24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir
Það var sem ekkert hlé hefði ver-
ið síðustu mánuði í fyrstu keppni
vertíðarinnar í vélhjólaakstri.
Meistari síðasta árs, Casey Stoner,
tók verðlaunin næsta skuldlaust í
Katar en þetta var jafnframt í fyrsta
sinn sem keppt var í myrkri.
Reyndar var Ástralinn Stoner
alls ekki meðal efstu manna eftir
fyrstu hringina enda beið hann
færis þegar dekk hans hitnuðu og
náðu gripi en hélt sér rólegum
fram að því. Sú áætlun gekk eins og
í sögu en helsta ógnin kom frá ný-
liðanum spænska, Jorge Lorenzo,
sem var að taka þátt í sinni fyrstu
keppni og þótti aka sérdeilis frá-
bærlega. Líkja miðlar honum við
Lewis Hamilton í Formúlunni svo
að mjög þykir hann efnilegur en
Lorenzo er tvöfaldur meistari í 250
cc-flokkum sem hann hefur keppt í
síðustu tvö árin.
Heimsmeistarakeppnin í vélhjólaakstri
Endurtekið efni
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
„Því meira sem maður æfir sig því
auðveldara er að detta í stuð þegar
á þarf að halda,“ segir Örn Ævar
Hjartarson kylfingur, en hann æfir
nú stíft alla daga fyrir mót sem þó
er ennþá í sex mánaða fjarlægð.
Það mót er reyndar ekki hvaða mót
sem er, heldur inntökumótið á evr-
ópsku mótaröðina.
Örn er búinn að reyna einu sinni
við það takmark sitt í haust sem
leið en segir víðs fjarri að hann hafi
verið tilbúinn í þann slag á þeim
tíma. „Þess vegna legg ég allt undir
nú og eyði mínum dögum ein-
göngu í golfið. Þannig vonast ég til
að hafa meira til að bera þegar að
næsta móti kemur í haust en ég hef
alls ekki misst sjónar á því tak-
marki að reyna að komast þar inn.“
Hefur Örn eytt miklum tíma er-
lendis í vetur af þeirri ástæðu og fer
innan skamms út aftur enda orð-
inn fararstjóri í golfskóla Úrvals
Útsýnar. Þar gefst honum þó tæki-
færi til að æfa sig meðfram starf-
inu. „Eftir það kem ég heim aftur
og mun spila hér heima í sumar og
eyða tíma með fjölskyldu og vinum
áður en ég held á úrtökumótið. Þar
verður látið á allt reyna.“
Sú ákvörðun að eyða tíma sínum
í æfingar alla daga er honum eðli-
lega dýr og því hafa félagar Arnar í
Golfklúbbi Suðurnesja annað slagið
haldið púttmót honum til styrktar.
Eitt slíkt verður haldið í kvöld í
inniaðstöðu GS á Hólmsvelli.
Púttað
fyrir Erni
Örn Ævar Hjartarson æfir sem aldrei fyrr
➤ Örn varð þrítugur í síðastamánuði.
➤ Hann hefur gefið sér þrjú ártil að komast á Evrópumóta-
röðina.
ÖRN ÆVAR
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Sú ákvörðun að eyða tíma sínum að mestu
til æfinga er eðli málsins samkvæmt dýrt
fjárhagslega. Því hafa félagar hans úr GS annað
slagið haldið púttmót honum til styrktar.
Suðurnesjamenn geta verið
sáttir við sína kandidata í
kvennakörfunni. Besti leik-
maður síðasta hluta Íslands-
mótsins, Tiffany Roberson,
leikur með Grindavík sem og
Petrúnella Skúladóttir sem
valin var í úrvalslið umferða
18-24. Keflvíkingar áttu einnig
sinn fulltrúa í því liði; Pálínu
Gunnlaugsdóttur auk þess
sem besti þjálfari þessara um-
ferða var valinn Jón Halldór
Eðvaldsson, þjálfari Keflavík-
ur. Hildur Sigurðardóttir úr
KR og La Kiste Barkus frá
Hamri komust einnig í liðið.
Seigar á
Suðurnesjum
Maraþongoðsögnin Haile Ge-
brselassie ætlar ekki að taka
þátt í maraþonkeppni Ólymp-
íuleikanna í Kína í sumar sök-
um loftmengunar sem hann
telur fullvíst að sé vel yfir
hættumörkum en hann þjáist
af asma. Er þetta mikill áfell-
isdómur yfir Kínverjum sem
gengur illa að hefta mikla
mengun sem staðbundin er í
Peking. Búist er við að fleiri
þátttakendur gætu bæst í hóp
þeirra sem hætta við þátttöku
vegna þessa.
Hættir við
Ólympíuleika
Einungis keppendur 25 þjóða af
159 talsins sem þátt tóku á
heimsmeistaramótinu í frjálsum
íþróttum innanhúss í Valenciu
um helgina komu heim með
verðlaun.
Aðeins Svíar héldu uppi merki
Norðurlandanna með tvenn verð-
laun en Bandaríkjamenn og
Rússar tóku flest verðlaunin á
mótinu, Bandaríkjamenn 13 og
Rússar 12 alls.
Eitt heimsmet var sett í 1500
metra hlaupi kvenna þegar Yelena
Soboleva sigraði glæsilega og
Abubaker Khaki Khamis varð
yngsti gullverðlaunahafi á innan-
hússleikum en hann sigraði í 800
metra hlaupi aðeins 18 ára og 262
daga gamall.
Engir keppendur frá Íslandi tóku
þátt.
Heimsmeistaramótinu í frjálsum innanhúss lokið
Fámennt en góðmennt
að mikla töfra þarf til að Ítalirnir
skáki Benítez og leikmönnum
hans.
Í kvöld fer fram síðasti leikurinn
í 16. liða úrslitum Meistaradeild-
arinnar í knattspyrnu þegar Inter
Milan tekur á móti Liverpool í
seinni leik liðanna en sá fyrri
endaði með 2-0 sigri Englending-
anna.
Fjölmarga leikmenn Inter vantar
sökum meiðsla en Liverpool er
með sitt sterkasta lið og því ljóst
Síðasti leikur 16 liða úrslita Meistaradeildarinnar
Púslin þurfa að falla hjá Inter
ATVINNU & RAÐAUGLÝSINGAR
!
! "
#
$ % & '# ( $
' $ $
)*+,)++-
. $ #
/-
Fjölskyldu- og fræðslusvið
Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir
félagsráðgjafa. Um er að ræða fulla stöðu.
Fyrir á skrifstofu sviðsins eru félagsráðgjafar,
sálfræðingar, þroskaþjálfar, fræðslufulltrúi og
leikskólafulltrúi.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni þar sem stefnan er að
samþætta þjónustu félags-, fræðslu-, íþrótta- og
æskulýðsmála.
Leitað er fyrst og fremst eftir menntuðum einstaklingi í
félagsráðgjöf. Að öðrum kosti er leitað eftir einstaklingi
með menntun á hliðstæðu sviði og með reynslu af
störfum innan félagsþjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Jón Pétursson framkvæmdastjóri
fjölskyldu- og fræðslusviðs á jonp@vestmannaeyjar.is eða
í síma 488 2000.
Umsóknir og meðfylgjandi upplýsingar skulu berast
Fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar,
Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyjum í pósti eða tölvupósti
fyrir 1. apríl 2008.
Félagsráðgjafi