24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 2
Skrifstofa Alþingis hefur auglýst eftir lögfræðingi, sérfræðingi í ríkisfjármálum og rekstri og stjórn- málafræðingi til að aðstoða þingmenn úr stjórn- arandstöðuflokkum við yfirferð og vinnslu þing- mála í fastanefndum. „Allar nefndirnar hafa ritara en hann er eðli málsins samkvæmt mest bundinn við meirihluta nefndarinnar og formann og aðstoð- ar hann við frágang á nefndaráliti og fleira. Þess vegna hafa komið fram óskir um að í stærri málum hafi minnihlutinn sérstakan ritara og aðstoðar- mann,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Al- þingis. Helgi tekur það fram að þingmenn minnihlutans hafi auðvitað fengið alla aðra almenna þjónustu eins og stjórnarþingmenn. ,,Auk þess höfum við látið minnihlutann fá sérstakan starfsmann við frágang á stórum málum. Þessa þjónustu ætlum við að auka til þess að stjórnarandstaðan geti oftar fengið aðstoð við frágang á breytingartillögum, nefndarálitum og við gagnaöflun og ýmislegt annað.“ Í auglýsingunni segir að til greina geti komið að ráða tvo lögfræðinga. ingibjorg@24stundir.is Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir sérfræðingum fyrir stjórnarandstöðu Aukaaðstoð við minnihluta 24 stundir/Ómar Á Alþingi Þjónusta við stjórnarandstöðu verður aukin. 2 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir Ferðaskrifstofa Salan á flugsætum til Alicante fer af stað með látum! Flogiðalltárið VÍÐA UM HEIM Algarve 18 Amsterdam 7 Alicante 17 Barcelona 13 Berlín 12 Las Palmas 19 Dublin 5 Frankfurt 8 Glasgow 4 Brussel 7 Hamborg 11 Helsinki 7 Kaupmannahöfn 7 London 7 Madrid 11 Mílanó 10 Montreal -6 Lúxemborg 5 New York -7 Nuuk -11 Orlando 7 Osló 4 Genf 12 París 9 Mallorca 15 Stokkhólmur 6 Þórshöfn 7 Gengur í norðaustan 5-10 m/s í dag með snjókomu eða slyddu um landið austanvert, en rigningu við austurströndina. Áfram stöku él norðvestantil, en bjart að mestu suðvest- anlands. Hiti um og undir frostmarki. VEÐRIÐ Í DAG 1 -1 -1 1 -2 Bjart suðvestanlands Norðlæg átt, víða 5-13 m/s og él, en bjartviðri að mestu sunnanlands. Frost víða 0 til 5 stig, en um frostmark við ströndina. VEÐRIÐ Á MORGUN 1 0 0 -1 0 Frost 0 til 5 stig Tvö skotvopn ásamt öðrum vopnum og fíkniefnum fundust við tvær húsleitir í gær. Rannsókn- ardeild lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu framkvæmdi leitirnar ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra og hundadeild lögreglunnar. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns voru fjórir menn handteknir og lögregl- an leitar fimmta mannsins í tengslum við málið. Allir hafa þeir komið við sögu lögreglu áður. Ekki fékkst uppgefið hversu mikið magn fíkniefna var gert upptækt né af hvaða tagi. Ómar Smári segir málið í rannsókn en vonast eftir tíðind- um af því í dag. Skotvopnunum sem fundust var stolið úr heimahúsi í Hafnarfirði síðasta föstudag. fr Lögreglan gerði tvær húsleitir í gær Fundu stolin vopn og fíkniefni Umferðardeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu mun á næstu vikum verða með sérstakt umferð- ar- og hraðaeftirlit í og við íbúða- götur í umdæminu í samvinnu við svæðisstöðvar embættisins. Til eft- irlitsins verður notuð ómerkt lög- reglubifreið sem búin er mynda- vélabúnaði, segir í tilkynningu lögreglu. Þykir reynslan hafa sýnt að notkun slíks búnaðar gefi gagnlegar upp- lýsingar um ástand umferðarmála og auðveldi leit að lausnum þar sem þeirra er þörf. Mælingar verða gerðar eftir ábendingum frá starfsmönnum svæð- isstöðva. Sérstök áhersla verður lögð á hverfi í námunda við skóla á grunn- og leikskólastigi. Segir lögregla markmið átaksins vera að ná umferðarhraða niður þar sem þess er helst þörf og telur að það sé best gert með upplýstri umræðu. aij Lögreglan liggur í leyni Kjarasamningar Starfsgreina- sambandsins og Flóabandalags- ins við Samtök atvinnulífsins voru samþykktir með afgerandi hætti í öllum félögunum. Taln- ingu atkvæða lauk í gær. Samn- ingar voru undirritaðir 17. febr- úar síðastliðinn, en voru bornir undir atkvæði í síðustu viku. Samningar samþykktir Fimm karlmenn voru handteknir í Reykjavík á sunnudag, grunaðir um að hafa nauðgað stúlku í húsi í vesturbæ Reykjavíkur nóttina áður. Grunur leikur á að stúlk- unni hafi verið byrluð ólyfjan, en tildrög atburðarins liggja ekki ljós fyrir. Krafist var gæsluvarðhalds yfir mönnunum, og voru nokkrir þeirra úrskurðaðir í varðhald í gær. Þetta kom fram í kvöld- fréttum RÚV í gær. mbl.is Fimm grunaðir um nauðgun Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri mun hefja út- sendingar á norðlenskum fréttum og öðru fréttatengdu efni af Norðurlandi á landsvísu á morgun, miðvikudag. Fram að þessu hefur stöðin einungis sent út á Akureyri. N4 mun senda út efni sitt í gegn- um dreifikerfi Digital Ísland, en stöðinni hefur verið úthlutað rás 15 undir útsendingar sínar. Fréttatími alla virka daga Stöðin mun bjóða upp á norð- lenskan fréttatíma frá mánudegi til föstudags, en að honum loknum verð- ur á dagskrá dægurmálaþáttur með unnum innslögum víðsvegar af Norð- urlandi frá mánudegi til fimmtudags. Að loknum fréttum á föstudögum verður sendur út umræðuþáttur þar sem tekist verður á um hitamál fjórðungsins hverju sinni. Þá verður einnig boðið upp á tónlist, menn- ingu og annað sem tengist norð- lensku mannlífi í þættinum. Um helgar verður boðið upp á samantekt um fréttamál liðinnar viku. Tímamót í íslensku sjónvarpi „Þetta eru auðvitað tímamót í sögu sjónvarps á Íslandi, því aldrei áður hefur sjónvarpsstöð á lands- byggðinni sent út um allt land,“ segir Þorvaldur Jónsson, framkvæmda- stjóri N4. Hann segir mikla eftirspurn eftir norðlenskum fréttum á höfuðborg- arsvæðinu. „Það er óhemjustór hóp- ur fólks sem býr á höfuðborgarsvæð- inu sem hefur tengsl norður vegna fjölskyldutengsla eða uppruna.“ Þorvaldur segir landsbyggðinni illa sinnt af stærri fjölmiðlum lands- ins. „Stór hópur fólks hefur virkilega áhuga á að vita hvað er að gerast á þessu svæði, því í dag er landsbyggð- inni tiltölulega illa sinnt í landsmiðl- unum. Þar miðast fréttaflutningur við það sem er að gerast í höfuð- borginni eða úti í hinum stóra heimi. Fólk hefur mjög sterkar rætur til upprunans og það fólk viljum við þjónusta betur en áður hefur þekkst.“ Norðlenskt sjón- varp á landsvísu  Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 hefur útsendingar á landsvísu  Eftirspurn eftir fréttum að norðan, segir framkvæmdastjórinn Stoltur framkvæmdastjóri Þorvaldur Jónsson, framkvæmdastjóri N4, er fullviss um að norðlenskar fréttir eigi fullt erindi á landsvísu. ➤ Sjónvarp Norðurlands, N4,hóf útsendingar sínar 1. maí 2006. ➤ Fyrirtækið varð til eftir aðfjögur fjölmiðlafyrirtæki á Akureyri sameinuðust. ➤ Hjá fyrirtækinu starfa nú ell-efu manns í fullu starfi, þar af eru tveir fréttamenn. SJÓNVARP NORÐURLANDS AKUREYRI Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Drengurinn sem veiktist alvar- lega á fimleikaæfingu hjá Gerplu í síðustu viku, lést á sjúkrahúsi á sunnudagskvöld. Drengurinn hét Jakob Örn Sig- urðarson, fædd- ur 21. júní 1997. Jakob Örn bjó í Dynsölum 10 í Kópavogi. Minningarstund í umsjá séra Guðmundar Karls Brynj- arssonar verður í Digra- neskirkju í kvöld . Athöfnin hefst klukkan 20. Lést eftir heila- blæðingu

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.