24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 35
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 35 Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Framlög ríkra þjóða til menntunar- mála í stríðshrjáðum löndum er einungis fimmtungur af heildar- framlögum þeirra til menntunar- mála í fátækum löndum samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Barnaheill – Save the Children. Sem dæmi má nefna að árið 1999 fóru um 100 milljónir barna á mis við skólagöngu í heiminum, þar af um 40 milljónir í stríðshrjáðum lönd- um. Árið 2004 voru alls um 77 milljónir barna án skólagöngu í heiminum, þar af 37 milljónir í stríðshrjáðum löndum þannig að þróunin var ekki jafnhröð í þeim. Innviðir traustir „Í þróunarsamvinnu og upp- byggingu virðist vera tilhneiging hjá gefendum til að veita peninga þang- að sem innviðir eru traustir og þeir vita hvað þeir láta peninga í,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmda- stjóri Barnaheilla – Save the Child- ren á Íslandi. Hún bendir á að á sama tíma og gefendur eru tregir til að veita fé til uppbyggingar mennt- unar er mikið fjármagn veitt til þess- ara landa í formi neyðaraðstoðar. Skólar verði friðuð svæði Barnaheill standa á morgun fyrir málþingi í Snælandsskóla undir yf- irskriftinni Bætum framtíð barna í stríðshrjáðum löndum – menntun og friður. Petrína segir að tilgang- urinn sé að vekja athygli á aðstæð- um barna í þessum löndum og at- huga hvernig menntun geti stuðlað að friði. „Sem samtök leggjum við mikla áherslu á að menntun verði hluti af friðarviðræðum og friðar- samningum. Okkur finnst líka skipta máli meðan átök eru í gangi að skólar verði friðuð svæði,“ segir Petrína. Menntakerfið er oft meðal þess fyrsta sem lætur undan þegar átök brjótast út. Þá fara börnin á mis við allt sem skólinn veitir þeim svo sem vernd, fræðslu og undir- búning fyrir lífið. „Þegar maður elst upp í umhverfi þar sem ríkir ófrið- ur, stríð og ömurleiki verður hugs- unin um frið enn fjarlægari. Ef menntun er veitt á viðunandi hátt getur hún meðal annars brotið upp þann vítahring sem land sem er í stríði er komið í,“ segir Petrína Ás- geirsdóttir að lokum. Menntun og friður Fjallað verður um hvernig menntun getur stuðlað að friði á stríðshrjáðum svæðum á málþingi í Snælandsskóla á morgun. Menntun barna í stríðshrjáðum löndum Menntun getur rofið vítahringinn Ríkisstjórnir veigra sér við að láta fé af hendi rakna til uppbyggingar menntunar á stríðs- hrjáðum svæðum. Menntakerfið er oft það fyrsta sem lætur undan þegar átök brjótast út. ➤ Málþingið er haldið á alþjóð-legum kynningardegi sam- takanna Barnaheilla – Save the Children. ➤ Meðal annars munu nem-endur í 8. bekk Snælands- skóla kynna verkefni um menntun og frið. ➤ Þingið hefst kl. 14. Nánariupplýsingar og dagskrá má finna á www.barnaheill.is. MÁLÞINGIÐ 24 stundir/Valdís Thor Nemendur við Iðnskólann í Reykjavík stóðu sig sérlega vel í Forritunarkeppni framhaldsskól- anna sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Keppt var í þremur styrkleikaflokkum: Alfa (erfiðasti flokkurinn), Beta (sá næsterfiðasti) og Delta (byrj- endaflokkur). Lið frá Iðnskólan- um lentu í þremur efstu sæt- unum í Beta-deildinni auk þess sem lið frá skólanum lenti í öðru sæti bæði í Alfa- og Delta-deild. Í fyrsta sæti í Alfa-deildinni lenti lið skipað nemendum við Fjölbrautaskólann í Ármúla, Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrautaskóla Austur-Skafta- fellssýslu. Nemendur við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ fóru með sigur af hólmi í Delta-deild. Forritunarkeppni framhalds- skólanna er fyrir alla nemendur framhaldsskólanna sem hafa áhuga á hönnun, forritun og tölvum. Keppnin er árlegur við- burður í Háskólanum í Reykjavík og var haldin í sjöunda sinn í ár. Að þessu sinni voru 29 lið skráð til leiks eða 87 keppendur og hefur þátttaka aldrei verið jafn- góð. Forritunarkeppni framhaldsskólanna Iðnskólinn í Reykjavík sigursæll Metþátttaka 29 lið tóku þátt í Forrit- unarkeppni framhaldsskólanna um helgina og hafa aldrei verið fleiri. LÍFSSTÍLLMENNTUN menntun@24stundir.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 Stefanía Svavarsdóttir sigraði í söngkeppni Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, sem var haldin í Höllinni á laugardaginn. » Meira í Morgunblaðinu Geðveik tilfinning Það er meira í Mogganum í dag Í kvöld keppa tíu hljómsveitir til viðbótar um næstu tvö sæti í úr- slitunum og möguleikann á að vinna Músíktilraunirnar 2008. » Meira í Morgunblaðinu Músíktilraunir 2008 reykjavíkreykjavík Hörð ritdeila hefur blossað upp á milli Bubba Morth- ens og Birgis Arnar Steinars- sonar (Bigga í Maus) ritstjóra tón- listartímaritsins Monitor. Biggi líkir Bubba við svamp en Bubbi segir Bigga falskan. » Meira í Morgunblaðinu Rokkarar í hár saman Þriðjudagur 11. mars 2008

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.