24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa næsta veiðitímabil. Veiðikortið veitir aðgang að rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr. Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Tryggðu þér Veiðikortið í tíma! Á að veiða í sumar? Eftir Kjartan Þorbjörnsson veidi@24stundir.is Cezary Fijalkowski flutti frá Pól- landi til Patreksfjarðar fyrir 12 ár- um en hefur búið í Reykjavík síð- an árið 2000. „Ég fékk fyrstu stöngina mína þegar ég var fimm ára. Þá veiddi ég með flotholti og beitu. Það er bannað að veiða á spún fyrr en menn verða 14-15 ára í Póllandi. Þar eru mjög strangar veiðireglur. Menn þurfa að fara á námskeið og taka próf til að fá leyfi til stang- veiða,“ segir Cezary og blaða- manni verður hugsað til skotveiði- leyfa á Íslandi. „Þegar ég kom til Reykjavíkur byrjaði ég strax að stunda Elliðavatn og gekk mjög vel.“ Aðspurður um veiðiaðferðir sínar segir hann: „Ég fer aldrei að veiða fyrr en klukkan átta á kvöld- in. Þegar ég fer á Þingvelli, sem eru í miklu uppáhaldi, legg ég af stað klukkan átta og veiði til eitt á nóttinni. Aðrir veiðimenn eru oft á heimleið þegar ég mæti á stað- inn. Auk þess er urriðinn mest á ferðinni þegar skyggja tekur. Ég er að leita að urriða. Bleikjan er bara aukaveiði. Fyrstu þrjú árin sem ég veiddi í Þingvallavatni fékk ég ekki neitt! Ég heyrði menn tala um stórurriðann þarna, fór aftur og aftur en fékk aldrei neitt. Þá hitti ég eldri Íslending sem gaf mér góð ráð. Næsta dag fékk ég sjö eða átta urriða. Ég geng mikið á Þingvöll- um, er mjög aktífur, langar að finna nýja staði. Mér finnst betra að labba frá þeim stöðum þar sem krökkt er af fólki og vera út af fyr- ir mig,“ segir Cezary og opnar spúnaboxin sín. „Fyrst á vorin nota ég bara spúna. Fiskurinn er mjög svangur og aggressífur, vindurinn er oft sterkur og aðstæður erfiðar til fluguveiða. Ég nota spúna af öll- um stærðum, allt niður í flugu- stærðir. Á miðju sumri tek ég fram flugustöngina. Þá hefur fiskurinn miklu meira fæðuframboð og er vandfýsnari á agnið,“ segir Cezary en hann hefur verið mikið á ferð- inni með stöngina í vor. „Í síðustu viku fór ég í kuldanum á Vífils- staðavatn og setti strax í fjögurra punda urriða sem ég náði. Ég sá mikið af fiski. Ég er líka búinn að fara fjóra daga í Meðalfellsvatnið í vor og lenti þar í mokveiði. Fullt af urriða, nokkrir sjóbirtingar og einn hoplax. Hins vegar hef ég ekki fengið eina einustu bleikju.“ VARSTU AÐ FÁ’ANN Áttu skemmtilega veiðisögu eða mynd, sendu okkur póst á veidi@24stundir.is Cezary Fijalkowski frá Póllandi er ötull stangveiðimaður Veiði bara á kvöldin Það vakti athygli þegar veiðimaður náði fjögurra punda urriða í Vífils- staðavatni í síðustu viku. Fiskar af þeirri stærð eru afar sjaldséðir í vatninu. Góður veiðimaður Cezary Fijalkowski með fjögurra punda urriða sem hann fékk úr Vífilsstaðavatni. Black Ghost er líklega sjóbirt- ingsfluga númer eitt hér á landi, en Flæðarmúsin er aldrei langt undan fyrsta sætinu, hönnuð af Sigurði Pálssyni málara fyrir sjóbirting í jökulvatni. Sigurður er gagnkunn- ugur þessum fiski og hefur kannað líf hans og hætti víða um land. Á árum áður skrifaði Siggi pistla í Þjóðviljann sáluga og fékk að birta litmyndir af flugum í blaðinu, sem var fáheyrt, því ef ég man rétt var jafnvel búið að taka rauða litinn úr blaðhausnum í sparnaðarskyni. En flugur Sigga voru í litum og öfluðu Alþýðubandalaginu ef til vill at- kvæða, þótt það hafi kannski ekki verið yfirlýstur tilgangur hjá pistla- höfundinum! Síðan hefur Sigurður hannað margar flugur og hnýtt af listfengi, ein nýleg er Dýrbíturinn, sem er mannskaðafluga að sögn höfundar og mjög góð í sjóbirting. Sigurður segir að fluga eigi að fara hægt fyrir sjóbirting. Hann lætur fluguna venjulega reka á straum- hraða eða dregur mjög hægt inn á stilltu vatni. En hann þreytist ekki á að prédika yfir mönnum að hafa sterkan taum. Það er nefnilega oft- ar von á tröllum en flestir gera sér grein fyrir og 15-20 punda taumur er engin ofrausn á straumflugurn- ar. Pálmi Gunnarsson er annar toppmaður í sjóbirtingi. Það er Pálmi sem bendir mönnum á að nota kúluhausa, púpur og þvíum- líkt á birtinginn, ekki bara straum- flugur. Og þegar aðstæður eru slík- ar bendir hann á smálirfur þegar klak er í gangi. Menn mega ekki gleyma að sjóbirtingurinn er sil- ungur, og hann nærist í ánum, andstætt laxinum. Sjógenginn urrriði er því eins og hver annar urriði í fæðuvali. Niður með fluguna og hægt Góð regla í vorveiði er að flugan þarf að fá að fara niður, og margir kjósa sökkvandi línur eða þyngdar flugur til þess. Á vorin er vatn oft kalt, og þá leggst fiskurinn frekar, og eins hitt að sjóbirtingur er sér- lega ljósnæmur fiskur. (Bretar reyna ekki að veiða hann á dag- inn!). Sjóbirtingur þolir illa mikla birtu. Þess vegna borgar sig að vakna snemma ef maður á dag í birtingi, og taka fyrstu köstin þegar skíma dags kemur á himininn. Veiðivon er síst um hádegi. Síðan þurfa menn að vera gallharðir í ljósaskiptunum og veiða jafnvel al- veg fram í harða mykur ef þeir bara mega og geta. Ég tel að líkurnar á því setja í fisk síðustu 10 mínút- urnar fram í harða myrkur séu a.m.k. tuttugufaldar miðað við há- degi. Hér um árið völdu Flugu- fréttamenn á flugur.is lista yfir 10 bestu sjóbirtingsflugurnar. Ég myndi sjálfur hafa hann öðruvísi en svona var niðurstaðan fyrir þá sem vanhagar um hugmyndir: Appelsínugulur NobblerWooly WormFlæðamúsKötturinnDentist- Black GhostMickey FinnBlack De- monMuddler MinnowSvartur kúluhaus. Á flugur.is er fjöldi greina um sjóbirtingsveiðar og flugur við hæfi ásamt myndum. Þar er meðal ann- ars hægt að læra að hnýta þær eftir lýsingum Þorsteins G. Gunnars- sonar og Hreins Magnússonar, nú eða bara að læra að velja þá réttu! Stefán Jón Hafstein skrifar um veiði. VEIDDU BETUR Hvernig tekur birtingur? VEIDDU BETUR – Í SAMSTARFI VIÐ FLUGUR.IS Cezary smíðar líka sína eigin spúna Heimasmíðaðir spúnar Cezary notar mikið spúna sem ekki sjást í búðum hér á Íslandi. Hann notar spinnera í öllum stærðum frá fyrirtækinu Mepps. Athygli vekja agnarsmáir spinnerar á stærð við litlar straumflugur. Hann segir þá mjög veiðisæla bæði á urriða og bleikju. Vandamálið sé hins vegar að kasta þeim því þeir eru fisléttir. Hann segist sæta lagi og nota sér að hafa vind í bakið auk þess sem hann noti mjög grannar línur, 0,14-0,16 mm. En Cezary smíðar líka sína eigin spúna. „Ég kaupi kopar, lem hann til með kúluhamri, mála rendur og lakka yfir allt saman. Upphaflega fór ég að smíða vegna þess að ég festi og missti svo marga spúna.“ Cezary er vanur álaveiði frá Póllandi. Hann segir að Vífilsstaðavatn sé frábært álavatn. Til að ná álnum sé best að fara á nóttinni og beita makríl. Láta beituna liggja við botninn án þess að hreyfa agnið. Stund- um þarf að bíða í hálftíma og jafnvel klukkutíma en láta beituna óhreyfða á meðan. Hann segir álinn vera herramannsmat. Álaveiði í Vífilsstaðavatni VORIÐVEIÐI lifsstill@24stundir.is a Aðrir veiðimenn eru oft á heimleið þegar ég kem að veiðivatni.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.