24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 4
Svandís Svavarsdóttir, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segir það ljóst að Kjartan Magn- ússon líti svo á að hann sé ekki bundinn af niðurstöðu stýrihóps um REI-málið. „Hann er að viðra möguleika eins og að einkavæða REI og selja það síðan. Það er ekki í samræmi við stýrihópsskýrsluna. Hvað er það sem Gísli Marteinn á síðan við þegar hann segist vilja selja REI? Hvað er til sölu? Er það hlutaféð, starfs- mennirnir, þekkingin, lógóið eða samningarnir sem REI hefur þegar gert? Þessu verður að svara en ég geri ráð fyrir því að það sé einhver stefnumótun í gangi innan Sjálfstæðisflokksins varðandi þessi mál.“ Meirihlutinn á að pakka saman Svandísi virðist sem engin rökhugsun sé hjá meiri- hluta borgarstjórnar varðandi REI. „Ég vil segja þessu fólki að það eigi að pakka saman. Þau ráða ekki við REI og þau ráða ekki við verkefnið. Þau eiga að hætta þessu. Þetta eru ekki góðir mannasiðir, engin fram- koma við kjósendur og borgarbúa að halda þessum meirihluta áfram.“ thordur@24stundir.is Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna „Þau eiga að hætta þessu“ Eiga að fara Svandís segir meirihlutann ekki ráða við verkefnið. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Ég reikna með að sérstakt félag yrði stofnað í kringum verkefnið,“ segir Kjartan Magnússon, stjórn- arformaður Reykjavík Energy In- vest (REI), um hvernig staðið yrði að byggingu jarðvarmavirkjunar í Djíbúti ef rannsóknarboranir þar verða jákvæðar. REI myndi verða einn eigendanna í slíku félagi. Fyrirtækið skrifaði nýverið undir samkomulag um hagkvæm- isathugun á því að byggja virkj- unina. Kostnaður vegna athugun- arinnar er allt að 1,5 milljarðar króna og mun REI greiða um 300 milljónir króna vegna hennar. Að sögn Kjartans munu fjár- mögnunarsjóður Alþjóðabankans og Evrópski fjárfestingarbankinn líklegast sjá um að greiða það sem upp á vantar. „Við höfum miðað við það að þessir erlendu sjóðir komi inn með bróðurpart þeirrar fjárhæðar. Hún getur verið bæði í formi lána eða beinnar fjárfest- ingar. Það liggur ekki fyrir hvern- ig það verður. Bankarnir eru nú að hugsa málið og gefa vonandi svar eftir nokkrar vikur.“ Sú 50 MW virkjun sem vonast er til að geti risið myndi kosta um þrettán milljarða króna. Kjartan gerir þó ekki ráð fyrir að REI eyði meira í verkefnið en þeim 300 milljónum sem fyrirtækið hefur þegar skuldbundið sig til að greiða vegna athugunarinnar. Ekki ráðandi hlutur Kjartan segir að það eigi eftir að koma í ljós hver eignarhlutur REI verði í félagi um virkjunina. „Ég held að það yrði ekki ráðandi hlutur. Það má gera ráð fyrir því að hagkvæmnisathugunin taki tólf til fjórtán mánuði. Ef nið- urstöður hennar verða jákvæðar er hægt að fara að hugleiða virkj- unina. Við myndum þó ekki fjár- magna hana þrátt fyrir að skilja hafi mátt fréttaflutning af málinu þannig að við værum komnir í einhverja virkjanagerð. Svo er ekki. Við ætlum ekki að byggja virkjanir í Djíbútí með peningum Orkuveitunnar.“ Félag stofnað um virkjunina  Ef jarðvarmavirkjun verður byggð í Djíbútí mun sérstakt félag verða um hana  REI myndi eiga hlut í því en ekki vera ráðandi ➤ Hagkvæmnisathugunin snýstum að bora þrjár til fjórar borholur. ➤ Kostnaður er 1,1 til 1,5 millj-arðar króna. ➤ Heildarkostnaður við bygg-ingu 50 MW virkjunar er áætl- aður um þrettán milljarðar króna. HAGKVÆMNISATHUGUN 24stundir/Árni Sæberg Samkomulag Borgarstjóri Djíbútiborgar með borg- arfulltrúum í febrúar 2007. NEYTENDAVAKTIN Kornax-hveiti 2 kg poki Verslun Verð Verðmunur Bónus 125 Fjarðarkaup 129 3,2 % Spar Bæjarlind 236 88,8 % Kjarval 298 138,4 % Hagkaup 310 148,0 % 11-11 338 170,4 % 4 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á Kornax-hveiti í 2 kg pokum. Hæsta verð reynist vera 170,4% hærra en lægsta verð eða 213 króna munur.. Þetta er mun meiri verðmunur en almennt er milli matvöruverslana. Ljóst er þær tvær verslanir sem selja hveitið á lægsta verði selja það undir heildsöluverði. Þeim sem nota mikið hveiti er því bent á að kaupa það inn í magni áður en „útsölunni“ lýkur. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingu. 170% verðmunur á hveiti Jóhannes Gunnarsson Kaupverð fasteignanna sem Há- skólavellir ehf. keyptu af Þróun- arfélagi Keflavík- urflugvallar lækkaði um nær fimm hundruð milljónir á milli þess sem tilboðið var lagt fram í fyrra og kaup- samningur sam- þykktur í stjórn ÞK í síðasta mánuði. Tilboðið, sem hljóðaði upp á rétt rúma 14 milljarða, miðaðist við að fasteignirnar væru rúmlega 155 þúsund fm að stærð en við mælingu FMR kom í ljós að þær eru aðeins um 150 þúsund fm. Því varð lokaverð fyrir fasteign- irnar um 13,5 milljarðar. þkþ Fasteignir á Keilissvæðinu Verðlækkun upp á hálfan milljarð Tax-free dagar fimmtudag - sunnudags Smáralind – sími 517 5330 *Virðisaukaskattur af barnafötum er 24,5% sem jafngildir 19,68% afslætti Afnemum virðisaukaskatt af öllum vörum í 4 daga* Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA ATVINNUBLAÐIÐ

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.