24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Björg Eva Erlendsdóttir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Þingmenn Samfylkingarinnar voru eitthvað feimnir á Alþingi í fyrradag
við að viðurkenna að þeir teldu koma til greina að taka upp skólagjöld í Há-
skóla Íslands og öðrum háskólum á vegum hins opinbera. Einar Már Sig-
urðsson, varaformaður menntamálanefndar þingsins, vildi skoða málið
„fordómalaust“. Aðrir þingmenn Samfylkingarinnar þvertóku fyrir að
nokkurn tímann yrðu tekin upp skólagjöld við opinbera háskóla.
Samfylkingarfólk á ekki að vera feimið að ræða um skólagjöld. Sumir í
flokknum, t.d. Stefán Jón Hafstein, hafa fært góð rök fyrir að það sé sjálfsagt
að fólk greiði hluta af menntun sinni með auknum framtíðartekjum í krafti
þeirrar sömu menntunar, að því gefnu að lánað sé fyrir skólagjöldunum.
Samkeppnisstaða Háskóla Íslands gagnvart öðrum háskólum er gerð erf-
iðari með því að heimila honum ekki að innheimta skólagjöld. Skólinn mun
aldrei komast í hóp þeirra 100 beztu í heimi án þess að hafa þann möguleika.
Vinstri grænir eru úti að aka, þegar þeir leggja til að jafna aðstöðumun milli
háskóla með því að lækka ríkisframlagið til sjálfstæðu háskólanna. HÍ er ekki
síður í samkeppni við erlenda háskóla en íslenzka. Myndi það eitthvað
hjálpa honum í þeirri samkeppni að svelta sjálfstæðu skólana?
Egill Helgason sjónvarpsmaður sagði á bloggi sínu að ekki ætti að taka
mark á andófi stúdenta gegn skólagjöldum; þeir væru bara í hagsmunabar-
áttu. Þessi orð fóru fyrir brjóstið á Björgu Magnúsdóttur, formanni Stúd-
entaráðs HÍ, sem skrifaði hér í blaðið í gær.
Auðvitað á að hlusta á fulltrúa allra hagsmuna. Stúdentaráð HÍ er bara að
berjast fyrir vitlausum hagsmunum. Það er að berjast fyrir skammtímahags-
munum námsmanna, sem sjá ofsjónum yfir því að borga skólagjöld þótt
þúsundir jafnaldra þeirra geri það án þess að kvarta í einkareknum háskól-
um. Raunveruleikinn er sá að skólagjöld eru í þágu
stúdenta. Þau munu bæta menntun þeirra til lengri
tíma litið. Þeir fá lán fyrir gjöldunum og munu aldrei
borga þau lán að fullu til baka, vegna þess að þau eru að
stórum hluta styrkur. Þeir munu þó borga meira ef þeir
hafa háar tekjur, sem er sanngjarnt. Stúdentar, sem
borga skólagjöld, geta verið kröfuharðari á gæði
kennslunnar og aðstöðu í skólanum. Og slugsararnir,
sem taka sér mörg ár í námið, taka síður upp pláss fyrir
öðrum ef skólagjöldum verður komið á.
Því miður er það stundum eðli hagsmunasamtaka að
standa vörð um hagsmuni þeirra lötu, á kostnað hags-
muna þeirra duglegu. Þingmenn eiga ekki að vera
feimnir við að andmæla slíkri hagsmunagæzlu.
Ekki vera feimin
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Það er algjörlega útilokað að
átta sig á hvert Sjálfstæðisflokk-
urinn er að stefna í REI-málum.
Við hlustuðum á
6-menningana
fordæma Hauk
Leósson, Vil-
hjálm og Binga í
haust með leiftr-
andi yfirlýsingar
um sannfæringu
sína um að fyr-
irtæki í al-
mannaeigu ættu ekki að vera að
þvælast á samkeppnismarkaði,
þar ætti einkaframtakið að vera.
Ef einhverjir aurar væru aflögu
í OR þá væri nær að lækka
gjaldskrá og láta eigendur OR
njóta þess að fyrirtæki sem þeir
eigi gangi vel. Almenningi of-
bauð …
Guðmundur Gunnarsson
gudmundur.eyjan.is
BLOGGARINN
Hvert stefnir?
Enginn borgarfulltrúi treysti sér
til að segja 24 stundum frá
verktökum, sem studdu fram-
boð þeirra. Af
því má ráða, að
sumir borg-
arfulltrúar hafi
óhreint mjöl í
pokahorninu.
Borgin hefur
margoft sett kík-
inn fyrir blinda
augað, þegar
verktakar og skyldir aðilar fá
aukinn byggingarétt. Erlendis
er það talið þyngsti þáttur póli-
tískrar spillingar. Hér á landi er
ekki skylt að gefa upp fjár-
framlög einstaklinga. Þess
vegna gefa fyrirtæki fé í nafni
einstakra starfsmanna til að fela
framlögin.
Jónas Kristjánsson
jonas.is
Þagnarmúr
Ég tek undir með leiðarahöfundi
Morgunblaðsins í morgun. Þar er
hvasst ritað en þau skrif eru heið-
arleg og rétt. REI-
málið er auðvitað
til skammar fyrir
Sjálfstæðisflokk-
inn, er ein mesta
skömm flokksins
í tæplega 80 ára
sögu hans. Með
því máli og mis-
tökum tengdum
því klúðraði Sjálfstæðisflokk-
urinn því að taka völdin sannfær-
andi og traust eftir tólf ára valda-
tíð R-listans. Viðtal Kastljóss
sýndi hringlandahátt Sjálfstæð-
isflokksins með forystu REI enn í
dag. Það er eðlilegt að því sé velt
fyrir sér hvort eigi að fara í land-
vinninga á erlendri grund …
Stefán Friðrik Stefánsson
stebbifr.blog.is
Til skammar
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@24stundir.is
Í gær var frétt í 24 stundum um að stór-
auka ætti kornrækt hér á landi þannig að
hún dygði að mestu til búvöruframleiðslu. Fram kom
hjá svínabónda að til að það væri hægt þyrfti að koma
til stuðningur hins opinbera og þá væntanlega í formi
beingreiðslna til kornframleiðenda. Þrátt fyrir að þessi
búgrein njóti ekki opinbers stuðnings nú segir hann
að um 70% þess fóðurs sem hann notar sé innlent.
Hvers vegna þarf þá styrki? Ingvar Björnsson jarð-
ræktarráðunautur bendir réttilega á að miklar hækk-
anir hafi orðið á heimsmarkaðsverði kornvara og að
staðan sé „sú að kornframleiðsla hér á landi er orðin
vel samkeppnisfær við innflutt fóður“. Menn hljóta að
hlusta á orð sem þessi enda ekki útlit fyrir að heims-
markaðsverð á korni lækki á nýjan leik. Það er fagn-
aðarefni þegar nýjar vörur eru framleiddar hér á landi
eða þegar grundvöllur er fyrir framleiðsluaukningu. Ef
það er ekki hægt án þess að greiða þær niður af al-
mannafé er hagkvæmnin rokin út um gluggann.
Ástæða er til þess að minna á að íslenskur landbún-
aður nýtur meiri opinbers stuðnings en landbúnaður í
öðrum löndum gerir og það þrátt fyrir að stuðning-
urinn sé fyrst og fremst við tvær búgreinar; sauðfjár-
framleiðslu og mjólkurframleiðslu. Stuðningur stjórn-
valda við aðrar búgreinar er fyrst og fremst fólginn í
vernd með ofurtollum. Íslensk stjórnvöld hafa und-
irgengist ákveðnar skuldbindingar vegna samninga
okkar við Alþjóðaviðskiptastofnunina, m.a. að draga
úr stuðningi við innlendan landbúnað. Ekki verður
séð að rými sé fyrir að taka upp stuðning við kornrækt
nema þá aðeins að dregið yrði úr beinum stuðningi
við þær greinar sem nú þegar njóta slíks. Auk þess er
ástæða til þess að hafa miklar efa-
semdir um þjóðhagslega hagkvæmni
þess að auka kornrækt hér á landi
með því að taka upp styrki við þessa
grein. Minnt er á að neytendur greiða
niðurgreiddar landbúnaðarvörur á
tvennan hátt, með buddunni og
sköttum. Staða neytenda er sú að þeir
þola ekki frekari álögur, hvort heldur
það er í gegnum matvælaverð eða
aukna skatta.
Höfundur er formaður Neytendasamtakanna
Enn sótt í buddu neytenda?
ÁLIT
Jóhannes
Gunnarsson
jg@ns.is