24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
5
2
8
VÍÐA UM HEIM
Algarve 16
Amsterdam 10
Alicante 16
Barcelona 13
Berlín 6
Las Palmas 20
Dublin 7
Frankfurt 10
Glasgow 8
Brussel 9
Hamborg 6
Helsinki 9
Kaupmannahöfn 9
London 8
Madrid 13
Mílanó 12
Montreal 22
Lúxemborg 7
New York 12
Nuuk 0
Orlando 19
Osló 9
Genf 6
París 10
Mallorca 16
Stokkhólmur 7
Þórshöfn 6
Suðlæg átt, 3-8 m/s norðan- og austanlands
og bjart veður. Hægviðri og léttskýjað víðast
hvar.
Hiti 5 til 12 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
5
7
4
6 6
Hægviðri
Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjart
veður, en smáskúrir á stöku stað sunnantil á
landinu. Hætt við þokulofti við sjávarsíðuna.
Hiti 2 til 8 stig, hlýjast á Suðvesturlandi, en
víða næturfrost inn til landsins.
VEÐRIÐ Á MORGUN
5
6
3
5 6
Smáskúrir
Sigrún Jónsdóttir, formaður
Flugfreyjufélags Íslands, er undr-
andi yfir því að félaginu hafi ekki
borist fundarboð frá ríkissátta-
semjara í kjaradeilu flugþjóna og
flugfreyja hjá Icelandair í gær. Segir
hún staðið hafa til að félagið
fundaði með fulltrúum Icelandair í
húsnæði ríkissáttasemjara í fyrra-
dag en þeim fundi hafi verið frest-
að. Á fundi félagsins í fyrrakvöld
var samþykkt að hefja undirbúning
verkfalls og bendir Sigrún á að
komi til þess hafi það mikil áhrif.
Félag íslenskra atvinnuflug-
manna fundaði með fulltrúum Ice-
landair í húsi ríkissáttasemjara frá
kl. 11 í gær og var fundi ekki lokið
þegar blaðið fór í prentun. mbl.is
Kjaradeila flugáhafna hjá Icelandair
Enn hefur ekkert
fundarboð borist
„Ég er mjög ánægður með undirtekt-
irnar,“ segir Magnús Kristinsson, út-
gerðarmaður Í Vestmannaeyjum, sem
ásamt fleiri Eyjamönnum stóð að söfnun
undirskrifta gegn fyrirhugaðri byggingu
ferjulægis í Bakkafjöru, sem afhentar
voru Kristjáni Möller samgöngu-
ráðherra í gær. Vill hópurinn að hafinn
verði undirbúningur að byggingu á öfl-
ugri, hraðskreiðri Vestmannaeyjaferju
auk stórskipahafnar við Eiðið.
Alls skrifuðu 3172 undir, þar af 1542 bú-
settir í Eyjum, eða 38,2% skráðra íbúa í Vestmannaeyjum. Segir Magn-
ús að kannað hafi verið hversu margir þeirra sem skrifuðu undir hafi
verið yfir átján ára aldri og hafi þá komið í ljós að 1289 af Vest-
mannaeyingunum á undirskriftalistunum voru yfir átján ára. Þar með
tóku 42,8% kosningabærra Eyjamanna þátt í mótmælunum, sem
hópnum þykir skýr krafa um að áform um byggingu ferjulægis verði
afturkölluð. mbl.is
Yfir 3000 undirskriftir
Hringt var í konu í Árnessýslu í
fyrrakvöld, henni tilkynnt að hún
hefði unnið vinning og þuldar
upp ýmsar persónuupplýsingar
um hana. Á endanum var hún
beðin að staðfesta kortanúmerið
sitt, sem hún gerði, en fékk svo
bakþanka og lét loka kortinu svo
enginn skaði hlaust af. mbl.is
Kortasvindl
reynt í síma
Nýr kjarasamningur milli VR/
LÍV og FÍS, Félags íslenskra stór-
kaupmanna, var undirritaður í
gær með fyrirvara um samþykki
beggja samningsaðila. Saming-
urinn er sambærilegur og með
sama gildistíma og kjarasamn-
ingur VR/LÍV og Samtaka at-
vinnulífsins. Sérstök launatrygg-
ing er þó fyrir það starfsfólk sem
var í starfi hjá sama atvinnurek-
anda þann 1. október 2006, að því
er segir í fréttatilkynningu frá
FÍS. Verði samningurinn sam-
þykktur tekur hann gildi frá 1.
febrúar 2008.
ibs
Nýr kjarasamningur við VR
Eftir Ægi Þór Eysteinsson
aegir@24stundir.is
Þeir sem eiga lögheimili í Reykjavík
hafa forgang í gistiskýli Reykjavík-
urborgar við Þingholtsstræti 25, en
þar er pláss fyrir sextán útigangs-
menn í gistingu yfir nóttina.
„Þetta úrræði er rekið af mann-
gæsku og við tökum við öllum eins
lengi og húsrúm leyfir. Gistiskýlið
er engu að síður félagsþjónusta
sem rekin er af Reykjavík og er því
ætluð fyrir íbúa þess sveitarfélags,“
segir Sigtryggur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar
Miðborgar og Hlíða.
Hleypt inn rétt fyrir lokun
Almenna reglan sem gildir í gist-
iskýlinu er sú að fyrstur kemur,
fyrstur fær. Hins vegar eru útlend-
ingar sem ekki eiga lögheimili í
Reykjavík og utanbæjarmenn látn-
ir bíða eftir plássum fram að lokun,
svo þeir taki ekki upp pláss sem
ætluð eru Reykvíkingum, en út-
lendingum hefur fjölgað töluvert í
hópi útigangsmanna undanfarið.
Sigtryggur segist þekkja dæmi um
að mönnum hafi verið vísað frá
vegna þess að þeir eigi ekki lög-
heimili í Reykjavík.
„Reykvíkingar hafa forgang í
gistiskýlið en fólkið sem þarna
vinnur þekkir flesta mennina sem
þangað koma og veit hvaðan þeir
eru. Þegar nýr einstaklingur kemur
getur verið erfitt að sannreyna
hvaðan hann er. Viðkomandi er
spurður við komuna hvaðan hann
sé, en starfsfólk í skýlinu hefur ekki
aðgang að þjóðskrá til að fletta
honum upp. Ef hann er ekki Reyk-
víkingur verður hann að bíða og
fyllist gistiskýlið þá er honum vísað
frá.“
Mönnum vísað frá daglega
Færri komast að en vilja í gist-
iskýlinu og nánast daglega þarf að
vísa mönnum frá. Velferðarsvið
Reykjavíkurborgar tilkynnti á dög-
unum að til stæði að fjölga þar gisti-
rýmum úr sextán í tuttugu, en sam-
kvæmt heimildum 24 stunda á
byggingafulltrúi Reykjavíkur enn
eftir að veita samþykki sitt fyrir
breytingunni, en hún felst í að breyta
setustofu sem mennirnir hafa haft
aðgang að í svefnherbergi fyrir fjóra.
Reykvíkingar
fram fyrir röð
Reykvíkingar hafa forgang í gistiskýli borgarinnar við Þingholts-
stræti Útlendingum og utanbæjarmönnum er vísað frá verði fullt
Færri komast að en
vilja Nánast daglega þarf
starfsfólk gistiskýlisins
að vísa frá mönnum
vegna plássleysis.
➤ Velferðarsvið Reykjavík-urborgar telur að heim-
ilislausir í borginni séu um
fjörutíu til sextíu talsins.
➤ Geðhjálp telur að á annaðhundrað geðsjúklingar séu á
vergangi í borginni.
➤ Aðrir telja að fjöldi heim-ilislausra í Reykjavík sé um
tvö hundruð talsins.
HEIMILISLAUSIR
STUTT
● Taprekstur Tap Ríkisútvarps-
ins ohf. á reikningsárinu frá 1.
apríl til 31. ágúst í fyrra nam
rúmum 108 milljónum króna.
Fram kom í fréttum Útvarps-
ins, að þetta skýrist m.a. af því
að ákveðið var að gjaldfæra
biðlaun, rúmar 142 milljónir, á
þessu tímabili. Án biðlauna var
hagnaður rúmar 34 milljónir.
● Mengunarslys Við þrif á
kæli í verslun Nóatúns í
Hamraborg í gær blandaðist
klór við hreinsiefni og mynd-
uðust gufur og klórlykt. Alls
fóru fimm starfsmenn á slysa-
deild í skoðun eftir að hafa
fundið fyrir eymslum í hálsi.
Allir fengu að fara heim.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Orkuveita Reykjavíkur (OR) má
ekki eiga meira en þrjú prósent í
Hitaveitu Suðurnesja (HS) sam-
kvæmt ákvörðun Samkeppniseftir-
litsins. OR á nú þegar um 16,6 pró-
senta hlut í félaginu og hefur gert
samninga um að kaupa 14,65 pró-
sent til viðbótar af Hafnarfjarð-
arbæ. Samkvæmt heimildum 24
stunda fær OR frest til 1. október
næstkomandi til að gera breytingar
á eignarhaldi sínu í samræmi við
úrskurð Samkeppniseftirlitsins.
Þurfa samt að kaupa hlutinn
Hafnfirðingar gerðu samning
við OR um að selja þeim 14,65 pró-
sent síðastliðið sumar. Salan átti að
eiga sér stað 10. mars síðastliðinn
en hefur dregist þar sem OR hefur
haldið því fram að fyrirtækið væri
ekki bundið af kaupsamningnum
ef hann stangaðist á við samkeppn-
islög. Stefán Geir Þórsson, lögmað-
ur Hafnarfjarðarbæjar, segir niður-
stöðuna þó vera þá að OR beri að
efna hann. „Orkuveitunni ber að
greiða umsamið verð, 7,6 milljarða
króna, fyrir þennan hlut í Hitaveitu
Suðurnesja með dráttarvöxtum frá
10. mars.“ Dráttarvextir eru um
fimm milljónir á dag og eru því
komnir upp í um 200 milljónir
króna. Hjörleifur Kvaran, forstjóri
OR, segir að heildarniðurstaðan
komi honum ekki á óvart en að
Samkeppniseftirlitið meinar OR að eiga meira en þrjú prósent í HS
OR þarf að selja í Hitaveitunni
honum finnist takmörkun við
þriggja prósenta eignarhlut vera
langt undir því sem hann átti von
á. thordur@24stundir.is