24 stundir


24 stundir - 12.04.2008, Qupperneq 4

24 stundir - 12.04.2008, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 24stundir OG EINN, TVEIR OG REYKJAVÍK! www.reykjavik.is sími: 411 11 11 SAMRÁÐ UM BETRA BORGARUMHVERFI „Við skoðuðum menntun móð- ur og hún hefur ásamt öðru áhrif á lengd brjóstagjafar að því leyti að háskólamenntaðar mæður eru með börn sín lengur á brjósti,“ segir Sal- óme Elín Ingólfsdóttir sem flytur fyrirlestur í dag í Odda byggðan á meistaraverkefni sínu. Að sögn Salóme hefur heldur dregið saman með menntunarhóp- um undanfarin 10 ár en þá voru þessir þættir einnig rannsakaðir. „Við teljum að þetta sé að þakka leiðbeiningum í nýjum bæklingi um næringu ungbarna frá 2003 þar sem eingöngu er ráðlögð brjósta- mjólk til 6 mánaða aldurs. Við sjáum því að þessar ráðleggingar eru það aðgengilegar að þær ná til allra,“ segir hún. Neysla barna á viðbættum sykri er einnig minni en neysla á trefja- ríku fæði meiri ef móðirin hefur hærri tekjur eða meiri menntun. Þá borða börn háskólamennt- aðra mæðra meira grænmeti og börn af tekjuhæstu heimilunum drekka mun meiri stoðmjólk en önnur og börn sem byrja snemma í dagvistun borða meiri fisk. Salóme vann rannsóknina við Háskóla Íslands undir leiðsögn dr. Ingu Þórsdóttur, prófessors í nær- ingarfræði, og dr. Ingibjargar Gunnarsdóttur, dósents í næring- arfræði. fifa@24stundir.is Tekjur og menntun mæðra hefur áhrif á næringu ungbarna Borða minni sykur og meiri fisk Salóme Elín Flytur fyr- irlestur í Odda í dag. Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is „Markmiðið með rannsókninni er að greina hvers konar möguleika og hjálp þessar bækur bjóða upp á en einnig hvernig þær geta lokað á sóknarfæri og möguleika í rétt- indabaráttu homma og lesbía,“ segir Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, dósent í félagssálfræði, en hún hélt fyrirlestur um sjálfshjálparbækur fyrir aðstandendur samkyn- hneigðra í Háskóla Íslands í gær. Tilheyrir fyrirlesturinn röðinni „Með hinsegin augum“ sem Sam- tökin ’78 efna til í tilefni þrjátíu ára afmælis samtakanna á þessu ári. „Það getur verið gott fyrir fólk að geta gripið í sjálfshjálparbækur sem þessar en það er mikilvægt að skoða gagnrýnið alla umræðu um samkynhneigð, jafnt jákvæða sem neikvæða,“ segir hún. Spegla gagnkynhneigðan heim „Bækurnar falla mjög vel inn í sjálfshjálpariðnaðinn og er lögð mikil áhersla á einstaklinginn og hans sálarlíf. Ferlinu að sætta sig við kynhneigð barnsins síns er oft líkt við ferðalag í þessum bókum og getur það tekið á sig nánast trúarlegan blæ, frá myrkri van- þekkingar til ljóssins. Ferðin hefst á hinu mikla áfalli sem gert er ráð fyrir að foreldrarnir verði fyrir þeg- ar einstaklingurinn kemur út úr skápnum og lýkur þegar þau hafa samþykkt samkynhneigðina. Í bókunum er einmitt lögð mikil áhersla á að samkynhneigð sé eitt- hvað sem fólk „sættir sig við“ sem endurspeglar þá hugmynd að gagnkynhneigð sé eðlileg en sam- kynhneigðin frávik, óeðlileg,“ segir Annadís. Lítið tekið á samfélaginu Að sögn Önnudísar er sú hug- mynd ráðandi í bókunum að kyn- hneigð sé meðfædd sem hún segir góð rök gegn ásökunum um hvort og hverjum samkynhneigð einstak- lingsins sé „að kenna“. Hins vegar sé lítið fjallað um þátt samfélagsins, t.d. í því að sumir foreldrar eigi erf- itt með samkynhneigð barnanna. Sjálfshjálparbækur fordómafullar  Sjálfshjálparbækur fyrir aðstandendur samkynhneigðra spegla þá sýn að gagnkyn- hneigð sé eðlileg en samkynhneigðin frávik, að mati sérfræðings Sjálfshjálp Annadís Gréta Rúdólfsdóttir ➤ Greining á þemum í 14 sjálfs-hjálparbókum fyrir aðstand- endur samkynhneigðra. ➤ Unnin með Dr. Victoriu Clarkesamkennara Önnudísar. ➤ Grein um niðurstöður birtist íThe Psychology of Women Section Review, haustið 2005. RANNSÓKNIN Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á Lion bar-súkkulaðistykki frá Nestlé, king size, 69 g stykki. Umtalsverður munur er á verði sælgætisins eða 100 krónur. Lion bar-stykki er ódýrast í Bónus, 79 krónur, en dýrast í 10-11, 179 krónur. Þarna munar 100 krónum eða 126,6%. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 127% munur á Lion bar Jóhannes Gunnarsson NEYTENDAVAKTIN Lion bar frá Nestlé, king size (69 g) Verslun Verð Verðmunur Bónus 79 Select 102 29,1 % Melabúðin 109 38,0 % Vínberið 110 39,2 % Nóatún 139 75,9 % 10-11 179 126,6 % Tveir fangar á Litla Hrauni voru í Héraðsdómi Suðurlands í gær dæmdir fyrir lík- amsárás gagnvart þriðja fanganum í júlí í fyrra. Ann- ar fanginn fékk eins árs dóm fyr- ir árásina, þar af níu mánuði skil- orðsbundið. Hinn fanginn var dæmdur í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi en ósannað var að hann hafi valdið þeim áverkum sem fórnarlambið hlaut. Voru fangarnir ofurölvi er þeir réðust á þriðja fangann. Fangarnir voru dæmdir til að greiða fórnarlambinu skaðabæt- ur, alls 600 þúsund krónur. mbl.is Litla-Hraun Fangar dæmdir fyrir líkamsárás Lögregla sektaði atvinnubílstjóra eftir hádegi í gær en talsverðar tafir voru á umferð í Ártúns- brekkunni í hádeginu þar sem bílstjórarnir fóru sér hægt. Þeir óku á 30-40 kílómetra hraða og ollu töfum. Einhverjir bílstjórar töfðu um- ferð um Vesturlandsveg og Suð- urlandsveg en ekki var um skipu- lögð mótmæli að ræða að sögn talsmanns bílstjóranna. Atvinnubílstjórar ollu töfum Uppskáru sektir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.