24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 5

24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 5
Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Útlendingar voru 17% kærðra ein- staklinga vegna hegningarlagabrota á höfuðborgarsvæðinu árið 2007, og hefur hlutfallið vaxið úr 5% frá árinu 2005. Á sama tíma hefur hlutfall erlendra íbúa á höfuðborg- arsvæðinu farið úr 3,4% í 4%. Hlutfall útlendinga á höfuð- borgarsvæðinu hefur því hækkað um 18%, en hlutur útlendinga af öllum brotamönnum um 240%. Þetta er meðal þess sem Rann- veig Þórisdóttir, félagsfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, fjallar um í fyrirlestri um afbrot útlendinga á ráðstefnu sem fer fram í Salnum í Kópavogi í dag. Rannveig setur þann fyrirvara við túlkun upplýsinganna að að- eins sé um að ræða þau afbrot sem lögreglan hefur vitneskju um. Eru mest í auðgunarbrotum Rannveig segir samsetningu af- brota vera frekar svipaða hjá Ís- lendingum og útlendingum á höf- uðborgarsvæðinu. Þó sé hlutfall auðgunarbrota nokkru hærra hjá útlendingum en hjá Íslendingum, og hlutfall ofbeldisbrota einnig ör- litlu hærra. „Það er oft spurt að því hvort þessi aukning í brotum útlendinga stafi af brotum ferðamanna,“ segir Rannveig. „Það má vel vera að svo sé í einhverjum brotaflokkum. En við sjáum ekki að það séu miklar breytingar á hlutfalli kærðra með lögheimili erlendis.“ Um 80% út- lendinga sem kærðir eru fyrir af- brot á höfuðborgarsvæðinu eru með lögheimili á Íslandi, segir Rannveig, og hlutfallið hefur ekki breyst mikið síðustu ár. Hún segir að þegar horft er til kynjadreifingar sé nánast enginn munur á afbrotum Íslendinga og útlendinga. Hins vegar sé nokkur munur þegar horft er til aldurs- dreifingar: „Flestir Íslendingar eru 15 til 24 ára þegar þeir eru kærðir, en erlendir ríkisborgarar flestir 25 til 34 ára.“ Sama hlutfall síafbrotamanna Þá segir Rannveig að hlutfall er- lendra ríkisborgara á höfuðborgar- svæðinu með fleiri en þrjú afbrot á bakinu sé nokkurn veginn hið sama og hlutfall Íslendinga með fleiri en þrjú afbrot á bakinu, og hafi ekki breyst á síðustu árum. Líklegt er að sú staðreynd að meðal útlendinga sem flust hafa hingað til lands að undanförnu er lítið um gamalt fólk og börn skýri að einhverju leyti hvers vegna hlut- ur útlendinga í afbrotatölum á höf- uðborgarsvæðinu hefur aukist þetta mikið, segir Rannveig. Þá geti verið að aukin umræða um afbrot útlendinga hafi orðið til þess að betur sé fylgst með þeim, og þeir frekar kærðir. „Einu sinni var alltaf horft á börnin í verslunum, en núna er alltaf horft á útlend- ingana. Það þarf auðvitað að hafa atriði sem þessi í huga þegar svona tölur eru túlkaðar,“ segir Rannveig. Fleiri erlendir afbrotamenn  Útlendingar fremja 17% brota á höfuðborgarsvæðinu  Hlut- fallið farið úr 5% árið 2005  Erlendir íbúar eru 4% íbúa á svæðinu ➤ Árið 2007 frömdu útlend-ingar 17% hegning- arlagabrota sem framin voru á höfuðborgarsvæðinu. Hlut- fallið hefur aukist úr 5% árið 2005. ➤ Á sama tíma hefur hlutfall er-lendra ríkisborgara á höf- uðborgarsvæðinu farið úr 3,4% í 4%. AFBROT ÚTLENDINGA 24stundir/Valdís Túlkar afbrotatölur Rannveig Þór- isdóttir er félagsfræðingur hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. 24stundir FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 5 Verði samninganefnd Flug- freyjufélags Íslands ekki boðuð til vinnufundar með samninganefnd Icelandair fyrir helgina munu trúnaðarráð og kjörstjórn koma saman til að ákveða hvernig at- kvæðagreiðsla um verkfall eigi að fara fram, að sögn Sigrúnar Jóns- dóttur, formanns félagsins. Lagt var til á félagsfundi Flug- freyjufélagsins í fyrrakvöld að samninganefnd hæfi nú þegar undirbúning að boðun verkfalls. „Viðræður við viðsemjendur hafa staðið yfir síðan í nóvember síðast- liðnum og hafa þær engan árangur borið,“ segir Sigrún. Hinn 28. mars síðastliðinn var deilunni vísað til ríkissáttasemjara. „Við förum fram á að fá sömu krónutöluhækkun á taxta og þeir fengu sem sömdu í febrúar síðast- liðnum, það er stóru félögin innan ASÍ, eða 21 þúsund krónur. Við er- um á hreinum töxtum,“ greinir Sigrún frá. Hún segir hagfræðinga ASÍ hafa reiknað út að flugfreyjur og flug- þjónar hafi setið eftir í launaskriði, eins og iðnaðarmenn og verslunar- menn. „Við höfum ekki fengið launa- hækkun síðan 2. janúar 2007 sam- kvæmt útreikningum ASÍ.“ Að sögn Sigrúnar er samninga- nefndin ekki tilbúin til að ræða samning til langs tíma vilji við- semjendur ekki ræða krónutölu- hækkun. Fundur var haldinn hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn mánudag en vinnufundur sem átti að vera í vikunni var afboðaður. „Viðsemjendur okkar afboðuðu vinnufundinn þar sem þeir voru ekki tilbúnir með útreikninga, að því er þeir sögðu. Þeir sögðu að fundarboðs væri að vænta.“ Hæstu grunnlaun flugfreyja eftir 21 ár eru 185.109 krónur. Yfirflug- freyja í fullu starfi er með 302.298 krónur eftir 21 ár í starfi. ingibjorg@24stundir.is Flugfreyjur íhuga verkfall vegna árangurslausra kjaraviðræðna Vilja 21 þúsund ofan á taxta Tryggja þarf að fólk þurfi ekki að vera úti um víðan völl til að fá þjónustu. Það þarf einnig að tryggja að kerfið bjóði fólki allt það sem það á rétt á. Þetta segir Krist- inn Tómasson, formaður Félags um lýðheilsu og yfirlæknir vinnu- eftirlitsins. Félagið efndi til mál- stofu í gær í samvinnu við Háskól- ann í Reykjavík um skörun félagsmála- og heilbrigðiskerfis. „Við töldum brýnt að fá um- ræðu í gang vegna tilfærslu verk- efna milli kerfanna. Menn sjá fyrir sér að vinna þurfi markvisst að því að kerfið verði einfaldara þannig að fólk þurfi ekki að vera kerfisfræð- ingar til að það geti fengið þjón- ustu þegar illa árar hjá því,“ segir Kristinn. ibs Skörun félagsmála- og heilbrigðiskerfis Vinna þarf mark- visst að einföldun Í gær hófst tveggja daga málþing um handverk, hönnun, mat og minjagripi í Nýheimum á Höfn í Hornafirði, á veg- um Menningarmiðstöðvar Horna- fjarðar. Er tilgangur þess m.a. að efla handverk og hönnun á Austurlandi en eitt af markmiðum miðstöðvarinnar er að skapa starfsvettvang fyrir handverks- fólk og hönnuði. þkþ Hönnun og minjar á Höfn Borgarfulltrúar minnihlutans bjóða borgarbúum að koma og spjalla um borgarmálin yfir kaffibolla í Ráðhúskaffi á morgun, laugardaginn 19. apríl, kl. 10-12. Harmónikkuleikur og létt stemning. Björk Vilhelmsdóttir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Dagur B. Eggertsson Guðrún Ásmundsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir Margrét Sverrisdóttir Marsibil Sæmundardóttir Oddný Sturludóttir Óskar Bergsson Sigrún Elsa Smáradóttir Sóley Tómasdóttir Stefán Jóhann Stefánsson Svandís Svavarsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson Vorkaffi með borgarfulltrúum í Ráðhúsinu

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.