24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir Í litlum íbúðum getur verið erf- itt að koma öllu fyrir á haganlegan hátt en samt þannig að íbúðin sé smekkleg. Í slíkum aðstæðum er það hálfgerð synd að taka stórt pláss undir rúmið sem einungis er notað nokkrar klukkustundir á sólarhring. Á Compact-living.com má finna lausn á þeim vanda en þar eru framleidd loft sem auðvelt er að koma fyrir í hvaða plássi sem er. Það þarf einungis að festa loftið á rétta staðinn og þá er það tilbúið undir notkun. Loftin eru til í alls kyns stærðum, allt frá einföldu svefnlofti yfir í stærri loft sem geta hentað vel til dæmis fyrir náttborð, stóla eða annað þess háttar. Loftið hentar sérstaklega vel í litlum íbúðum þar sem nauðsyn- legt er að hafa upphækkað rúm til að skapa meira pláss. Það merkilega við loftin frá Compact-living er að það skapast ekki sú tilfinning að verið sé að redda einhverju til að búa til meira pláss. Þvert á móti er loftið einkar smekklegt og fallegt. Stærri loftin líkjast mun frekar annarri hæð á íbúðinni en upphækkuðu rúmi og bæta því mun meira við íbúðina heldur en rúmplássi. svanhvit@24stundir.is Meira pláss í litlum íbúðum Önnur hæð á einfaldan hátt Smekklegt Einföld lausn sem kemur einkar vel út og plássið er mun meira. Hið svokallaða Little Moreton Hall minnir helst á kastala en það var byggt á 15. öld og er á Cheshire- svæðinu í Englandi. Húsið þykir eitt besta dæmið um slíkan bygg- ingarstíl í landinu og er í dag í eigu náttúruverndarráðsins National Trust. Húsið er friðað og þykir svo fagurt að því hefur verið líkt við piparkökuhús sem fært hefur verið beinustu leið úr ævintýri. Elstu hlutar hússins voru byggðir fyrir hinn auðuga landeiganda Sir Rich- ard de Moreton og var í eigu fjöl- skyldu hans í nærri fimm aldir. Byggingin er óreglulega byggð, með ósamhverfum framhliðum sem snúa út í hellulagðan hall- argarð fullan af stígum og hellum. Ævintýralegt piparkökuhús Enski arkitektinn Tom Ground er að byggja draumahúsið sitt í grennd við Cromer í Norfolk. Hér er um að ræða sannarlega nátt- úrulegt hús en þakið verður úr grasi og er byggt í brekku þannig að hluti hússins verður byggður undir henni. Regnvatn verður not- að í lagnir hússins og það verður hitað upp með jarðhita. Ground segir að hann hafi viljað búa í húsi sem hann hannaði sjálfur. Skipu- lagsyfirvöld á svæðinu eru afar ánægð með hönnun Grounds og hrósuðu henni í hástert þegar þau veittu byggingarleyfið. Regnvatn í lagnirnar Rými Hér er bara rúmið á loftinu. ef þú vilt hafa eitthvað öruggt í höndunum Snap-on er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á öflugum og traustum verkfærum fyrir öll svið iðnaðar. Snap-on er vörumerki fyrir þá sem gera miklar kröfur um gæði, endingu og áreiðanleika. Fagmenn treysta vörum frá Snap-on, hvort sem það er við flugvéla- og bílaframleiðslu, í byggingariðnaði eða á öðrum sviðum iðnaðar. Kynntu þér Snap-on vörurnar hjá Vélum & verkfærum, úrvalið er ótrúlegt. 85 ára reynsla og ánægja viðskiptavina tryggja gæðin. Snap On 4x30.ai 4/14/08 11:00:49 AM

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.