24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 42
Leikstjóri: Craig Mazin Aðalhlutverk: Drake Bell og Sara Paxton Superhero Movie Kvikmyndir viggo@24stundir.is Superhero Movie er enn ein myndin í flokki „spoof“-mynda þar sem tilgangurinn er að gera grín að öðrum bíómyndum. Eins og nafnið gefur til kynna er skot- spónninn ofurhetjumyndir á borð við Spiderman, X-Men, Fantastic Four og fleiri í þeim dúr. Myndin segir frá unglingnum Rick Riker sem öðlast ofurkrafta eftir að hann er bitinn af erfðabreyttri dreka- flugu. Með sínum nýju of- urkröftum reynir hann að vinna hjarta stúlkunnar og sigra illmenni sem kallar sig Stundaglasið. Gallinn við Superhero Movie líkt og margar fyrri spoof-myndir er sá að myndin er í raun veru ekk- ert fyndin. Myndin samanstendur af röð aulabrandara þar sem eng- um er hlíft og ekki einu sinni Stephen Hawking fær flúið háðið. Superhero Movie má þó eiga það að hún er skárri en Epic Movie en það er í sjálfu sér ekkert hrós. Það er svona álíka og að vera valinn vinsælasti sturtufélaginn í þétt- setnu suðuramerísku fangelsi. Þetta er bara alls ekki fyndið 42 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Það eru eitthvað um 200.000 manns sem spila leikinn að staðaldri, þetta er því um 200.000 manna samfélag. Íslendingar eru 300.000 og við höfum okkar sögu og allt það. Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Það sem er aðallega athyglisvert er í raun og veru að hafa svona sam- félag til að prófa hluti í, áður en þú ferð með þá út í alvöru samfélag,“ segir Pétur J. Óskarsson, MA-nemi í heimspeki við Háskóla Íslands, sem vinnur um þessar mundir að lokaverkefni sínu. Lokaverkefnið hans snýst um tölvuleikinn EVE Online, nánar tiltekið hvernig inn- leiðing á lýðræði gengur fyrir sig í leiknum. Stafræn tilraunastofa Pétur er ekki ókunnur EVE On- line því hann hefur unnið hjá CCP um nokkurra ára skeið og á því auðvelt með að nálgast viðfangs- efnið. Hann segir að með því að skoða fyrirhugaða innleiðingu lýð- ræðis í EVE Online með akadem- ísku hugarfari sé hægt að verða margs vísari og jafnvel hægt að draga ályktanir um hvernig álíka innleiðing myndi ganga fyrir sig í hinum raunverulega heimi. „Þetta er vinkillinn sem ég vil taka á þetta. Að nota þessa inn- leiðingu lýðræðis til þess að skapa svona tilraunastofu til þess að sjá hvernig hugmyndir bregð- ast við og hvort þær lifa af í EVE.“ Saga EVE Online Sagnfræðinem- inn Markús Andri Gordon Wilde vinnur einnig að verkefni í tengslum við EVE Online. Markús veltir því hins veg- ar fyrir sér í verkefni sínu hvort það sé rétt að skrifa sögu þeirra sem spila tölvuleiki. „Það eru eitthvað um 200.000 manns sem spila leikinn að stað- aldri, þetta er því um 200.000 manna samfélag. Íslendingar eru 300.000 og við höfum okkar sögu og allt það. Hefur þetta samfélag enga þörf fyrir að hafa sögu sína skráða? Það er rann- sóknarspurningin.“ Mark- ús segir þó að hann sé ekki að fara að skrifa sögu EVE On- line heldur hyggst hann einungis at- huga hvort sú sögurit- un eigi rétt á sér. Háskólanemar sýna EVE Online aukinn áhuga EVE tilraunastofa fyrir lýðræðið ➤ EVE Online var fyrst gefinn út6. maí árið 2003 og þremur árum síðar í Kína. ➤ Um síðastliðin áramót voru220.000 virkir þátttakendur í leiknum og 45.000 virkir prufuaðgangar. EVE ONLINE Íslenski tölvuleikurinn EVE Online hefur vakið athygli víða um heim en um 200.000 manns spila leikinn að staðaldri. Nú eru íslenskir fræðimenn farnir að sýna leiknum áhuga og vilja rýna nánar í ýmsa þætti hans. Vagga lýðræðisins? Innan skamms verður lýðræðið innleitt í EVE Online og Pétur fylgist grannt með. Aðdáendur rokk- tónlistar ættu að taka frá kvöldið í kvöld því hljómsveitin Slugs, með Sindra Eldon, son Bjarkar Guð- mundsdóttur, í fararbroddi mun halda tónleika á ölkelduhúsinu Kaffi Rót í kvöld klukkan 22.30. Hljómsveitin Fist Fokkers mun hita upp og steyta hnefa að hætti hússins. Hljómsveitin Slugs spilar hresst rokk með pönk-skotnu ívafi og þykir bjóða af sér góðan þokka á sviði sem á gólfi. Væntanleg er fyrsta breiðskífa piltanna en kvartettinn stendur í samninga- viðræðum við Smekkleysu um út- gáfu afurðar sinnar. Ókeypis er inn og ekkert aldurstakmark. Slugs með tónleika í kvöld MYNDASÖGUR Aðþrengdur Afsakið að ég er til! ÉG HEI T I EDDI , OG Á VIÐ ALKALÍ VANDAMÁL AÐ STR ÍÐA. SORRY! RÓSIRNAR VORU BÚNAR. Bizzaró Hver pantaði kalkúnasamloku? AA FUNDUR Ég! OK, hver pantaði hakkaða lifur? Pétur Óskarsson Beitir heimspekinni á EVE Síðumúla 3 · Sími 553 7355 Hæðasmára 4 · Sími 555 7355 undirföt A-FF skálar Verð: Bh 5.500 kr. Boxer 3.100 kr. teg. Golden Martina - glæsilegur "push up" með aukapúðum í BCD skálum á kr. 4.470,- teg. Golden Martina big - sömuleiðis mjög glæsilegur fyrir stærri dömuna í CDEFG skálum á kr. 4.885,- Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 ÐI Ð AL B U N NI V T A atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.