24 stundir

Ulloq
  • Qaammatit siuliiApril 2008Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011
Ataaseq assigiiaat ilaat

24 stundir - 18.04.2008, Qupperneq 35

24 stundir - 18.04.2008, Qupperneq 35
24stundir FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 35 Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur gert samning um leigu á Hörðudalsá í Dölum næstu þrjú árin. Í Hörðudalsá er veitt á ýmist tvær eða þrjár stangir í senn og er hún seld sem sjóbleikjuá með laxa- von. Þó mun laxveiði í henni hafa verið með ágætum en samkvæmt heimasíðunni svfr.is var meðalveiði síðustu fimmtán árin 45-55 laxar á ári. Víst má vera að þessari á verður vel tekið af félagsmönnum enda hefur ásókn í fjölskylduvæn veiði- svæði með laxavon verið gríðarleg. Má þar nefna Krossá á Skarðs- strönd og Gufudalsá en þangað hafa færri komist en hafa viljað síð- ustu sumur. Hörðudalsá í Dölum Fjölskylduvæn veiðiá Þeir sem áttu leið um Grímsnesið um síðustu helgi ráku sumir upp stór augu þegar þeir sáu al- græjaða veiðimenn vaða snjó upp á kálfa við Sogið í landi Alviðru. Þar voru á ferðinni nemendur Jó- hanns Þorbjörnssonar sem veiði- menn þekkja sem Jóa í Veiði- horninu. „Ég er að kenna mönnum að nota tvíhendurnar rétt,“ segir Jói okkur. „Ég kenni mönnum að Spey-kasta og hvern- ig á að kasta við erfiðar aðstæður. Við höfum ekki skógarþykkni á árbökkunum hér á Íslandi en þurfum oft að glíma við háa bakka, kletta, rokið og hátt gras sem krefst góðrar tækni. Maður vill ekki standa í því að vera alltaf með fluguna fasta í grasinu. Það þarf að koma draslinu almenni- lega út,“ segir Jói glottandi. „Menn koma með sínar eigin græjur og það kemur fyrir að búnaðurinn er ekki rétt upp- settur. Þá hef ég aðstoðað fólk við leiðrétta það.“ En af hverju hér við Sogið? „Hér er mjög góð að- staða. Það skiptir miklu máli fyr- ir byrjendur að kenna í rennandi vatni. Straumurinn sér um að halda við línuna og rétta hana. Stangaveiðifélag Reykjavíkur lán- aði mér aðstöðuna hér nokkrar helgar í apríl til að halda þetta námskeið.“ En er einhver veiði- von? „Nei!“ segir Jói. „Hér gera menn sér ekki von um neina veiði enda er engin fluga á taumnum. Menn eru bara að æfa köstin.“ Snjórinn farinn Seinna um daginn var orðið snjóléttara. „Tvíhenda“ sér í veiðina Haukur Jóhannesson, kaupmaður í Veiðivon, og félagar hans voru að veiðum í Litluá í Kelduhverfi um síðustu helgi. Það var kuldalegt um að litast, Skjálftavatn var ísi lagt og hitastigið rétt skreið yfir frost- markið í sólarglennum yfir hádaginn. Haukur sagði þá félaga hafa náð um 30 fiskum, langmest bleikju og urriða. Þeir settu þó í nokkra góða sjóbirtinga líka, allt að 6-7 punda fiska, en flestir láku af. Í miðri viku skánaði þó veðrið til muna. Samkvæmt Jóni Þór Júlíussyni, leigutaka Litluár, fór sjóbirtingurinn strax að gefa sig meira í hlýindunum og eru nú samanlagt komnir um 140 fiskar á land. Kalt í Litluá Árshátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldin síð- asta vetrardag, 23. apríl. Þetta árið hefur hátíðin verið flutt í glæsilegan veislusal á tutt- ugustu hæð í Turninum við Smáralindina. Skemmtinefndin er bjartsýn á góða mætingu og mikla stemningu. Heið- ursgestur kvöldsins verður Guðni Ágústsson, Freyr Eyjólfsson verður veislustjóri og eftir fjölda skemmtiatriða mun hljómsveitin Sóldögg halda uppi stuðinu. Veiðimenn í veisluham ANDAKÍLSÁ Í BORGARFIRÐI - SILUNGASVÆÐI Rúmgott veiðihús. Veitt á 3 stangir. Dagverð á stöng aðeins 3.500 kr. HÍTARÁ II Sérlega fallegt og vinsælt svæði. 4 stangir í júní. Tímabil 23. júní – 28. júní. Dagverð á stöng 7.900 kr. TUNGUFLJÓT Í SKAFTÁRTUNGU Eftirsótt veiðisvæði með stórgóðri og ný-endurbættri aðstöðu. Veitt á 4 stangir í maí, dagverð á stöng aðeins 4.900 kr. Vika frá föstudegi til föstudags í júní á 44.900 kr. STEINSMÝRARVÖTN Stutt frá Kirkjubæjarklaustri. Vinsælt og skemmtilegt svæði með góðu veiðihúsi m/heitum potti. Í allt sumar er dagverð á stöng 6.100 kr. og seldar eru 4 stangir. SOG – VORVEIÐI Í Soginu er hægt að fá sumarhús með veiði á mjög hagstæðu verði. Á silungasvæðunum í Bíldsfelli, Ásgarði og Alviðru er boðið upp á veiði með húsi á mjög lágu verði í apríl og maí. Allar upplýsingar á heimasíðu okkar www.svfr.is og í síma 568 6050. Sumarhús með veiði Rýmingarsala! Verslunin flytur í nýtt og enn glæsilegra húsnæði 25-40% afsláttur af völdum vörum Allt á að seljast Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús) Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar: 74. tölublað (18.04.2008)
https://timarit.is/issue/259081

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

74. tölublað (18.04.2008)

Iliuutsit: