24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 15
24stundir FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 15 Það fór ekki vel fyrir Guð-nýju Hrund Karlsdótturvaraþing- manni þegar hún flutti jómfrúræðu sína á Alþingi á þriðjudag. Guðný Hrund, sem er dótt- ir Karls Steinars Guðnasonar, fyrrverandi for- stjóra Tryggingastofnar og eð- alkrata, hikstaði yfir ræðu sinni og langar þagnir komu á milli hikandi orðanna. Samt var hún með skrifaða ræðu. Versta þing- ræða sögunnar? spyr Andrés Magnússon blaðamaður og á síðu hans geta lesendur hlustað og horft. Ræðan fór auðvitað sem eldur í sinu um bloggheima í gær og margir höfðu skoðanir. Þetta hlýtur að vera vand-ræðalegasta ræða á Alþingifrá þeim vatnaskilum þeg- ar Valdimar Leó Friðriksson gerði hlé á ræðu sinni um frumvarp til vatnalaga til að kasta af sér vatni. Ætli Steingrímur J. Sigfússon myndi ekki kalla ræðuna snautlega? segir Andrés og bætir við: „En á maður að trúa því að jómfrúræðuna hafi Guðný Hrund krotað á tveimur mínútum niður á servíettu? Eða getur verið að hún hafi ekki skrifað hana sjálf og þess vegna hafi henni ekki gengið neitt að lesa úr skriftinni?“ Í framhaldinu rifjar Andrés upp að Jóhanna Sigurðardóttir hafi ekki heldur skrifað sína jómfrúræðu. Ætli þurfi aldrei að skrifa ofan í karlana? Ásgerður Jóna Flosadóttirsegist ekki hafa ætlað sérformannsstöðu Kvenrétt- indafélags Íslands, eins og hér var sagt í gær. „Ég hafði ekki hugmynd um að það ætti að skipta út formanni enda kom það hvergi fram, hvorki í tilkynningum fyrir fundinn né í dagskrá hans. Hefði ekki verið eðlilegt að tilkynna það svo fleiri konur gætu gefið kost á sér?“ spyr Ásgerður og veltir því fyrir sér hvort konur séu konum verstar. „Þetta var fámennur hóp- ur og ég fór fyrr af fundinum vegna þess að ég var á leið á ann- an fund hjá Frjálslyndum en þar erum við með vinsæla súpu- fundi,“ útskýrir Ásgerður og segist ekki ætla að bæta á sig fleiri störfum. elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Enn eina ferðina er ég sestur upp í flugvél á leið til Danmerk- ur. Kollegar mínir í stjórnmála- fræðideildinni við Kaupmanna- hafnarháskóla voru svo góðir að veita mér svolitla aðstöðu til að sinna rannsóknum við skólann sem er frábærlega staðsettur í miðborginni. Ég hef haft óskap- lega gaman af því að vera í nánu samstarfi við mína góðu dönsku kollega og notið mín vel á kaffi- stofunni. Ég viðurkenni alveg að það hefur aukið á ánægjuna hvað íslensku útrásarvíkingarnir hafa verið óhemju fyrirferðarmiklir í dönsku viðskiptalífi. Ekki að ég hafi komið nálægt þessu á nokk- urn einasta hátt. En þegar forviða Danir spurðu allir í kór hvaðan þessar fjárfúlgur hefðu eiginlega komið var ég vanur að láta sem mér þætti lítið til koma, þetta væru bara svo duglegir og útsjón- arsamir strákar. Var meira að segja búinn að koma mér upp svona óræðum yfirlætissvip sem átti að merkja að við Íslendingar vissum nú ýmislegt í bisness sem Danir bara gætu ekki skilið. En nú er þetta semsé allt búið. Kauphöllin hrunin, gengið fallið, verðbólgan rokin af stað og bankarnir ramba á barmi gjald- þrots. Búið að selja Nyhedsav- isen. Það setur eiginlega að mér du- lítinn beyg að mæta á kaffistof- una eftir þessa óhemju niður- sveiflu sem hefur verið mögnuð upp í hverjum einasta fjölmið- ilsræfli um gjörvalla Danmörku. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir Íslendinginn að vera í Dan- mörku. Lengi vel var þetta voða- lega volað allt saman. Allir á sósí- alnum og allt bara einhvern veginn í steik. Íslendingar voru nánast undirmálsfólk á götum Kaupmannahafnar. Svona upp til hópa. Ráfandi um í reiðileysi og alltaf á leiðinni heim í túnið sitt. Hugurinn var í fjöllunum heima en líkaminn flæktur fastur í dönsku láglendi. Svo fór þetta að braggast. Einn góðan veðurdag fylltist Ísland af peningum og útrásar- víkingarnir fóru í einhvern svaka- legasta innkaupatúr sem um get- ur til Kaupmannahafnar. Nú var ekki látið duga að kaupa vind- jakka og nærföt í HM og kannski eina krús í Illum Bolighus. Nú keyptu menn heilu búðirnar, Ma- gasin du Nord, Illum og allt það. Nú gistu menn ekki lengur á stúdentaheimilinu á Amager heldur keyptu barasta Hotel D‘Anglaterre og létu búa vel um sig. Íslendingurinn nennti ekki einu sinni að lesa Berlinginn lengur og stofnsetti bara sisona eigið Fréttablað. Minni spámenn keyptu sér knæpu og kannski litla sjoppu. Svona var þetta um stund. Og við vorum öll svo roggin og ánægð með okkur. En nú er þetta semsé allt í voða. Út- rásin var keypt út á krít og komið að skuldadögum. Líkast til verð ég að taka niður óræða yfirlætissvipinn þegar ég mæti á kaffistofuna í dag og þola þess í stað að horfa framan í við vissum alltaf að þetta gæti ekki gengið til lengdar-svip dönsku kollega minna sem munu samt þykjast voða skilningsríkir. En þetta er ekki bara einhver tilfinn- ingalegur vandi. Þetta er líka fjár- hagslegur vandi. Síðastliðið vor fékk ég úthlutaðan styrk til að vinna þessa rannsókn mína og hafði ráðgert að nota hluta af honum til að dveljast skamma hríð við rannsóknir í Danmörku. En frá síðustu vinnudvöl minni við Kaupmannahafnarskóla hefur danska krónan hækkað úr tæpum ellefu krónum í nálega sextán ís- lenskar krónur. Ég er hins vegar enn á sömu kjörum og áður í al- íslenskum krónum. Styrkurinn góði dugir því ekki lengur til framfærslu í Kaupmannahöfn. Svo ég setji þetta í samhengi við einingu sem margir íslenskir ferðmann í Danmörku skilja þá reiknast mér til að nú fáist aðeins lítill bjór fyrir jafn margar ís- lenskar krónur og heill bjór fékkst fyrir áður. Það verða þung skref að ganga inn á uppáhalds- barinn minn á Norðurbrú í kvöld og biðja um einn lítinn bjór. Höfundur er stjórnmálafræðingur Lítill bjór VIÐHORF aEiríkur Bergmann Einarsson En nú er þetta semsé allt búið. Kauphöllin hrunin, gengið fallið, verðbólgan rokin af stað og bank- arnir ramba á barmi gjaldþrots. Búið að selja Nyhedsavisen. Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 í dag Föstudagur 18. apríl 2008  Sigurður Þór Óskarsson, einnig þekktur sem Kræ- Beibí, sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna. » Meira í Morgunblaðinu Stjarna Versló  Óskar Guðjónsson saxófónleikari segir hljómsveitina ADHD 800 þá bestu sem hann hefur verið í. » Meira í Morgunblaðinu Frábær hljómsveit  Jóhann Bjarni Kolbeins- son spáir því að Eyþór Ingi verði söngvarinn í Bandinu hans Bubba. » Meira í Morgunblaðinu Íslenskur Gillan reykjavíkreykjavík • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Með eða án hjóla Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 teg. Golden Martina - gl silegur "push up" me aukapœ um BCD skÆlum Æ kr. 4.470,- teg. Golden Martina big - s mulei is mj g gl silegur fyrir st rri d muna CDEFG skÆlum Æ kr. 4.885,- Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.