24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 29
24stundir FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 29
Það þarf ekki að leita langt yfir
skammt að gólfefnum því í Álfa-
borg fæst allt á gólfið á einum
stað, að sögn Kolbeins Öss-
urarsonar hjá Álfaborg. Fyrirtækið
Gólfefni Teppaland sameinaðist
nýlega Álfaborg og þar má því
finna mikið úrval af teppum,
dúkum og mottum ásamt flísum,
parketi og fleira. Kolbeinn segir
að parket og flísar séu alltaf vin-
sælar á gólfið en teppin séu að
koma sterk inn aftur. „Nú er líka
mikil aukning í gólfdúkum, sem
ég held að tengist efnahags-
ástandinu þar sem dúkar eru
ódýrari. Af flísum þá eru það
stórar flísar sem eru vinsælastar
og helst dökkar eða ljósar. Þessir
tveir litir hafa verið ráðandi í
nokkurn tíma og eru það enn.
Við bjóðum alltaf upp á eitthvað
nýtt en þetta er það sem fólk leit-
ar að og arkitektarnir benda á.
Við erum með alls kyns flísar í
öllum verðflokkum og stærðum,
allt frá litlum mósaíkflísum yfir í
stærstu gerðir af flísum,“ segir
Kolbeinn og bætir við að flísar
hafi orðið vinsælli aftur eftir að
gólfhiti varð algengari. „Gólfhiti
og flísar eiga afskaplega vel saman
því hitaleiðnin er svo góð í flís-
unum. Parketið aftur á móti ein-
angrar hitann ofan í gólfinu. Það
hefur helst verið talið flísunum til
foráttu að þær séu kaldar en þeg-
ar það er gólfhiti þá er gólfið
bæði fallegt og hlýtt.“
Kolbeinn segir að sumir hafi
sömu flísar innan- og utandyra.
„Í dag eru nánast allar flísar gegn-
heilar og þá er vatnsdrægnin lág í
þeim sem þýðir að það má nota
þær úti. Þess utan eru nánast allar
gólfflísar í dag orðnar frostheldar.
Þá er þetta bara spurning um yf-
irborðið, hvort þær séu sléttar eða
hrjúfar en oft eigum við sléttar og
hrjúfar af sömu gerð og þá er
hægt að vera með sama litinn
með mismunandi áferð.“
Í Álfaborg fæst allt á gólfið á einum stað
Dökkar og ljósar flísar vinsælastar
Álfaborg Með gólfhita eru flísar bæði smekklegar og hlýjar ásamt því að henta jafnt
innan- sem utandyra.
KYNNING
Gljúfrasteinn var reistur árið 1945
og arkitekt hússins var Ágúst
Pálsson. Húsið skal vera laust við
allt tildur, hafði Halldór sagt um
teikningu hússins. Afar sérstakt
þótti þegar Halldór lét byggja
sundlaug í garðinum enda lítil for-
dæmi fyrir slíku.
Oft var gestkvæmt á Gljúfrasteini
og er enn í dag í safni Halldórs
Laxness eftir að unnið var að end-
urbótum á húsinu.
Sveitasetur
laust við tildur
Til að skreyta heimili sitt á fallegan
og skemmtilegan hátt er stundum
nauðsynlegt að gefa sköpunargáf-
unni lausan tauminn og hugsa að-
eins út fyrir þennan hefðbundna
ramma. Af hverju er til dæmis
nauðsynlegt að hafa myndir í
myndarömmum? Þrátt fyrir að alls
kyns myndir séu vissulega fallegar
þá getur líka verið fallegt að hengja
tóma ramma á vegg, á skipulegan
hátt.
Að hugsa út
fyrir rammann
Nú er það ekki bara ríka fólkið í
Bandaríkjunum sem býr í glæsi-
legu húsnæði heldur líka hundar
þess. Fyrirtækið La Petite Maison
sérhannar lúxushundakofa utan
um gæludýrið sem kosta á bilinu
1,2 til 1,6 milljónir íslenskra króna.
Hér má sjá eitt slíkt sem fyrirsætan
Rachel Hunter lét byggja utan um
hundinn sinn, en húsið er nákvæm
eftirlíking af húsi í Miðjarðarhafs-
stíl.
Lúxushundakof-
ar á milljónir
Danskir Fataskápar
Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040
www.hirz lan. is
59.100
á miklu betra verði!
85.600
97.600
47.300
Hornskápur
Rennihurðir
82.300
Flex eru vandaðir fataskápar framleiddir í
Danmörku. Þeir eru fáanlegir í hvítu, eik,
kirsuber, hlyn og svarbrúnu (coffee).
Flex byggist á raðkerfi, 50 cm og 100 cm
einingum sem hægt er að raða saman að
vild.