24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir Unglingaleikhópur Valhúsaskóla verður með styrktarsýningu á söngleiknum Rocky Horror Pict- ure Show miðvikudaginn 12. mars næstkomandi klukkan 18 í félagsheimili Seltjarnarness. „Þetta eru 45 krakkar sem taka þátt í þessu, sem auk styrktarsýn- ingarinnar munu líka sýna verkið á árshátíð skólans. Nemenda- félagið hefur verið með tvær sýn- ingar á ári og hefur ávallt gefið ágóðann til góðs málefnis,“ segir Nilsína Larsen Einarsdóttir hjá félagsmiðstöðinni Selinu á Sel- tjarnarnesi. Verð á sýninguna er 1000 krónur og rennur ágóðinn óskiptur til styrktar langveikum börnum. Rocky Horror í Valhúsaskóla Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Samkvæmt nýrri könnun sem birt- ist í nýjasta riti Cyberpsychology & Behavior eru bloggsíður farnar að gegna veigamiklu hlutverki í að hjálpa þunglyndissjúklingum að umgangast og umbera sjúkdóm sinn. Könnunin var gerð á meðal 134 nýrra notenda MySpace-sam- félagsvefsins og leiddi hún í ljós að þeir notendur sem hugðust nota vefinn til að blogga voru þeim mun líklegri til að þjást af kvillum sem einkenna þunglyndi. Kvíða- köst, depurð og streita voru al- gengari meðal þeirra sem hugðust blogga á vefnum en hjá þeim sem hugðust nota vefinn til einhvers annars. Könnunin hefur vakið þó nokkra athygli en greinarhöfundar gefa sterklega til kynna að bloggið sé á vissan hátt að koma í stað dag- bókarinnar sem tjáningarmáti og útrásaraðferð þeirra sem glíma við persónuleg vandamál. Bloggið í stað sála „Hvað mig varðar þá er ég al- gjörlega laus við þunglyndi. Það er eiginlega frekar í hina áttina að ég sé haldinn ofsakæti,“ segir Jens Guðmundsson, einn þekktasti og afkastamesti bloggari landsins. Jens segir þó að hann telji það lík- legt að fólk leiti á náðir bloggsins til að fá útrás eða tjá sig um sín vandamál. „Fólk sem á um sárt að binda eða lendir í hremmingum fær oft þörf til að blogga um sínar hremmingar. Bloggið hefur því kannski að einhverju leyti komið í staðinn fyrir heimsóknir til sál- fræðinga eða einhvers álíka.“ Jens telur ennfremur að bloggið hafi nýst mörgum vel til að takast á við önnur vandamál en bara þung- lyndi. „Ég hef tekið eftir því að fólk sem hefur átt við eiturlyfja- eða of- drykkjuvandamál að stríða segir að bloggið hafi veitt því aðhald til að halda sér edrú eft- ir að úr með- ferð er komið. Bloggið er svona eins og AA-fundur fyrir þetta fólk.“ Barist gegn þunglyndi Bloggið er nýj- asta vopnið í stríði fólks við þunglyndi. Tæknin leysir dagbækurnar af hólmi Blogg gegn þunglyndi Bloggið er nýjasta vopnið í baráttunni gegn þung- lyndi. Könnun meðal not- enda MySpace-vefsins sýnir að þunglyndir nota bloggið til að berjast gegn sjúkdómi sínum. Hann verður 78 ára þann 26. maí en þann sama dag hyggst hann gefa út geisladiskinn „ Í tímans rás“. Nei, hann er ekki meðlimur í Buena vista social club, heldur er hér um að ræða vestfirska rak- arann Villa Valla, einn helsta djass- geggjara Vestfjarða. Frumsamið efni að mestu „Þetta eru 11 lög sem verða á disknum og eru þau flest eftir mig, að undanskildum tveimur lögum ef mig minnir rétt,“ segir Villi Valli, réttu nafni Vilberg Vilbergs- son. Hann segir að flestir eigi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á plötunni. „Þetta er blanda af alls- kyns tónlist. Þarna eru valsar, tangó, djass og ballöður.“ Villi nýtur dyggrar aðstoðar fé- laga sinna úr djassbandi sínu á plötunni, þeirra Magnúsar Reynis Guðmundssonar og Ólafs Krist- jánssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Bolungarvíkur. „Auk þeirra koma við sögu Jón Páll Bjarnason, KK, strákarnir í Flís og söngkonan Ylfa Mist Helgadóttir,“ segir Villi sem sjálfur leikur á nikkuna og tenór- saxófón á disknum. Villi gaf síðast út disk árið 2000 og því var kominn tími á annan. Villi Valli hefur tvisvar komið fram á rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður. Hann segist þó ekki reikna með að vera með í ár. „Það held ég nú ekki, þar til annað kemur í ljós.“ traustis@24stundir.is Fagnar 78 ára afmælinu með pompi og prakt Villi Valli með nýjan disk á afmælinu Hvað ungur nemur… Villi með barnabarninu Viðari Hákoni. Mynd/Páll Önundarson 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Ég hef tekið eftir því að fólk sem hefur átt við eiturlyfja- eða ofdrykkju vandamál að stríða, segir það að bloggið hafi veitt þeim aðhald til að halda þeim edrú eftir að úr meðferð er komið. HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN Opið sunnudaga til fimmtudaga 11.00 -24.00 Opið föstudagaoglaugardaga 11.00 - 02.00 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Háskólanám · Búvísindi · Hestafræði · Náttúru- og umhverfisfræði · Skógfræði og landgræðsla · Umhverfisskipulag www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní Enn og aftur sjáum við Will Fer- rell í íþróttamynd. Jackie Moon er eigandi, þjálfari og leikmaður ABA-liðsins Flint Michigan Tro- pics, en Michigan-fylki er í hjarta miðvesturríkja Bandaríkjanna, fjarri pálmatrjám og gylltum ströndum. Liðinu gengur illa, en þegar Jackie fær tækifæri til að koma liðinu í NBA, með því að verða eitt af fjórum bestu liðum ABA-deildarinnar, fyllist hann metnaði og fær gamla útbrunna stjörnu, Monix að nafni, sér til að- stoðar. Myndin missir marks Það er óhætt að segja að myndin valdi nokkrum vonbrigðum. Þrátt fyrir ágætis efnivið tekst leikstjór- anum og handritshöfundunum ekki að gera sér mat úr honum þó svo að myndin eigi vissulega sín augnablik. Woody Harrelson hefur átt betri daga, en upp úr standa íþróttafréttamennirnir óborg- anlegu Dick Pepperfield og Lou Redwood, sem eiga fyndnustu sen- ur myndarinnar. Ferrell tekst jafn- an best upp er hann nýtur aðstoðar vina sinna Vince Vaughn, Steve Carrell og Ben Stiller, en þeir eru fjarri góðu gamni að þessu sinni og líður myndin fyrir það. Verður að segjast að Ferrell hefur ekki átt góða grínmynd síðan Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, sem var frumsýnd 2004, ef frá er talin Stranger Than Fiction, sem seint telst hefðbundin grínmynd. Ófullnægjandi grín Ömmuskot Jackie Moon ersérfræðingur í vítaskotum. Leikstjóri: Kent Alterman Aðalhlutverk: Will Ferrell, Woody Harrelson Semi-Pro Jens Guð Segist ekki þjást af þunglyndi en bloggar samt.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.