24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir HEKLA Laugavegi 172-174 · Sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is · Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranes · Ísafjörður · Reyðarfjörður · Reykjanesbær · Selfoss SIMPLY CLEVER FJÓRIR LÍTRAR Á HUNDRAÐIÐ. ÞAÐ ER STÖÐUGLEIKI Í ÞVÍ. Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is „Ég held að náttúruböð eigi mikla framtíð fyrir sér. Í skoðanakönn- unum meðal ferðamanna kemur fram að mikil eftirspurn er eftir náttúruböðum en þau eru aðeins í boði á fáum stöðum á landinu,“ segir Margrét Björk Björnsdóttir, ferðamálafræðingur í Staðarsveit. Hún fer fyrir hópi áhugamanna um að koma upp baðlóni og að- stöðu á Lýsuhóli á Snæfellsnesi. Nú þegar hefur verkefnið fengið eina milljón í styrk til þróunar- vinnu úr úthlutun styrkja til ferða- þjónustu í mótvægisaðgerðum rík- isstjórnarinnar. Þarf engin gerladrepandi efni Á Lýsuhóli er lind sem úr sprett- ur 60 gráða heitt ölkelduvatn, sem meðal annars er notað í sundlaug- ina á staðnum. Er hugmyndin að veita vatni þaðan í lónið, sem von- ast er til að geti tekið á móti um hundrað manns á dag. „Ölkelduvatnið er náttúrlega einstakt á marga vegu, t.d. hafa rannsóknir ítrekað sýnt að ekki lifi í því gerlar, svo það þarf ekki að setja í lónið nein gerladrepandi efni,“ segir Margrét og bætir við að vatnið á Lýsuhóli sé svipað og vatn- ið í Baden-Baden. „Svo er það talið gott til lækninga. Þeir sem hafa kynnst þessu vatni koma hingað ítrekað til að fá bót sinna meina, t.d. fólk með liðagigt og húðsjúkdóma,“ segir hún. Líta til jarðbaðanna við Mývatn Í námi sínu í ferðamálafræði í Há- skólanum á Hólum vann Margrét verkefni tengd jarðböðunum í Mý- vatnssveit. Segir hún þau verða tekin að nokkru leyti til fyrirmyndar við þróun hugmyndarinnar. „Við horfum dálítið þangað. Þar voru það líka íbúarnir sem tóku sig saman og er mjög sniðugt hvaða pól þau tóku í hæðina, gerðu þetta bara ódýrt en smekklegt.“ Gömul hugmynd en lítið gert „Búið er að tala um að gera eitthvað gáfulegt við vatnið á Lýsuhóli síðan ég man eftir mér og nokkrum sinnum var farið af stað með hugmyndir en aldrei klárað. Þegar styrkir til ferða- mála voru auglýstir kom þessi hug- mynd aftur upp. Boðað var til fundar í sveitinni og stór hluti íbúa mætti. Allir voru mjög áhugasamir og var ákveðið að slá til,“ segir Margrét. Verður nú hafist handa við undirbúning verkefn- isins, t.d. gerð viðskiptaáætlunar og kostnaðargreiningar. Ef allt gengur að óskum ætti að vera hægt að baða sig í lóninu innan fárra ára. Áhugi á ölkeldu- baðlóni á Lýsuhóli  Áhugahópur stendur að uppbyggingu baðlóns á Snæfellsnesi  Fengu milljón til að þróa verkefnið  Mikil eftirspurn eftir náttúruböðum, segir ferðamálafræðingur ➤ Ölkelduvatn er kolsýrt vatnog er oft í því mikið kalk og járn. Það er oft grænt á lit vegna gróðurs sem í því myndast. ➤ Auk þess að vera gott viðýmsum húðsjúkdómum og fleiri krankleikum er ölkeldu- vatn talið heilsubætandi sem neysluvatn. T.d. er það talið gott fyrir nýrnasjúklinga, kransæðasjúklinga og þá sem þjást af sykursýki. ÖLKELDUVATNSkessuhorn/Haukur Þórðarson Bað Baðstaðir á Lýsuhóli gætu tvöfaldast á næstunni. Frumvarp til laga um op- inbera háskóla verður rætt á opnu málþingi sem stúd- entaráð Háskóla Íslands stendur fyrir á Háskólatorgi klukkan 11 í dag. Í frumvarpinu er að finna ýmsar breytingar á stjórnsýslu skólans og t.d. lagt til að fækk- að verði stúdentum í há- skólaráði. Hvetur stúdentaráð námsmenn til að fjölmenna og ræða stefnu háskólans. þkþ Lög um háskóla Opið málþing á Háskólatorgi Hið nýstofnaða félag Bernsk- an ehf. hefur keypt beituverk- smiðjuna í Súðavík, sem fram- leiðir pokabeitu fyrir línubáta. Áætlað er að starfsemin hefjist eftir helgi en framleiðslan hef- ur legið niðri frá því í desem- ber sl., skv. BB. Er þar haft eft- ir Ómari Má Jónssyni, sveitarstjóra Súðavík- urhrepps, að hann hafi heyrt að stefnt sé á að setja á tvær vaktir og því gætu starfsmenn verksmiðjunnar orðið allt að átta. þkþ Verksmiðja í Súðavík Hefja aftur framleiðslu STUTT ● Gegnumlýsing Flugvernd- ardeild Flugstoða hefur fengið bifreið sem útbúin er gegn- umlýsingarbúnaði. Verður bíll- inn staðsettur á Reykjavík- urflugvelli og nýttur til gegnumlýsingar á farangri millilandafarþega á leið frá landinu. Öryggisvörður verður inni í bifreiðinni við tölvuskjá sem sýnir innihald farangursins er í gegnum bílinn fer. Bíllinn er af gerðinni Izusu en gegn- umlýsingarbúnaðurinn er framleiddur hjá Control Screening í Bandaríkjunum. þkþ Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur hafið tilraunir með framleiðslu á bjór sem að öllu leyti er gerður úr íslenskum hráefnum. Fram til þessa hefur bjór sem framleiddur er hér á landi verið bruggaður að mestu leyti úr innfluttu korni en nýi bjórinn mun verða bruggaður úr íslensku byggi sem jafnframt er maltað hér á landi. Byrjað að brugga í næstu viku Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeist- ari hjá Ölgerðinni, segir að bjórgerðin sé tengd verkefninu Bygg til manneldis sem Matís, Landbúnaðarháskólinn og byggbænd- ur standa að ásamt Ölgerðinni. „Við stefnum að því að leggja í næstu viku. Lögunin tekur um það bil þrjár vikur og að þeim tíma liðnum munum við sjá hvernig tekist hefur til. Ef vel tekst til með brugg- unina þá verður tekin ákvörðun í framhald- inu um hvort við förum að framleiða þennan bjór. Það mun hins vegar ekki gerast fyrr en á næsta ári vegna þess að okkur vantar meira bygg til þess,“ segir Guðmundur. Þarf að reisa verksmiðjuhúsnæði Að sögn Guðmundar þarf að reisa verk- smiðjuhúsnæði svo hægt sé að fara í mikla framleiðslu á möltuðu byggi. „Gallinn við þessa framleiðslu er sá að það næst ekki mikil hagkvæmni í framleiðslunni því það er kostnaðarsamt að malta byggið í svona litlum mæli. Ég sé fyrir mér að þetta gæti orðið árstíðabundin vara, gæðabjór í hærri verðflokki.“ freyr@24stundir.is Ölgerðin gerir tilraun með notkun á íslensku hráefni til bjórgerðar Brugga nýjan alíslenskan bjór Bjór Ölgerðin ætlar að brugga alíslenskan bjór í tilraunaskyni

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.