24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 48

24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 48
24stundir ? Menn hafa áhyggjur af stöðu íslenskahagkerfisins. Hvernig bönkunum reiðiraf. Hversu mikið húsin falli í verði.Hvort skera þurfi munaðinn niður.Minna er rætt um hvernig atvinnulífinureiði af og lítið sem ekkert er minnst áframtíðarhorfur íslenskra bænda. Það er hart sótt að þeim núna. Áburðarverð hefur á einu ári hækkað um allt að 80%. Kjarnfóður hefur hækkað um tæp 50%. Dýralyf hafa hækkað verulega. Olíuverð hefur þotið upp og fleiri aðföng til rekstrarins hækkað. Þá er fjármagnskostnaður að hækka verulega og fátt bendir til að hann lækki í bráð. Margir bændur hafa á undanförnum árum lagt í mynd- arlegar framkvæmdir til að aðlagast nú- tímabúskapaháttum og eru því skuld- um vafðir. Nýtt fjós kostar í dag hátt í 100 milljónir og flest eru byggð fyrir lánsfé. Það þarf engan speking til að sjá að reksturinn hefur þyngst gríðarlega. Ofan á allt þetta bætast fréttir um að menn íhugi frjálsan innflutning á fersku kjöti. Öruggt framboð matvæla er ein af grunnstoðum þjóðfélagsins, en það er ekki sjálfgefið að allir hafi öruggt að- gengi að nægum mat. Litlar líkur eru á að ef að bóndi gefst upp og hættir bú- skap taki annar við rekstrinum. Bú- skapurinn leggst af. Viljum við það? Er íslenskur landbúnaður ekki þess virði að við aukum veg hans og getum þá frekar orðið aflögufær til annarra þjóða? Við megum ekki horfa aðgerða- laus á! Sláum skjaldborg um bændur Þóru Þórarinsdóttur finnst best að borða ís- lenskt. YFIR STRIKIÐ Leggst búskapur af á Íslandi? 24 LÍFIÐ Íslenskir fræðimenn sýna tölvu- leiknum EVE Online áhuga og vilja rýna nánar í ýmsa þætti hans. Fræðimenn rýna í EVE Online »42 Máni á Xinu furðar sig á því að fólk skuli hlusta á FM957. Hann segir Xið vinsælustu jaðarstöð í heimi. Xið óvinsælt og FM957 blómstrar »46 Eurobandið gaf út myndband við This is my Life í gær. Flipp sem þróaðist í myndband, segir aðalleikarinn. Flipp sem þróaðist í tónlistarmyndband »46 ● Þreytt „Ég get alveg við- urkennt að ég er alveg útkeyrð enda hef ég ekki spilað svona leiki í langan tíma,“ seg- ir Ragna Ingólfs- dóttir, Íslands- meistari í badminton. Hún lauk keppni með landsliðinu á Evr- ópumótinu í gær án þess að finna meira fyrir meiðslum þeim er hrjáð hafa hana um margra vikna skeið. „Ég var ótrúlega fegin að finna ekkert fyrir því nú og bara þreyta sem dró mig niður í þetta skipti sem kannski eðlilegt er mið- að við það sem á undan er gengið.“ ● Fall er fararheill Vara- þingmaður Sam- fylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Guðný Hrund Karlsdóttir, flutti jómfrúræðu sína á dögunum í pontu Alþingis. Ekki gekk það sem skyldi, eins og sjá má á myndbroti á heimasíðu Andrésar Magnússonar. „Ég kem sjálfri mér sífellt á óvart! Ég var með nokkra punkta sem ég ætlaði að tala út frá, en hefði greinilega þurft skrifaða ræðu, því ég bara fraus, enda mitt fyrsta skipti í ræðustól Alþingis,“ sagði Guðný hress. „Ég mun hafa skrif- aða ræðu næst, það er á hreinu!“ ● Syngur í Ráðhúsinu „Ég ætla að syngja „Ekkert breytir því“ með Sálinni hans Jóns míns. Ég er mikill aðdáandi Sálarinnar og Stefáns Hilmars,“ segir Jón Gunnarsson söngvari sem er meðal þeirra sem koma fram við opnunarhátíð Listar án landa- mæra. Sjálfur er Jón ekki óvanur því að taka lagið. „Ég er búinn að vera að æfa mig mjög mikið að syngja, í mörg ár,“ segir Jón. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550. Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322 OPIÐ virka daga 10 – 18 laugard. 19/4 10 – 18 sunnud. 20/4 13 – 17 VORÚTSALA 50-80% AFSLÁTTUR AÐEINS Í NOKKRA DAGA dömu-, herra- & barnafatnaður bolir skyrtur flíspeysur softshellpeysur buxur zip-off buxur kvart buxur stuttbuxur regnföt kápur isotex jakkar isotex buxur svefnpokar bakpokar göngustafir skór sandalar sokkar smávara ofl. www.utivistogsport.is Nýtt kortatímabil

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.