24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir
Eftir Hildu H. Cortez
hilda@24stundir.is
Vorverkin fara senn að hefjast á
býlum víðs vegar um landið, ef
veður leyfir. „Ætli það sé ekki um
mánuður í að þau hefjist að fullu
en nú er enn snjór yfir öllu og mikil
bleyta,“ segir Pétur Diðriksson,
bóndi á Helgavatni í Borgarfirði.
„Yfirleitt er byrjað á sama tíma en
veðrið ræður því auðvitað. Tíminn
sem er liðinn af vorinu kemur ekki
aftur og hann þarf að nýta vel. Þetta
fer líka eftir aðstæðum á hverjum
stað, það er ekki sama hvar á land-
inu menn eru staddir og getur
munað mörgum vikum í tíma hve-
nær jörðin er tilbúin.“
Kapphlaup um tíma og veður
Að sögn Péturs hefjast vorverk
margra á því að aka út búfjár-
áburði. „Þeir sem geta borið á tún
byrja á því en það er eitt af því sem
menn gera tiltölulega snemma. Ef
um jarðvinnslu er að ræða og korn-
rækt þarf einnig að koma fræinu
niður sem fyrst, helst ekki seinna
en í byrjun maí. Það þarf að bera á
túnin um svipað leyti, þegar þau
eru aðeins farin að litast en þetta er
allt háð veðri.“ Pétur segir vorið
geta verið streituvaldandi enda beri
nánast allt í sveitinni upp á sama
tíma. „Þetta er kapphlaup um tíma
og veður og ekki spurt hvað klukk-
an sé. Þegar verkið hefst þarf að
ljúka því, þannig að stundir eru
ekki taldar heldur unnið á meðan
stætt er vegna veðurs og krafta.“
Aukin samnýting
Bændur samnýta nú landbún-
aðarvélar í auknum mæli en þannig
má lækka kostnað og ná aukinni
hagnýtingu. „Á mörgum stöðum
hjálpast menn að. Það eru notuð
stór tæki og eins eru verktakar í
þessu sem geta farið mjög víða yfir
og þá eru afköstin gífurleg. Sam-
nýting tækja er alltaf að aukast og
sérstaklega síðustu ár, enda liggur
framtíðin þar, hvort sem það verð-
ur með sameign bænda þannig að
þeir kaupi tækin saman eða þá að
þeir kaupi þessa þjónustu af sér-
stökum aðilum. Tækin eru líka allt-
af að verða betri, þau stækka, verða
þyngri og afkastameiri. Það er
miklu ódýrara fyrir landbúnaðinn,
ef hægt er að nýta tækin betur. Þá
verða þau miklu ódýrari þar sem
þau binda færra fólk. Þetta eru fáir
dagar á ári og fáir klukkutímar sem
tækin nýtast til vinnu enda er land-
búnaðarvinna mestmegnis bundin
við ákveðinn tíma á árinu, eðli at-
vinnuvegarins er þannig og því er
ekki hægt að breyta. En það er hægt
að ná niður kostnaði með því að
nýta tækin á stærra svæði, hag-
kvæmnin felst í því að nýta tækin á
sem flesta hektara.“
Erfitt að fá fólk
Á Helgavatni er 80 kúa mjólk-
urbú. „Við erum mest í mjólk-
urframleiðslu en erum einnig tölu-
vert í jarðvinnslu og kaupum
svolítið af jarðvinnunni af öðrum
þó að við eigum eitthvað af tækjum
sjálf. En við ökum til dæmis búfjár-
áburði út á tún sjálf og fram-
kvæmum stóran hluta af jarðvinn-
unni að öðru leyti eins og plægingu
og sáningu. Svo sjáum við um að
bera tilbúna áburðinn á og heyjum
en leigjum traktor í það.“
Lítið er orðið um að bændur fái
vinnufólk á búin á ákveðnum tím-
um ársins. „Fólkið á bæjunum sér
að mestu um þetta sjálft. Það er lít-
ið af lausafólki og erfitt að fá fólk í
svona tímabundin störf. Fólk vill
meira atvinnuöryggi og sækir þess
vegna ekki í þessi störf. Það er því
nóg að gera fyrir bændur í sveitum
landsins.“
24stundir/RAX
Nauðsynlegt að nýta tímann vel að vori
Unnið á meðan veður
og kraftar leyfa
➤ Á vorin er nauðsynlegt aðnýta tímann vel í sveitinni og
koma öflugar vélar sér vel við
vinnuna.
➤ Bændur samnýta tæki í aukn-um mæli eða leita til verktaka
sem taka að sér ákveðin verk
og fara fljótt yfir.
➤ Aukin nýting tækja þýðirlægri kostnað.
VINNAN Í SVEITINNIVorverkin fara að hefjast
innan tíðar á býlum víðs
vegar um landið. Afkasta-
miklar vinnuvélar komast
hratt yfir og auðvelda
mönnum verkin. Samnýt-
ing stórra tækja dregur
úr kostnaði og eykur hag-
kvæmni í landbúnaði.
Pétur Diðriksson bóndi
Segir samnýtingu stórra véla
í landbúnaði nauðsynlega.
Vinnulyftur ehf.
Smiðsbúð 12 • 210 Garðabæ
Sími: 544 8444 • Fax: 544 8440
www.vinnulyftur.is
Vinnulyftur og
jarðvegstæki
til leigu og sölu
Erum með fjölbreytt úrval af vönduðum vinnulyftum
og jarðvegstækjum til leigu og sölu. Ef þig vantar
innilyftur eða stórar útilyftur þá höfum við lausnina.
Hafið samband og fáið verðtilboð!
Br
os
6
73
2/
20
07
Bíldshöfði 14, Sími 553 1244 • ljosboginnehf@simnet.is
VERKTAKAR • IÐNAÐARMENN • BÆNDUR • FERÐAMENN
RAFSTÖÐVAR OG VATNSDÆLUR
Rafstöðvar 1-3ja fasa, 1-10 kwa Ultra silent.
Ath, höfum einnig mjög handhægar rafstöðvar 1kwa
aðeins 14kg og 2kwa 22kg , tilvaldar fyrir
ferðamenn, verktaka og iðnaðarmenn.
Höfum einnig mjög meðfærilegar og liprar
vatnsdælur 3” 30-52 kg dísel og bensín.
Höfum fengið hinar frábæru Rafstöðvar
og vatnsdælur frá Kípor
KUBOTA RTV-900 er fjölhæfur japanskur smábíll sem hentar vel í
ýmis smáverk og snatt. Einn best búni smábíllinn á markaðnum.
Fjórhjóladrif, Kubota díeselmótor, hemlar í olíubaði, vökvaskipting,
mikil burðargeta, vökvasturtur o.m.fl. Einstaklega hentugur fyrir
bændur, verktaka, gólfvelli, sumarbústaða- eða jarðaeigendur o.fl.
Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar.
- vinnudýrið frá KUBOTA
ÞÓR HF | REYKJAVÍK : Ármúla 11 | Sími 568-1500 | AKUREYRI: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is
RTV900