24 stundir - 03.05.2008, Side 15
trúnaður bresti innan hennar sjálfrar. „Ég get ekki séð
að ríkisstjórnin þurfi að hafa neinar áhyggjur og ég sé
ekkert sem kallar á þjóðstjórn, það er ekki eins og fylgi
ríkisstjórnarinnar sé í einhverju lágmarki þótt það hafi
minnkað frá því vinsældirnar voru mestar, “ segir Stef-
anía. „Fyrr á tíð gat komið upp ágreiningur í rík-
isstjórnum um efnahagsmál, vegna ákvarðana um hluti
sem ríkisstjórnin ræður ekki í dag eins og að fella gengi
krónunnar. Ríkisstjórnin getur ekki tekið líkt því eins
afgerandi ákvarðanir í efnahagsstjórn og áður. Fari hún
frá verður það frekar ef öfl andvíg Evrópusambandinu
rísa upp innan Sjálfstæðisflokksins.“
Erfitt að taka ekki mark á stjórnmálamönnum
Ágúst Þór Árnason, aðjunkt í stjórnmálaheimspeki
við Háskólann á Akureyri sér ekki heldur neitt sem
kallar á þjóðstjórn, hvað þá afsögn ríkisstjórnar:
„Ástandið í þjóðfélaginu hefur vissulega breyst mikið
til hins verra á skömmum tíma. Svo er líka erfitt að
segja að menn meini ekki neitt með kröfum sínum.
Það má segja um stjórnarandstöðuflokkana Vinstri
græna, Framsókn og trúlega Frjálslynda líka að þeir
vilja fá að ráða einhverju. Hvort þessir flokkar eru í
ástandi til að takast á við vandann, og hvort þeir telja
sig geta komið með vænlegri tillögur en ríkisstjórnin
er mér svolítið hulið, “ segir Ágúst Þór. Hann segir
útspil Vinstri grænna um þjóðstjórn virka nær raun-
veruleikanum en krafan um afsögn ríkisstjórnarinnar.
„Það má með einhverjum rétti segja að tillagan sé
næsta þrep fyrir ofan það sem Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir talar um þegar hún kallar á þjóðarsátt. En það
þyrfti að vera töluvert meiri kreppa til að þjóðstjórn
væri raunverulega inni í myndinni. Ríkisstjórnin er
ung og þótt á móti blási held ég ekki að hún sé sá
aumingi að geta ekki sætt sig við óvinsældir í talsvert
lengri tíma.“ segir Ágúst Þór Árnason. beva@24stundir.is
aBjörg Eva Erlendsdóttir
Ríkisstjórnir segja ekki af
sér þótt formanni stjórn-
arandstöðuflokks finnist
þær slappar. Ekki heldur
þótt almenningi finnist
það líka. Og ekki þótt
fólkið í landinu sé hrætt
eða rambi á barmi gjaldþrots.
24stundir LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 15
Um helmingur kosningabærra
manna í Flóahreppi hefur nú
skrifað undir áskorun til sveitar-
stjórnar um að taka Urriðafoss-
virkjun ekki inn á aðalskipulag
sitt. Mjög skiptar skoðanir eru um
málið og ljóst að margir hinna eru
harðir talsmenn virkjunar og aust-
an ár er fylgið við virkjanir mjög
almennt.
Engu að síður kallar hin mikla
andstaða sem er við virkjana-
áformin á að Landsvirkjun og
sveitarstjórn staldri við. Við núver-
andi aðstæður er erfitt að benda á
nauðsyn þess að flýta þessum
framkvæmdum en mikilvægt er að
ekki sé ráðist í þær í blóra við mik-
inn fjölda íbúa á svæðinu. Á með-
an getur Landsvirkjun lokið við
sína Búðarhálsvirkjun sem er hálf-
köruð og ekki arðbær í því fari.
Hálft annað ár er nú síðan und-
irritaður hélt fjölmennan útifund
við Urriðafoss til að vekja athygli á
máli þessu. Ekki til að gera þar af-
gerandi kröfu um að hætt yrði við
allt saman. Á fundinum sem sótt-
ur var af miklum fjölda Árnesinga
var mikill samhugur um að ekki
skyldi flanað að verkinu. Náttúran
ætti hér að njóta vafans og gæta
yrði þess við virkjanaframkvæmd-
irnar að skemma sem allra minnst.
Þá hefur verið breið samstaða
um það hér austan fjalls að þessi
síðasti virkjanakostur Þjórsár verði
ekki notaður til að knýja stóriðju í
öðrum landsfjórðungum.
Sjálfur hef ég allt frá því um-
hverfismat virkjananna rann
hljóðalaust í gegn haft þá skoðun
að erfitt verði að stöðva allar virkj-
anaframkvæmdir í neðri hluta
Þjórsár. Sú skoðun mín er óbreytt.
En það breytir ekki hinu að við
getum gert þær kröfur til Lands-
virkjunar að hún setjist að samn-
ingaborði heimamanna um minni
framkvæmdir en til stóðu, minni
umhverfisspjöll og þá einkanlega
að horfið verði frá lónstæðum í ár-
farveginum.
Það eru ekki síst háir varnar-
garðar og lón í farveginum sem
munu breyta til muna ásýnd
landsins. Að undanförnu hafa
komið fram alvarlegar efasemdir
fagmanna um að lón af fyrirhug-
aðri stærðargráðu séu ráðleg á því
sprungu- og jarðskjálftasvæði sem
hér um ræðir.
Það er ekki síst Hagalón
Hvammsvirkjunar sem er mörg-
um okkar Árnesinga þyrnir í aug-
um. Þar hverfa undir vatn afar fal-
legar klettamyndir og hólmar í
Þjórsá við innkeyrsluna í Þjórsár-
dal. Þá þarf frekari úttektir og rök
fyrir því að óhætt sé vegna byggðar
í Flóa að mynda lón neðst á Skeið-
unum fyrir Urriðafossvirkjun.
Í nýafstaðinni kosningabaráttu
héldu fulltrúar Samfylkingar og
Vinstri grænna mjög fram þeim
sjónarmiðum að sjálfsagt og vand-
ræðalaust væri að slá allar fram-
kvæmdir í neðri hluta Þjórsár af.
Samfylkingin situr nú á valdastól-
um með þennan málaflokk í gegn-
um iðnaðarráðuneyti og umhverf-
isráðuneyti. En þjóðin er löngu
hætt að gera ráð fyrir efndum á
kosningaloforðum úr þeirri átt.
Þannig fór lítið fyrir stóryrðum
flokksins í Helguvíkurmáli og
hróp einstakra þingmanna um að
fyrri stjórnir hafi fylgt stóriðju-
stefnu eru hjáróma.
Takist ráðherrum Samfylkingar-
innar að slá allar virkjanir í neðri
hluta Þjórsár af mun ég hrósa
þeim og fagna því með mörgum
fleiri héraðsbúum. Torséð er þó
hvaða leiðir eru til þess færar. Hitt
er enginn vafi að ráðherrar Sam-
fylkingar hafa það í hendi sér að
milda til muna umhverfisspjöll
virkjana á þessu svæði og geta þar
leitt saman að samningaborði um-
hverfissinna og hina virkjanag-
löðu. Notað þar samráðsstjórn-
málin til annars en loforða.
Hér hefur verið drepið á virkj-
anaandstæðinga í Flóahreppi sem
telja um helming kosningabærra
manna þar. Mikil andstaða er
einnig við virkjanirnar í efri
byggðum og þá einkanlega í
heimasveit viðskiptaráðherra. All-
ur sá hópur bíður þess að fag-
urgala samfylkingarráðherra fylgi
efndir. Sá tími er kominn.
Höfundur er alþingismaður og bóksali
Staldrað við
á Þjórsárbökkum
VIÐHORF aBjarni Harðarson
Hitt er eng-
inn vafi að
ráðherrar
Samfylkingar
hafa það í
hendi sér að
milda til
muna umhverfisspjöll
virkjana á þessu svæði.
www.signature.is Fiskislóð 45 • 101 Reykjavík • Sími 565 3399Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15
Sumarið er komið
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík
Sími: 591 9000 · www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Bibione
25. maí
frá kr. 49.990
Aðeins örfá sæti í boði
Terra Nova býður einstakt tilboð á gistingu á Planetarium Village
í lok maí. Glæsilegt nýtt íbúðahótel á Bibione ströndinni stutt frá
miðbænum. Frábær aðbúnaður og einstaklega fallegar og glæsi-
legar íbúðir þar sem hvergi hefur verið til sparað. Stórt sund-
laugasvæði með frábærri aðstöðu, móttöku, sundlaugarbar og
skemmtilegu leiksvæði fyrir börnin. Skemmtidagskrá í boði. Góð
eldunaraðstaða, öryggishólf, gervihnattasjónvarp, loftkæling o.fl.,
o.fl. í öllum íbúðum. Frábær gistivalkostur á ótrú-
legum kjörum! Bibione er sannkölluð parad-
ís, fyrir fjölskyldur jafnt sem einstaklinga,
með einstakar strendur, frábæra veit-
ingastaði og fjölbreytta afþreyingu.
Kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 - 4 í íbúð
í viku 25. maí.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Sér
tilb
oð
á
Pla
net
ariu
m V
illa
ge
-
glæ
sile
g g
isti
ng
Óskum eftir hressum og góðum bifreiða-
stjórum í fjölbreytta og skemmtilega vinnu.
Um er að ræða vinnu við afleysingar, sumar-
vinnu og eða heilsársvinnu. Unnið er eftir
gæðahandbók og stefnum félagsins í
umhverfis-öryggis- og gæðamálum.
Umsóknir óskast á gt@gtyrfingsson.is.
Nánari upplýsingar veittar í síma 482 1210
Má bjóða þér að ferðast
um landið á launum ?
Grænir og góðir síðan 1969