendra stórsveita sem hafa staðfest komu sína í ár eru Radiohead, Band of Horses, Judas Priest og Chemical Brothers. Austfirsk hljómsveit kemur fram á stærstu tónlistarhátíð Danmerkur Bloodgroup á Hróarskeldu Draumur meðlims Blood- group rætist í sumar þeg- ar hljómsveitin kemur fram á Hróarskeldu. Ekki er vitað til þess að önnur íslensk hljómsveit komi fram á hátíðinni í ár. Thom Yorke Radiohead kemur fram á Hróarskeldu í sumar. Bloodgroup Lætur drauminn rætast. Ljósmynd/Árni Torfason HEYRST HEFUR … 24 stundir greindu frá því um helgina að tónleika- staðurinn Gaukur á Stöng breytir um nafn eftir páska. Þar með lýkur ákveðnu tímabili, en allar helstu hljómsveitir landsins hafa komið fram á Gauknum. Hópur tónlistarmanna undir forystu Franz Gunnarssonar, gítarleikara Dr. Spock, hyggst koma fram á Gauki á Stöng um páskana og kveðja einn merkasta tónleikastað landsins með stæl. afb Digurbarkinn Björn Jörundur var með forláta Hit- lersskegg í dómarasæti Bandsins hans Bubba á föstu- dag. Vissu fáir hvað honum gekk til, en skeggið vakti þó lukku – sérstaklega þegar hann rétti hönd- ina til himins og sagði söngvarana þurfa að lækka röddina. Skeggið mótaði Björn í gríni rétt fyrir út- sendingu og samkvæmt heimildum 24 stunda rak- aði hann það af sér stuttu eftir þáttinn. afb Bubbi Morthens hefur farið mikinn á vefsíðunni Bubbi.is undanfarnar vikur og skitið digurt eins og honum einum er lagið. Fyrir nokkrum vikum lét Bubbi blaðamennina Pál Baldvin og Dóra DNA fá það óþvegið og á dögunum var komið að Bigga í Maus. Leiðaraskrif Bigga í göturitinu Monitor fóru öfugt ofan í Bubba sem segir Mausarann syngja falskast allra íslenskra söngvara. afb Sauðamessa verður haldin há- tíðleg í Borgarnesi þann 30. ágúst en hátíðin hefur legið niðri síðast- liðin tvö ár. „Kveikjan að Sauða- messunni var tvennskonar. Annars vegar að fá enn frekara líf í þennan fallega bæ og svo náttúrulega að sýna íslensku sauðkindinni þá virðingu sem hún á sannarlega skilið en hefur oft farið á mis við,“ segir fréttamaðurinn og skemmti- krafturinn Gísli Einarsson en hann ásamt Bjarka Þorsteinssyni er hug- myndasmiðurinn á bak við Sauða- messuna. Fornám í sveitamennsku Á Sauðamessunni mun kenna ýmissa grasa en meðal annars verður keppt í fjárdrætti ásamt því sem fé verður smalað í gegnum Borgarnes og inn í almenningsgarð Borgnesinga. „Við ætlum að þessu sinni að vera í Skallagrímsgarði en þar er mjög vannýtt beitiland.“ Í eða við Skallagrímsgarð verður síðan komið upp rétt þar sem börn jafnt sem fullorðnir geta spreytt sig við að draga í dilka. Á Sauðamessu munu óvanir einnig geta sótt sér fróðleik varð- andi sveitalífið frá sérfróðum leið- beinendum. „Við ætlum að bjóða upp á fornám í sveitamennsku. Það verður meðal annars farið yfir fjallskilareglugerðir, helstu orða- tiltæki, klæðaburð, þúfnagöngulag og ýmislegt annað.“ Undanfarið hefur borið meira á fréttum af íslensku sauðkindinni og Gísli efast ekki um að nú sé sauðkindin loksins að fá þá athygli sem hún á skilið. „Tími sauðkind- arinnar er runninn upp.“ viggo@24stundir.is Tími sauðkindarinnar er kominn Sauðamessan haldin á nýjan leik Sauðkindarinnar sverð og skjöldur Gísli í nýjasta sveitatískuklæðnaði. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 4 6 9 3 5 1 8 7 2 7 1 5 8 2 4 9 3 6 8 2 3 6 7 9 4 1 5 1 8 2 4 6 5 3 9 7 3 9 6 7 8 2 5 4 1 5 4 7 9 1 3 2 6 8 9 5 8 1 3 6 7 2 4 6 7 4 2 9 8 1 5 3 2 3 1 5 4 7 6 8 9 Ertu búinn með norður-brekkuna? 24FÓLK folk@24stundir.is a Jú, enda lifir lengi í gömlum glæðum Ertu ekki með góða brunatryggingu? Kristín Björk Ágústsdóttir er eigandi Gallerís Glóðar í Ólafsvík, en galleríið er hugmynd sem hún hefur lengi gengið með í maganum. Veglegur brennsluofn prýðir vinnuaðstöðuna.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.