24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 1
24stundirföstudagur18. apríl 200874. tölublað 4. árgangur
Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500, opið: 10-18 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504, opið virka daga: 10-18 og laugard. 11-16
Enginn er betri
Violino
hágæða
leðursófar
Sigurður Valur Sigurðsson er
myndskreytir og hefur sér-
staklega gaman af því að teikna
fallega bíla, æðisleg tæki, eins og
hann orðar það. Ljótir bílar eru
ekki á teikniborðinu.
BÍLAR»36
Cezary Fijalkowski frá Póllandi er
öflugur stangveiðimaður og hefur
veitt ófáa fiska undanfarna daga
en hann veiðir helst á kvöldin,
t.d. í Þingvallavatni, þegar aðr-
ir veiðimenn fara heim.
Fiskinn Pólverji
VEIÐI»34
170% verðmunur
á Kornax-hveiti
NEYTENDAVAKTIN »4
Spánverjinn José Luís Iborte
Baque hefur eytt megninu af
ævinni á skólabekk. Fyrstu há-
skólagráðuna hlaut hann
nítján ára gamall og þá þrett-
ándu í síðasta mánuði, 82 ára
að aldri.
Iborte hefur meðal annars lagt
stund á nám í lögfræði, landa-
fræði, listasögu og skurðlækn-
isfræði. „Því meira sem maður
veit, því meðvitaðri verður
maður um hversu mikið er
enn ólært,“ segir Iborte, sem
ætlar næst að læra arabísku. aij
Þrettán gráða
öldungur
GENGI GJALDMIÐLA
SALA %
USD 75,15 1,41
GBP 149,69 2,27
DKK 16,04 1,20
JPY 0,73 0,37
EUR 119,70 1,20
GENGISVÍSITALA 153,10 1,33
ÚRVALSVÍSITALA 5.223,99 -0,40
»14
VEÐRIÐ Í DAG »2
5
7
4
6 6
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
Um 18 þúsund manns skiluðu ekki skattskýrslu í
fyrra. Á skattgrunnskrá á árinu 2007 voru um
253 þúsund manns og af þeim voru því um sjö
prósent sem ekki skiluðu skattskýrslu. „Það er
óviðunandi að það séu svona margir sem ekki
skila skattframtali,“ segir Skúli Eggert Þórðarson
ríkisskattstjóri.
Hlutfall þeirra sem ekki skila hækkar
Hlutfall framteljenda sem ekki skila skatt-
framtali hefur hækkað frá því að vera um 3,5
prósent árið 1994 og upp í 7 prósent í fyrra. Þeg-
ar skattframtali er ekki skilað þarf að áætla skatt
á viðkomandi. Skúli segir það alltaf vont að
þurfa að áætla skatt á einstaklinga. „Það skekkir
allar hagstærðir. Innheimta áætlaðra skattskulda
er líka alltaf erfiðari en ella og það má ekki
gleyma því að þetta er lögbundin skylda. Það er
líka mjög óþægilegt fyrir fólk að láta áætla á sig
því yfirleitt er áætlað meira á það en tekjur þess
eru og það kostar bara umstang og vandræði fyr-
ir fólk, sérstaklega ef þetta eru launþegar því þá
er haldið eftir skatti sem er kannski óþarflega hár
vegna þess að fólk hefur ekki skilað framtali.“
Skúli segir að farið hafi verið í átaksverkefni
nú í ár til að draga úr vanskilum á skattframtali.
„Við höfum auglýst betur nú en verið hefur
undanfarin ár hvernig eigi að skila skattfram-
tölum. Í öðru lagi höfum við tekið í notkun nýj-
an framtalsvef sem er notendavænni en áður var.
Í þriðja lagi reikna ég með að við munum fara
yfir málin og hugsanlega gera þeim viðvart sem
ekki hafa talið fram í byrjun júní.“
Oft um handvömm að ræða
Skúli segist ekki hafa skýringu á því hvers
vegna hlutfall þeirra sem ekki skila skattframtali
hafi hækkað undanfarin ár. „Í mörgum tilfellum
er það handvömm sem skýrir að skattframtali er
ekki skilað. Oft telur fólk sig hafa skilað en það
hefur eitthvað skort á staðfestingu þess í gegnum
netið. Einnig eru dæmi þess að fólk hafi sett
framtalsgerð í hendur annarra sem hafa svo af
ýmsum ástæðum ekki skilað framtalinu.“ Skúli
segir jafnframt að nýlega sé búið að gefa út leið-
beiningar um skattskil á tíu tungumálum til að
auðvelda útlendingum að skila skattskýrslum.
„Ein skýringin á fjölgun þeirra sem ekki skila er
fjölgun útlendinga sem eiga að telja fram hér á
landi og átta sig hreinlega ekki á því.“
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
18.000 skattskussar
FJÖLDI ÁÆTLAÐRA
Álagningarár
20.000
18.000
16.000
14.000
12.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
8,0%
7,0%
6,0%
5,0%
4,0%
3,0%
2,0%
1,0%
0,0%
Fjöldi Hlutfall af grunnskrá
‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07
Fjöldi áætlaðra Hlutfall áætlaðra
Áætla þarf skatta á þúsundir manna sem ekki skila framtali Hlutfallið fer hækkandi
Það gengur vel að sópa núna eftir að fór að hlýna en það gekk mjög illa framan af í frostinu,“ segir Axel Þor-
steinsson verkstjóri yfir götusópun hjá Íslenska gámafélaginu en félagið vinnur nú að því að sópa bæði götur og
gangstíga borgarinnar. „Það fer náttúrlega alltaf í gang þessi vorhreinsun á vorin en það er svakalegur skítur á
gangstéttunum því það er borinn svo mikill sandur á þær á veturna,“ segir hann. Sandurinn er meðal annars
hættulegur hjólreiðamönnum því að hjólin geta runnið til í lausum sandinum. Axel býst við að ljúka við að sópa
á miðvikudaginn í næstu viku, rétt passlega fyrir sumardaginn fyrsta.
Klára fyrir sumardaginn fyrsta
24stundir/hag
„Það er svakalegur skítur á gangstéttunum“
Kjartan Magnússon, stjórn-
arformaður Orkuveitu Reykjavík-
ur, segir að sérstakt félag verði
stofnað um byggingu virkjunar í
Djíbútí verði hún að
veruleika.
Félag stofnað
um virkjunina
»4
Erlendir ríkisborgarar fremja 17%
hegningarlagabrota á höfuðborg-
arsvæðinu, og hefur hlutfallið farið
úr 5% árið 2005. Hlutfall útlendra
íbúa á höfuðborgarsvæðinu hefur
á sama tíma hækkað úr
2,5% í 4%.
Fleiri erlendir
afbrotamenn
»5
Teiknar tæki