24 stundir


24 stundir - 12.04.2008, Qupperneq 27

24 stundir - 12.04.2008, Qupperneq 27
samhengi við aðrar breytingar á sveitarstjórnarmálum.“ Kristján segist ekki líta á það sem svo að hann sé að boða sam- einingu sveitarfélaga með vald- boði. „Hinu er ekki að leyna að ákvæði um lágmarksíbúafjölda er 22 ára gamalt og með breyttum að- stæðum þarf að taka þetta til end- urskoðunar. Ég er einfaldlega að opna þessa umræðu því ég tel það nauðsynlegt.“ Fagnar umræðunni Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að orð Kristjáns komi sér ekki á óvart. „Þingmenn Samfylkingar- innar hafa flutt þingmál um þetta áður. En ég fagna því að ráð- herrann komi fram með þessa hug- mynd því að þetta er vissulega mál- efni sem við þurf- um að ræða á okk- ar vettvangi. Ég vil þó segja það að ég sem formaður sambandsins tala auðvitað fyrir þeirri stefnu sem tekin er á lands- þingum okkar. Á undanförnum þingum hafa komið fram tillögur um að hækka lág- marksíbúafjölda sveitarfélaga. Það hafa margir verið þessu fylgjandi en þær hafa hins vegar verið felld- ar. Á þessum sömu þingum hefur samt alltaf verið samþykkt sú stefnumótun sambandsins að stefnt skuli að frekari sameiningu sveitarfélaga.“ Staða sveitarfélaga misjöfn Halldór segir að þrátt fyrir að sveitarfélögum hafi fækkað mjög mikið á undanförnum tveimur áratugum hafi sveitarstjórnarstigið ekki styrkst mikið. „Við höfum höfuðborgina þar sem búa ríflega 115 þúsund manns og svo alveg niður í 48 íbúa í Árneshreppi. Það gefur því augaleið að staða sveitar- félaganna er afar misjöfn.“ Halldór segir jafnframt að veru- lega skorti á að tekjustofnar fylgi verkefnum á eðlilegan hátt til sveit- arfélaganna. „Við höfum ekki sam- ið um neina stóra yfirfærslu síðan grunnskólinn var færður til sveit- arfélaganna árið 1996. Við höfum hins vegar gert meiri athugasemdir við að það eru sífellt verkefni sem ég vil meina að séu að leka inn til okkar, til dæmis með breytingum á reglugerðum um þjónustu sveitar- félaganna. Þessum breytingum hafa sjaldnast fylgt tekjustofnar. Hins vegar er búið að ganga frá því í samstarfssáttmála ríkis og sveitar- félaga að kostnaðarmeta skuli öll frumvörp út frá hagsmunum sveit- arfélaganna.“ Sveitarfélögin ráði ferðinni Halldór segist telja að ef ekkert sveitarfélag væri fámennara en 1000 manns þá væri komin for- senda fyrir því að þau gætu frekar tekið til sín verkefni og þyrftu ekki eins mikið á jöfnun að halda. „Það yrði mun auðveldara að vinna að tekjuyfirfærslunni. Eftir því sem sveitarfélög sameinast fækkar þeim sem eru undir tekjumeðaltali. Ég tel jákvætt að þessi umræða fari af stað en ítreka að stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú að sveitarfélögin sjálf ráði ferðinni varðandi frekari sameiningarmál.“ HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Akrahreppur byggð shreppur Grýtubakka- hreppur Svalbarðs- strandarhreppur Grímseyjarhreppur Aðaldælahreppur Skútustaða- hreppur Svalbarðs- hreppur Langanesbyggð Borgarfjarðar- hreppur Fljótsdalshreppur Djúpavogshreppur Breiðdalshreppur Ásahreppur Skaftárhreppur dalshreppur pur Seyðisfjarðar- kaupstaður Vopnafjarðarhreppur Þingeyjarsveit Tjörneshreppur rönd Sveitarfélög með 500-1000 íbúa Sveitarfélög með 100-500 íbúa Sveitarfélög með undir 100 íbúa Halldór Halldórsson 24stundir LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 27 Ástand Reykjanesbrautarinnar hefur ekki verið jafn varhugavert í mörg ár. 24 stundir sögðu frá því á fimmtudag að 130 prósenta fjölg- un hefði orðið á slysum og óhöpp- um á þeim kafla sem verið er að tvöfalda frá því að framkvæmdir hófust. Síðustu mánuði hafa fram- kvæmdirnar síðan legið niðri eftir að verktakinn Jarðvélar sagði sig frá verkinu skömmu fyrir jól. Síð- an hafa orðið 24 slys og óhöpp á þessum kafla. Slysagildrur á Reykjanesbraut 14. janúar síðastliðinn slösuðust sjö manns á Reykjanesbrautinni. Þar af voru fjórir fluttir á sjúkrahús vegna alvarleika meiðsla þeirra. Flest slysin urðu á þeim vegarkafla þar sem framkvæmdir við tvöföld- unina standa yfir. 24 stundir fjöll- uðu í kjölfarið um þær slysagildrur sem væru á Reykjanesbrautinni, en vegna framkvæmdanna voru víða steinsteyptir stólpar og tilfæringar milli vegarhelminga auk þess sem fjölmargir ljósastaurar við veginn lýstu ekki. Þá voru mikil snjó- þyngsli á þessum tíma og juku þau enn á hættuna sem skapaðist. Í frétt 24 stunda sagði Steinþór Jónsson, formaður áhugahóps um tvöföldun Reykjanesbrautar, að framkvæmdirnar gætu valdið mik- illi hættu á brautinni og að þetta væri í raun spurning um líf eða dauða. Hann sagði ennfremur að tryggja þyrfti að þær hættur sem væru til staðar myndu ekki valda fólki skaða. „Það verður að gerast núna. Það er ekki hægt að bíða eft- ir að samningar verði gerðir við undirverktaka um áframhald verksins.“ Jónas Snæbjörnsson, svæðis- stjóri Vegagerðarinnar, sagði að merkingum hefði verið haldið við „í því horfi sem þær voru og örlítið hefur verið bætt við þær þar sem slíkt þótti brýnast“. Óviðunandi í marga mánuði Í lok janúar tilkynnti Vegagerðin að ekki hefði tekist að semja við undirverktaka verksins um fram- hald þess og því þyrfti að bjóða tvöföldunina út að nýju. Áætluð verklok voru því sögð frestast til loka árs 2008, en upphaflega áttu þau að vera í júlí. Steinþór lýsti yfir vonbrigðum sínum með þessa frestun í 24 stundum en sagði þó að Vegagerðin hefði fullvissað sig um að hún myndi laga merkingar á brautinni. „En þetta er eitthvað sem maður hefði getað sætt sig við í einhverja daga, ekki vikur og mánuði.“ G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinn- ar, sagði í sömu frétt að stofnunin hefði sett upp varanlegar merking- ar á helstu framkvæmdarsvæðun- um þegar í ljós kom að verkið þyrfti að fara í útboð. Enn eitt slysið kallar á viðbrögð Á miðvikudag varð síðan alvar- legt umferðarslys við Vogaafleggj- ara þegar tvær bifreiðar rákust saman með þeim afleiðingum að sex slösuðust, þar af fjórir alvar- lega. Slysið átti sér stað á kafla þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir og akstursstefnur eru ekki aðskild- ar. Vegagerðin ákvað í kjölfarið að aðskilja akstursstefnur á veginum með gátskiltum og bæta við öðr- um stærri skiltum til að vekja aukna athygli á þeim breytingum. Sama dag opnaði Vegagerðin til- boð í restina af verkinu og til- kynnti að það tæki tvær til þrjár vikur áður en vinna gæti aftur haf- ist við það. Samgönguyfirvöld voru í kjölfar slyssins harðlega gagnrýnd fyrir að vanrækja úrbæt- ur á framkvæmdasvæðinu. Krist- ján Möller samgönguráðherra og Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri vörðust gagnrýninni í fjölmiðlum með því að segja að lagaheimildir hafi skort til að hægt væri að halda áfram framkvæmdum á veginum án útboðs. Í lögum um opinber innkaup er þó undanþáguákvæði sem heimilar samningskaup án út- boðs. Þar segir orðrétt að undan- þágu megi beita „þegar innkaup eru algerlega nauðsynleg vegna að- kallandi neyðarástands sem stafar af ófyrirsjáanlegum atburðum og ekki er unnt að standa við fresti í almennu útboði.“ Þetta ákvæði þótti ekki nægjanlega skýrt í huga samgönguyfirvalda til að fara fram hjá útboðsskyldunni. Vegna brott- hvarfs Jarðvéla verður brautin ekki að fullu tilbúin fyrr en í júní á næsta ári, tæpu ári síðar en upp- haflega var áætlað. Hættuleg Reykjanesbraut  Ástand Reykjanesbrautar ekki verið jafn hættulegt í mörg ár  Margir mánuðir frá því að kallað var eftir úrbót- um vegna framkvæmda við tvöföldun vegarins  Undanþáguákvæði frá útboðsskyldu sagt vera í lögum ➤ Síðasta banaslysið á Reykja-nesbraut sunnan Hafn- arfjarðar varð 19. maí 2004 við Kúagerði. ➤ Kaflinn sem nú er verið aðtvöfalda er 12,2 kílómetrar að lengd og liggur frá Strand- arheiði að Njarðvík. REYKJANESBRAUT Framkvæmdir Að- stæður á Reykjanesbraut í janúar síðastliðnum. Mynd/Hilmar Bragi Þórður Snær Júlíusson thordur@24stundir.is FRÉTTASKÝRING Guðrún María Valgeirsdóttir, hreppstjóri Skútustaðahrepps, segir að það sé umhugsunarefni hvort ekki sé í fullmikið lagt að færa lág- marksíbúa- fjölda frá 50 manns upp í 100. Í Skútu- staðahreppi bjuggu 403 hinn 1. desem- ber 2007. Þrisvar hefur verið kosið um sameiningu í hreppn- um. Fyrst var kosið árið 1993, svo árið 2005 og síðast árið 2007. Í öll skiptin hefur sam- eining verið felld. Guðrún segir ljóst að fámennari sveitarfélög séu verr í stakk búin til að sinna sínum lögbundnu verkefnum en þau sem eru stærri. „Það er hins vegar ekki endilega þannig að sveitarfélög þurfi að samein- ast til að ráða við þessi verkefni. Mjög mörg sveitarfélög hafa með sér samstarf um skóla- þjónustu, heilsugæslu og fleiri verkefni. En ég fagna samt þess- ari umræðu, þetta er mál sem þarf að ræða.“ Skútustaðahreppur Sveitarfélög hafi samstarf Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, segir að eðlilegt sé að sameining sveitarfélaga verði á for- sendum sveitar- félaganna sjálfra. Tvisvar hefur verið kosið um sameiningu í Fljótsdalshrepp, árið 1993 og árið 2004. Í bæði skiptin var sameining felld með miklum meirihluta. Gunnþór- unn segist ekki telja að sýnt hafi verið fram á hver rétt stærð sveitarfélaga sé. „Það er enginn grundvallarmunur á 500 manna sveitarfélagi eða 1000 manna sveitarfélagi hvað varðar afkomumöguleika íbú- anna eða útvíkkun stjórnsýslu. Ég hefði viljað að það lægi bet- ur fyrir hver væru markmið með sameiningu sveitarfélaga og hver ávinningurinn sé. Ég held að sameining með vald- boði sé mjög slæm leið. Eins og staðan er í dag sé ég ekki annað en að við stöndum undir þeirri þjónustu sem okkur ber.“ Fljótsdalshreppur Sameining með valdboði slæm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.