24 stundir - 12.04.2008, Síða 42

24 stundir - 12.04.2008, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 24stundir 24spurningar Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Það eru svo margir og breytist á hverj- um degi. Hversdagshetja og pabba í dag og svo Wangari Maatahi nóbelsverðlauna- hafa. Kona sem stofnaði Greenbelt- hreyfinguna og var fyrsti umhverfisvernd- arsinninn sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2004. Hver er þín fyrsta minning? Pabbi að keyra með mig á Seyðisfjörð til Gunnu frænku í Willis-jeppanum. Ég svona tveggja, ansi roggin en þó smá beygur í hjarta. Mig minnir að unglings- frænkur hafi verið með; Kristrún, Nína og Auður. Man að fæturnir náðu ekki fram yfir sætið og að mér fannst það ekki smart. Hver eru helstu vonbrigðin hingað til? Dauðinn og annað léttmeti, s.s. ok- urvextir og stóriðjustefna, sem og aðrar heimskulegar ákvarðanir stjórnvalda. Hvað í samfélaginu gerir þig dapra? Græðgi. Leiðinlegasta vinnan? Ji, ég er svo mikil Pollýanna að það er fátt sem gerir mig leiða en ætli það séu ekki þrif ýmis konar en mér líður sjaldan betur en þegar það er búið. Uppáhaldsbókin þín? Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll en mamma mía hvað getur maður sagt. Það er svo mikið og margt sem hefur verið ritað sem er stórkostlegt. En ætli ég nefni ekki hér Birting eftir Voltaire og harm- sögu ævi minnar eftir Jóhannes Birkiland. Hvorutveggja góð lesning Hvað eldarðu hversdags, ertu góður kokkur? Mér finnst ótrúlega gaman að smakka eitthvað nýtt og búa til flókin og for- vitnileg brögð svo það er ekki mikið um ýsu með kartöflum en þeim mun meira af tilraunastarfsemi. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Dóttir Óla bróður, Sara Sigríður litla frænka mín. Við erum ansi líkar, hún er bara aðeins sætari. Að frátaldri húseign, hvað er það dýr- asta sem þú hefur fest kaup á? Fyrir utan listaverk eftir vini mína sem eru dásamleg þá eru það giftingarhringir. Jibbí. Mesta skammarstrikið? Þau eru svo mörg. Ætli þetta sé ekki allt eitt allsherjarskammarstrik Hvað er hamingja að þínu mati? Íslensk náttúra og fjölskylda mín. Hvaða galla hefurðu? Úps, hvar á ég að byrja? Óþolinmæði, góðir hlutir gerast hratt en ég verð að sætta mig við að flestir eru ósammála Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfi leikum, hverjir væru þeir? Að fá fólk til að sjá að náttúruvernd er dyggð. Hvernig tilfinning er ástin? Hún er lífið, kærleikurinn er lífið. Hvað grætir þig? Lífið. Hefurðu einhvern tímann lent í lífs- hættu? Örugglega oft, hef bara ekki tekið eftir því … að lifa er lífshættulegt. Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Lyklana að lífinu og fullt af dóti. Ról- una í stofunni hjá mér, listaverkin eftir vini mína og fagrar gjafir sem maðurinn minn hefur gefið mér. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Fyrir utan að fara í sund og labba á fjöll … láta hluti gerast og tónlist, tónlist, tónlist, tónlist, tónlist. Hverjir eru styrkleikar þínir? Löngun eftir því að láta hluti gerast og gera þá. Hvatvísi og endalaus forvitni. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lítil? Tónlistarkona, dýralæknir og fornleifa- fræðingur, allt þetta klassíska. Er gott að búa á Íslandi? Jebb … sérstaklega þegar vorið er á næsta leiti og þegar veturinn er storma- samur … æði. Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi einhvers? Svona andlega já en kannski ekki lík- amlega. Hvert er draumastarfið? Umhverfis-samhengis-þjóðhátta- mannfræði-arkitektagullsmiður Hvað ertu að gera núna? Bulla. Það er það skemmtilegasta í heimi … Margrét Vilhjálmsdóttir Margrét Vilhjálmsdóttir lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1994. Frumraun hennar var í söngleiknum Hárinu hjá Flug- félaginu Lofti þar sem hún fór með hlutverk Sheilu. Margrét hefur leikið margan kvenkost- inn og þekkt fyrir hárfín leik- tilþrif sín. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Mávahlátri, kvikmynd Ágústs Guðmundssonar, og um þessar mundir leikur hún hina þjáðu og ástlausu Önnu í Ívanov. a Ji, ég er svo mikil Pollýanna að það er fátt sem gerir mig leiða en ætli það séu ekki þrif ýmis konar en mér líður sjaldan betur en þegar það er búið. 24stundir/Golli 7 manna sjálfskiptur dísil sportjeppi...

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.