24 stundir - 03.05.2008, Page 14

24 stundir - 03.05.2008, Page 14
14 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir Ashutosh Muni AUKIN LÍFSGÆÐI – BETRA LÍF helgarnámskeið 9.-11. maí nk. Fjallað verður um: – Andlega vellíðan og tilfinningalegt jafnvægi – Hvernig við tökumst á við erfiðar tilfinningar á jákvæðan hátt – Hvernig við getum hlúð betur að okkur sjálfum og fjöl- skyldunni í nútíma samfélagi – Hvernig við sköpum aukin lífsgæði með andlegri iðkun Ashutosh Muni er einstakur meistari jógavísindanna, sem miðlar visku sinni og kærleik af sannri umhyggju. Hann leggur áherslu á að lifa innihaldsríku lífi og elska fjölskyldu sína. Þetta er tækifæri til að njóta kennslu hjá einstökum meistara sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Námskeiðið verður í Valsheimilinu (hátíðarsal) að Hlíðarenda. Nánari upplýsingar og skráning: Einar Ísleifsson 861 2101, Áslaug Höskuldsdóttir 694 8475, Kristbjörg Kristmundsdóttir 861 1373 og yoga@simnet.is 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Minnkandi stuðningur við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í skoðanakönnun Gallup kemur ekki á óvart. Í versnandi efnahagsástandi liggur beint við að almenningur geri sitjandi ríkisstjórn ábyrga og refsi henni með því að lýsa yfir stuðningi við stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnin getur sjálfri sér um kennt. Ráðherrum hennar hefur virst fyrirmunað að lesa rétt í umhverfi sitt. Þjóðin hefur á tilfinningunni að þeir vilji fremur vera í útlöndum en leysa efnahagsvanda þjóðarinnar. Rík- isstjórn sem fékk heitið Þingvallastjórn á fyrstu dögum sínum er nú kölluð Útlagastjórnin í háðstón vegna tíðra utanlandsferða ráðherra. Smámál eins og þotuferð verður í hugum almennings tákn um firringu ráð- herranna. Ríkisstjórnin hefði sennilega átt að huga að því í upphafi að ráða í sína þjónustu skynsama upplýsingafulltrúa. Þeir hefðu ekki látið leiguþotumál stórskaða ímynd ríkisstjórnarinnar. Samfylkingin tapar fylgi meðan Sjálfstæðisflokkur heldur sínu. For- maður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Geir Haarde, er þó ekki lengur jafn hátt skrifaður á ánægjuvog kjósenda og hann var. Honum hef- ur ekki tekist að sannfæra þjóðina um að ríkisstjórnin standi efnahags- vaktina. Þjóðin hefur á tilfinningunni að ríkisstjórnin viti ekki hvað hún eigi að gera. Samfylkingin á ekki að falla í þá gryfju að telja samstarfið við Sjálfstæð- isflokk í ríkisstjórn aðalástæðu fyrir minnkandi fylgi. Flokkurinn, sem auglýsti sig rækilega sem félagshyggjuflokk fyrir kosningar, hefur fallið á nokkrum prófum síðan þá. Ráðherrar flokksins virka flestir úr takti við vilja almennings. Það er lán ríkisstjórnarinnar, og nokkuð sem hún ætti að þakka fyrir á hverjum degi, hversu heimskulega stjórnarandstaða landsins hagar málflutningi sínum. Kröfur stjórnar- andstöðuleiðtoga um að ríkisstjórnin segi af sér eru til marks um málefnagjaldþrot. Stjórnarandstaða sem talar á þennan veg virðist ekki eiga nein svör. Nið- urstaðan hlýtur að vera að núverandi ríkisstjórn sé sú skásta sem völ er á. Meirihluti þjóðarinnar styður enn ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sá stuðningur mun mjög líklega vara lengi. Ríkisstjórn- arinnar bíður hins vegar það verkefni að sannfæra al- menning um að hún sé ekki skásti kosturinn fyrir þjóðina heldur sá besti. Ef rétt er á málum haldið ætti það verkefni ekki að reynast erfitt. Skásti kosturinn SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Ég lagði til að það mætti t.d. taka upp sams konar fyr- irkomulag og er í sumum kjarasamninga rafiðnaðar- manna á hinum norðurlandanna, að setja þessa frídaga við þjóðhátíðardag þannig að þá yrði alltaf a.m.k. þriggja daga helgi. Ef 17. júní væri á fimmtudegi þá væri frí á föstu- dag líka, ef hann væri á þriðju- degi væri frí á mánudegi og ef hann lenti inn á helgi þá væri frí á mánudag. Ef hann lenti á miðvikudegi þá væri frí fimmtudag og föstudag. Þetta kerfi gengur upp á 7 árum … Guðmundur Gunnarsson gudmundur.eyjan.is BLOGGARINN Breytt frí Í tólf ár bjó Alfred Dubanovsky ofan við kjallarann í húsi Josefs Fritzl. Heyrði undarleg hljóð úr kjallaranum og varð var við undarlega hegð- un húseiganda um kvöld og nætur. Fritzl bannaði honum að hnýsast. Dub- anovsky hlýddi, enda taldi hann þetta vera einkamál Fritzl. Hundrað manns bjuggu á ýms- um tímum í húsinu. Hneykslið í Amsetten er dæmigert fyrir samfélag, sem bannar forvitni nágranna. Samfélag, sem setur einkalífið á stall. Samfélag Aust- urríkis og Norðurlandanna, þar á meðal Íslands. Jónas Kristjánsson jonas.is Í skjóli einkalífs Það væri óskandi að aðrir ráð- herrar í ríkisstjórninni gætu tek- ið Guðlaug Þór sér til fyrir- myndar. Ég á þá sérstaklega við sjávarútvegs- ráðherra sem hef- ur þverskallast við að hlusta á málefnalega gagnrýni á núver- andi óstjórn fisk- veiða og jafnvel þó svo að kerfið hafi verið úr- skurðað ósanngjarnt af mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna. Vísindamenn sem hafa efast um ráðgjöf Hafró og hafa bent á að veiðin virðist minnka stöðugt eftir því sem uppbygg- ingarstarf stofnunarinnar heldur lengur áfram ... Sigurjón Þórðarson sigurjonth.blog.is Gott hjá Gulla Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@24stundir.is Formaður Framsóknarflokksins hafði hátt í vikunni þegar hann krafðist afsagnar ríkisstjórnarinnar vegna stöðu efna- hagsmála. Guðna Ágústssyni voru gerð góð skil í fréttum með kröfu þessa. 1. maí talaði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, fyrir því að samið yrði til skamms tíma, því samfélagið þyrfti að ná áttum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar óskaði eftir þjóðarsátt í vikunni. Leiðari Morgunblaðsins í gær velti fyrir sér hvort Ögmundur væri að viðra boð um annað og meira en skammtímasamninga fyrir sitt stéttarfélag. „Eru ráðherrann og Ögmundur að tala utan í sömu hugmynd – þjóðstjórn, “ spurði Morgunblaðið og áður en lesendur höfðu sest niður með blaðið, mátti heyra Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna tala fyrir þjóðstjórn í Ríkisútvarpinu. Stjórnmálafræðingar gefa lítið fyrir gildi yfirlýsinga um að ríkisstjórnin sé komin í þrot og þurfi að fara frá. Orð Guðna Ágústssonar sé ekki hægt að taka al- varlega þannig að þau hafi eitthvert vægi sem krafa um vantraust og að ríkisstjórnin víki. Reyndar hefur margoft verið lýst vantrausti á ríkisstjórnir án þess að nokkur einasta afleiðing hafi orðið af því önnur sú að hrópandinn fær góða kvöldstund í fréttum. Höfðað til þeirra sem ekki skilja pólitík „Þetta er ekki alveg nógu málefnalegt,“ segir Stef- anía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. „Krafa um af- sögn ríkisstjórnar er týpískur íslenskur leikur í pólitík og þýðir ekkert. Mér finnst eins og verið sé að reyna að fá stuðning hjá fólki sem ekki veit hvernig pólitík- in virkar. Þetta er líka sérstaklega ótrúverðugt hjá Framsóknarflokknum af því að engar afgerandi breytingar hafa orðið á stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum frá því hann var sjálfur við völd,“ segir Stefanía. Ríkisstjórnir segja ekki af sér þótt formanni stjórn- arandstöðuflokks finnist þær slappar. Ekki heldur þótt almenningi finnist það líka. Ekki einu sinni þótt fólkið í landinu sé hrætt og rambi á barmi gjaldþrots. Meðan ríkisstjórninni sjálfri líður vel er allt í lagi með hana og enn betra á meðan 60 prósent þjóðarinnar styðja hana. Ríkisstjórn segir því aðeins af sér að Venjuleg íslensk hávaðapólitík SKÝRING

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.