24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 35
24stundir FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 35
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
hefur gert samning um leigu á
Hörðudalsá í Dölum næstu þrjú
árin. Í Hörðudalsá er veitt á ýmist
tvær eða þrjár stangir í senn og er
hún seld sem sjóbleikjuá með laxa-
von. Þó mun laxveiði í henni hafa
verið með ágætum en samkvæmt
heimasíðunni svfr.is var meðalveiði
síðustu fimmtán árin 45-55 laxar á
ári. Víst má vera að þessari á verður
vel tekið af félagsmönnum enda
hefur ásókn í fjölskylduvæn veiði-
svæði með laxavon verið gríðarleg.
Má þar nefna Krossá á Skarðs-
strönd og Gufudalsá en þangað
hafa færri komist en hafa viljað síð-
ustu sumur.
Hörðudalsá í Dölum
Fjölskylduvæn veiðiá
Þeir sem áttu leið um Grímsnesið
um síðustu helgi ráku sumir upp
stór augu þegar þeir sáu al-
græjaða veiðimenn vaða snjó upp
á kálfa við Sogið í landi Alviðru.
Þar voru á ferðinni nemendur Jó-
hanns Þorbjörnssonar sem veiði-
menn þekkja sem Jóa í Veiði-
horninu. „Ég er að kenna
mönnum að nota tvíhendurnar
rétt,“ segir Jói okkur. „Ég kenni
mönnum að Spey-kasta og hvern-
ig á að kasta við erfiðar aðstæður.
Við höfum ekki skógarþykkni á
árbökkunum hér á Íslandi en
þurfum oft að glíma við háa
bakka, kletta, rokið og hátt gras
sem krefst góðrar tækni. Maður
vill ekki standa í því að vera alltaf
með fluguna fasta í grasinu. Það
þarf að koma draslinu almenni-
lega út,“ segir Jói glottandi.
„Menn koma með sínar eigin
græjur og það kemur fyrir að
búnaðurinn er ekki rétt upp-
settur. Þá hef ég aðstoðað fólk við
leiðrétta það.“ En af hverju hér
við Sogið? „Hér er mjög góð að-
staða. Það skiptir miklu máli fyr-
ir byrjendur að kenna í rennandi
vatni. Straumurinn sér um að
halda við línuna og rétta hana.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur lán-
aði mér aðstöðuna hér nokkrar
helgar í apríl til að halda þetta
námskeið.“ En er einhver veiði-
von? „Nei!“ segir Jói. „Hér gera
menn sér ekki von um neina veiði
enda er engin fluga á taumnum.
Menn eru bara að æfa köstin.“
Snjórinn farinn
Seinna um daginn
var orðið snjóléttara.
„Tvíhenda“ sér í veiðina
Haukur Jóhannesson, kaupmaður í Veiðivon, og félagar hans voru að
veiðum í Litluá í Kelduhverfi um síðustu helgi. Það var kuldalegt um
að litast, Skjálftavatn var ísi lagt og hitastigið rétt skreið yfir frost-
markið í sólarglennum yfir hádaginn. Haukur sagði þá félaga hafa náð
um 30 fiskum, langmest bleikju og urriða. Þeir settu þó í nokkra góða
sjóbirtinga líka, allt að 6-7 punda fiska, en flestir láku af. Í miðri viku
skánaði þó veðrið til muna. Samkvæmt Jóni Þór Júlíussyni, leigutaka
Litluár, fór sjóbirtingurinn strax að gefa sig meira í hlýindunum og
eru nú samanlagt komnir um 140 fiskar á land.
Kalt í Litluá
Árshátíð Stangaveiðifélags
Reykjavíkur verður haldin síð-
asta vetrardag, 23. apríl. Þetta
árið hefur hátíðin verið flutt í
glæsilegan veislusal á tutt-
ugustu hæð í Turninum við
Smáralindina. Skemmtinefndin
er bjartsýn á góða mætingu og
mikla stemningu. Heið-
ursgestur kvöldsins verður
Guðni Ágústsson, Freyr Eyjólfsson verður veislustjóri og eftir fjölda
skemmtiatriða mun hljómsveitin Sóldögg halda uppi stuðinu.
Veiðimenn í veisluham
ANDAKÍLSÁ Í BORGARFIRÐI - SILUNGASVÆÐI
Rúmgott veiðihús. Veitt á 3 stangir.
Dagverð á stöng aðeins 3.500 kr.
HÍTARÁ II
Sérlega fallegt og vinsælt svæði. 4 stangir í júní.
Tímabil 23. júní – 28. júní. Dagverð á stöng 7.900 kr.
TUNGUFLJÓT Í SKAFTÁRTUNGU
Eftirsótt veiðisvæði með stórgóðri og ný-endurbættri aðstöðu.
Veitt á 4 stangir í maí, dagverð á stöng aðeins 4.900 kr.
Vika frá föstudegi til föstudags í júní á 44.900 kr.
STEINSMÝRARVÖTN
Stutt frá Kirkjubæjarklaustri. Vinsælt og skemmtilegt svæði
með góðu veiðihúsi m/heitum potti. Í allt sumar er dagverð
á stöng 6.100 kr. og seldar eru 4 stangir.
SOG – VORVEIÐI
Í Soginu er hægt að fá sumarhús með veiði á mjög hagstæðu
verði. Á silungasvæðunum í Bíldsfelli, Ásgarði og Alviðru er
boðið upp á veiði með húsi á mjög lágu verði í apríl og maí.
Allar upplýsingar á heimasíðu okkar www.svfr.is og í síma 568 6050.
Sumarhús
með veiði
Rýmingarsala!
Verslunin flytur í nýtt og enn
glæsilegra húsnæði
25-40% afsláttur af völdum vörum
Allt á að seljast
Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús)
Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is