24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Óhætt er að taka undir með Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Félags íslenzkra bifreiðaeigenda, sem sagði hér í blaðinu á laugardaginn að þögn stjórnvalda um kröfu FÍB um lækkun skatta á eldsneyti væri dálítið furðu- leg. Eldsneytisverð hefur aldrei verið hærra hér á landi. Á skýringarmynd með fréttaskýringu í 24 stundum á laugardaginn sást vel hvernig útsöluverð á ódýrasta eldsneytinu hefur hækkað úr 112-113 krónum á lítrann í byrjun síðasta árs, í meira en 140 krónur fyrir benzínlítra í síðustu viku og tæplega 147 krónur fyrir lítra af dísilolíu. Þar sést líka vel hvernig verðið á dísilolíu tók stökk upp fyrir benzínverðið í október síðastliðnum og hefur síðan verið mun hærra. Svör ráðherra ríkisstjórnarinnar hafa verið á þá leið að við þessu sé ekkert að gera; það sé bara heimsmarkaðsverðið sem hækkar. Af tveimur ástæðum duga þessi svör ekki. Í fyrsta lagi er það vegna ákvarðana stjórnvalda, en ekki af markaðslegum ástæðum, sem eldsneyti er hér einna dýrast á byggðu bóli. Ríkisvaldið tekur í sinn hlut meira en helminginn af því, sem neytendur greiða fyrir eldsneytið við dæluna. Skattlagning á eldsneyti er með því allra mesta, sem gerist. Þegar heimsmarkaðsverð á eldsneyti er lágt skiptir skattpíningin kannski ekki öllu máli, en þegar það rýkur upp úr öllu valdi hljóta íslenzkir neytendur að spyrja hvað réttlæti verðmuninn á milli landa. Í öðru lagi var það yfirlýst markmið stjórnvalda þegar núverandi kerfi gjaldtöku af eldsneyti var komið á, að dísilolían yrði ódýrari en benzínið. Það átti að stuðla að umhverfisvernd; hvetja fólk til að kaupa sér bíla með dísilvélum og spara þannig eldsneyti til lengri tíma litið, þótt bílarnir séu dýrari í innkaupum. Fólkið, sem tók mark á þessari stefnumörkun, lítur nú væntanlega svo á að það hafi verið platað til að kaupa sér bíl, sem er bæði dýrari í innkaupum og rekstri en benzínbíll, sem mengar meira. Auðvitað gætu stjórnvöld haldið því fram að dýrasta eldsneyti í heimi héldi aftur af fjölgun bíla og drægi úr fólki að fá sér bíltúr að óþörfu. Þessu gætu þau haldið fram ef fólk ætti aðra kosti; þ.e. ef hér væru almenn- ingssamgöngur sem virkuðu eða gert ráð fyrir hjól- reiðamönnum í umferðinni. Því er bara ekki að heilsa. Og neytendur spyrja: Hvað ætla ráðherrarnir að þegja lengi? Fást svör þegar lítrinn er kominn í 160 krónur? Undarleg þögn SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Það er ekki oft sem við stjórn- málamenn heyrum sagt: „Ég elska stjórnmálamenn“. Það gerðist nú samt í kvöld í viðtalinu við Sigríði [Snæv- arr]. Og það góða var að þetta kom alveg frá innstu hjartarótum. Eitt af því sem Sigríður kenndi mér þegar ég gegndi embætti utanrík- isráðherra var að ég skyldi reyna að kynnast Afríkukonunum þeg- ar ég færi á alþjóðlegar ráð- stefnur eða á Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna. Ég fór að ráðum Sigríðar og eignaðist vin- konur í Afríku sem ég met mikils. Afríkukonurnar eru sterkar … Valgerður Sverrisdóttir valgerdur.is BLOGGARINN Frá hjartarótum En aðallega er það raunalegt að sjá annars góða fréttamenn verða svo heltekna af trú sinni að þeir gera hið virðu- lega útvarp allra landsmanna að trúboðsstöð og virða ekki lengur grundvall- arreglur póli- tískrar umræðu. Þátttaka þeirra beggja, Egils og Hallgríms, var líka í þessum þátt- um með þeim hætti að skoðanir þeirra sjálfra fóru varla milli mála. Það er ekki viðeigandi. Nema þá að ætlunin sé að næsta helgi verði helguð þeim stjórn- málamönnum sem helst tala gegn ESB-aðild en þá er þetta uppskrift að skemmtilegum umræðum. Bjarni Harðarson bjarnihardar.blog.is Trúa á ESB Á Alþingi er kallað eftir auknum sparnaði. Jafnvel stjórnarand- stæðingar tala þannig og hafa þeir þó verið iðn- ir við að leggja til aukin fjárútgjöld hins opinbera, einkanlega rík- isins, hvenær sem færi gefast. Sam- hliða er kallað eftir því að Seðla- bankinn lækki stýrivexti til þess að hafist geti vaxtalækkunarferli hér innan- lands. En getur ríkið gripið til ráðstafana til þess að stuðla að sparnaði? Örugglega. En gleym- um því ekki að nú eru aðstæður þannig að þær ættu við allar eðli- legar aðstæður að stuðla að sparnaði … Einar K. Guðfinnsson ekg.blog.is Sparnaður Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Traustar rannsóknir liggja fyrir um líf- ræna þróun hér á landi. Þeir sem glöggt fylgjast með þeim málum eru samdóma um hvar styrkur okkar er og hvað skorti til að hér horfi til þess sem títt er meðal grannþjóðanna. Sérfræðiálit sem út kom 2006 er í fullu gildi og viðtöl 24 stunda við bænd- ur og sláturleyfishafa sl. laugardag undirstrika að stað- an er óbreytt. Umhverfið hefur hins vegar breyst: (1) Rekstrarskilyrði hefðbundins landbúnaðar hafa versn- að. Viðbrögð við því kunna að verða á tvo vegu: Stærri og þéttari einingar og minni áhersla á náttúrulega bú- skaparhætti, eða upptaka lífrænna aðferða. (2) Eft- irspurn eftir lífrænum matvælum hefur aukist mjög sem að miklu leyti er mætt með innflutningi. (3) Vart er aukins áhuga á því að efla lífræna þróun, ekki síst meðal almennings, en einnig meðal bænda og ein- stakra leiðtoga í landbúnaði. Styrkur okkar liggur í þeim góðu verkum sem unnin hafa verið á liðnum ár- um: Þrautseigju og árangri framleiðenda, starfi lands- ráðunautar í lífrænni ræktun og öflugu þróunarstarfi Vottunarstofunnar Túns sem nýtur alþjóðlegrar við- urkenningar. Þessum aðilum má þakka að hér stunda 50 bændur og fyrirtæki framleiðslu á lífrænum vörum. Ef stjórnvöld og aðrir vilja styðja lífræna þró- un verða þau að efla þennan grunn í stað þess að láta sem hann sé ekki til: Þar er að finna þá þekkingu, reynslu og kraft sem til þarf. Veikleikar okkar eru skortur á framleiðslu – nokkuð sem mönnum yfirsést oft þegar grípa á til aðgerða. Við því verður ekki brugðist með nýju átaksverkefni eða ímyndarsköpun, heldur með beinum stuðningi ríkisins við lífræna að- lögun bænda, aukinni ráðgjöf og fræðslu í lífrænum landbúnaði. Flest ríki Evrópu hafa um árabil varið miklu fé til þessara þátta. Þau viðurkenna rannsóknir sem sýna að lífrænar aðferðir eru betri fyrir land og lífríki, binda meira kolefni og leiða til mun hærri nær- ingargilda í matvælum og fóðri. Þau styðja lífræna þróun vegna óska neyt- enda um aukið magn lífrænna mat- væla, en á Íslandi er þeim óskum enn að mestu svarað með innflutningi. Höfundur er framkvæmdastjóri Túns. Lífræn þróun – Hvert horfir? ÁLIT Gunnar Á. Gunnarsson tun@mmedia.is Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Björgum mannslífum! • Ávallt tilbúið til notkunar • Einfalt og öruggt • Einn aðgerðarhnappur • Lithium rafhlaða • Íslenskt tal PRIMEDIC hjartastuðtæki

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.