24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir MEINDÝR OG VARNIR Húsflugan er 5-8 mm að stærð. Hún verður kynþroska eftir 7-14 daga og verpir allt að 130 eggjum í varpi. Líftími hennar er frá 30 dög- um til 5 mánaða. Frambolur húsflugunnar er grár með svörtum langröndum og aft- urbolur er mógulur með flekkjum sem breyta um lit eftir því hvernig birtan fellur á hann. Ein langæðin í vængjum er krókbogin. Augun eru dökkrauð. Lirfan er hvít eða gulleit og verður 11-13 mm að lengd. Hún er hálfgagnsæ, gildust aftast en mjókkar fram. Húsflugur hafa rana í stað munns sem sogar næringuna upp. Þær hrækja fyrst meltingarsafa til að leysa upp efni í fæðu, saur eða sorpi. Þær dreifa sýklum þegar þær setjast á matinn því um leið og þær fljúga upp skíta þær þeim efnum sem þær sugu síðast en það gæti verið hundaskítur fyrir utan hjá þér eða eitthvað frá öskuhaugunum. Hús- flugan getur ferðast allt að 20 km frá þeim stað þar sem hún klekst út. Samkvæmt upplýsingum frá Al- þjóðaheilbrigðisstofnuninni er talið að á síðasta ári hafi 1,2 milljónir manna látist af völdum húsflug- unnar. Flugan ber með sér bakteríur og sjúkdóma eins og mislinga, skar- latssótt, taugaveiki, berklaveiki, svartadauða, blóðkreppusótt, lister- iu, campylobacter, salmonellu, cycospora, cryptospoidium, E-coli 057 o.fl. Ef fólk vill losna við húsfluguna úr híbýlum sínum er öruggasta ráð- ið og það besta að láta mein- dýraeyði úða fyrir henni sem og öðrum flugum sem hrjá fólk. Best er að gera það strax og menn verða varir við húsfluguna á vorin til að stoppa varp hennar og næstu kyn- slóðar. Þá er líka hægt að sníða flugnanet í opnanleg fög í gluggum til að varna flugum inngöngu í hí- býli manna. Það má aldrei úða í mykjuhauga eða inni í gripahúsum með dýrin inni og yfirleitt á alls ekki að úða með skordýraeitri þar. Fólk sem þarf að fá meindýraeyði skal óska eftir að fá að sjá starfs- skírteini gefið út af Umhverf- isstofnun og eiturefnavottorð útgef- ið af sýslumanni/lögreglustjóra. Einnig er mikilvægt að vita hvort meindýraeyðirinn hefur starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfélagi. Ef viðkomandi er félagi í Félagi meindýraeyða þá er fagmaður á ferð. Lesendum 24 stunda er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið hér að neðan: gudmunduroli@simnet- .is. Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir, 2004. 24stundir/Ásdís Flugur bera með sér bakteríur og sjúkdóma Húsfluga (Musca domes- tica) telst til tvívængja en 85 þúsund tegundir tví- vængja eru þekktar í heiminum í dag. Hús- flugan er útbreidd um all- an heim. Sökum aðlög- unarhæfni er hún talin ein af fjórum hættuleg- ustu meindýrunum sem lifa á jörðinni í dag. Um 360 tegundir hafa fundist hér á landi. Leiðindaflugur Þá er líka hægt að sníða flugnanet í opnanleg fög í gluggum til að varna flugum inn- göngu í híbýli manna. Guðmundur Óli Scheving skrifar Húsflugan getur borið sýkla í matinn Tryggingafyrirtækið Allianz er eitt þeirra fyrirtækja sem taka þátt í sýningunni Verk og vit sem nú stendur yfir. Þar munu verða kynntar líf- og slysatryggingar, við- bótarlífeyrissparnaður og aukalíf- eyrissparnaður sem í boði er hjá fyrirtækinu, en Allianz býður tryggingar sem henta verktökum afar vel. Stórt öryggisnet „Iðnaðarmenn og verktakar eru oft einyrkjar og því enginn sem borgar launin þeirra ef þeir slasa sig. Við bjóðum sérstaka sparnað- arleið fyrir slíka aðila sem felur í sér tryggingu þannig að þeir geta þá fengið allt að fimmföldun grunnörorkubóta lendi þeir í slysi og endurgreitt iðgjald hvort sem bætur hafa verið greiddar út eða ekki. Við getum veitt iðn- aðarmönnum og verktökum öflugt öryggisnet bæði fjárhagslega og tryggingalega séð og er nauðsyn- legt að vera með bakhjarl eins og Allianz ef slys ber að höndum. Í slíkum tilfellum borgum við slysa- bætur sem koma þá í stað launa og bætur meðan á spítalavist stendur. Eins er gott að vita af því að fjöl- skyldan sé í góðum höndum ef al- varlegt slys verður og varanleg örorka verður afleiðing slyssins,“ segir Eyjólfur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Allianz. Í 77 þjóðlöndum Tryggingafélagið Allianz var stofnað í Berlín þann 5. febrúar 1890 en félagið er stærsta trygg- ingasamsteypa veraldar með starf- semi í 77 þjóðlöndum, 160 þúsund starfsmenn og um 60 milljónir við- skiptavina. Allianz opnaði skrif- stofu á Íslandi í nóvember 1994 og býður nú Íslendingum líf- og slysa- tryggingar í gegnum Allianz Leben og Allianz Versicherung í Stuttgart. maria@24stundir.is Öflugt öryggisnet Tryggingakjör sniðin að þörfum verktaka Allianz Getur veitt iðn- aðarmönnum og verk- tökum öflugt öryggisnet og það er nauðsynlegt að vera með bakhjarl eins og Allianz ef slys ber að höndum. Stundum getur verið erfitt að átta sig á hvernig hægt er að breyta til heima hjá sér, enda verður maður samdauna ástandinu eftir stuttan tíma. Veggirnir geta til dæmis verið til trafala því ekki treysta allir sér til að veggfóðra þótt þeir séu orðnir leiðir á máluðum veggjum. Eins og sjá má hér að ofan þar sem landa- kort eru notuð til skreytingar, er ýmislegt sem má gera ef ímynd- unaraflið er notað. Veggur þakinn landakortum Nú er í byggingu hinn stjarn- fræðilega hái skýjakljúfur Doha sem verður 437 m á hæð, en bygg- ingin verður einn af Dubai- turnunum svokölluðu.Turninn er nefndur eftir hverfinu sem hann stendur í en áætlað er að ljúka byggingu hans árið 2010. Í turn- inum verða 84 hæðir og þar verður meðal annars starfrækt 225 her- bergja fimm stjörnu lúxushótel, verslanir og skrifstofur. Skýjakljúfur með 84 hæðum Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is Gel/ethanOl aRineldStæði í SumaRbúStaðinn eða heimilið. ReyKlauS OG lyKtaRlauS byltinG í SVefnlauSnum tilbOðSdaGaR - VaxtalauS lán í 6 mánuði 55 ára Húsgagnavinnustofa rH Frí legugreining og fagleg ráðgjöf um val á heilsudýnum. 20-50% afSláttuR

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.