24 stundir - 03.05.2008, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir
Þar sem Margrét K. Sverris-
dóttir er ekki stödd á landinu til
að bera hönd fyrir höfuð sér ætla
ég að leyfa mér að gera það fyrir
hana. Tilefnið er bréf til 24 stunda
frá áhangendum og samstarfs-
mönnum Ólafs F. Magnússonar í
F-listanum, þar sem þau telja sig
vera að leiðrétta rangfærslur í við-
horfsgrein Margrétar sem birtist
þriðjudaginn 22. apríl.
Ég er nánasti samstarfsmaður
Margrétar í stjórnmálum og veit
hvað er satt og rétt í aðdraganda
myndunar borgarstjórnarmeiri-
hlutanna beggja, bæði þegar 100
daga meirihlutinn var myndaður
og þegar Ólafur myndaði núver-
andi meirihluta.
Getur sjálfum sér um kennt
Í greininni segir: „Nánast án
samráðs Margrétar við fólkið á F-
listanum var stofnað til nýs meiri-
hluta sem kallaður er 100 daga
meirihlutinn.“ Af þessu má ætla
að Ólafur hafi hvergi komið að
þessari meirihlutamyndun og
Margrét hafi ein stofnað til þess
meirihluta. Sannleikurinn er sá,
eins og Ólafur hefur margoft stært
sig af, að Ólafur tók upp símann
og hringdi í Dag B. Eggertsson og
hratt þessari atburðarás af stað.
Margrét settist svo að samninga-
borðinu fyrir hönd F-listans með
þremur öðrum flokkum með það
að veganesti að oddviti F-listann
vildi verða forseti borgarstjórnar,
annað væri nánast aukaatriði. Við
þessa kröfu Ólafs veikti hann
mjög samningsstöðu Margrétar til
þess að ná áhrifum og aðild F-lista
fólks í nefndum og ráðum. Mar-
grét gerði aldrei neitt án samráðs
við Ólaf í myndun 100 daga
meirihlutans. Hafi Ólafi þótt F-
listinn bera skarðan hlut frá borði
þegar hann kom til baka gat hann
sjálfum sér um kennt. Fyrir utan
það að setja það eitt á oddinn að
vera gerður að forseta borgar-
stjórnar mátti Ólafur vita að erf-
iðara er að vera áhrifamikill í fjög-
urra flokka borgarstjórn en í
tveggja flokka borgarstjórn.
Sannleikur og lygi
Næst segir í greininni: „Um
miðjan janúar hófust þreifingar
milli F-lista og sjálfstæðismanna
um mögulegt samstarf á málefna-
grundvelli. Ólafur hafði þá sam-
band við alla efstu menn á F-lista
og kynnti þeim þreifingarnar.
Margrét var þar á meðal.“ Það er
aðeins eitt um þetta að segja.
Þetta er lygi. Sannleikurinn er sá
að orðrómur um að Ólafur væri
að ræða við sjálfstæðismenn barst
Margréti til eyrna nokkrum dög-
um áður en meirihlutinn sprakk,
en hún lagði ekki trúnað á þann
orðróm. Ólafur leyndi því fram á
síðustu stund að hann stæði í
þessum viðræðum. Margrét
hringdi í Ólaf um miðjan dag á
mánudeginum sem nýi meirihlut-
inn var myndaður og spurði Ólaf
hvort það væri fótur fyrir þessum
fréttum á Vísi um að hann stæði í
meirihlutaviðræðum við sjálf-
stæðismenn. Ólafur neitaði því.
Margrét hafði ekki hugmynd um
hvað var að gerast fyrr en Ólafur
hringdi í hana nánast korteri fyrir
blaðamannafund og spurði hvort
hún ætlaði ekki að vera með.
Heiðarleg hugsjónakona
Þegar sjálfstæðismenn gerðu
sér grein fyrir því að sterkasti liðs-
maður F-listann yrði ekki með í
samstarfinu hófust þeir handa og
hringdu í hana með alls kyns
gylliboð. Ef Margrét væri valda-
sjúk fégráðug kona væri staða
hennar öðruvísi en hún er í dag.
Margrét er hins vegar heiðarleg
hugsjónakona sem selur ekki sálu
sína hæstbjóðanda.
Að lokum langar mig að taka
fram að gefnu tilefni að Íslands-
hreyfingin var ekki í framboði til
borgarstjórnakosninga fyrir
tveimur árum. Þeir einstaklingar
sem eru í Íslandshreyfingunni og
sitja í nefndum og ráðum fyrir F-
listann í borgarstjórn eru þar sem
einstaklingar en ekki í umboði Ís-
landshreyfingarinnar.
Höfundur situr í stjórn
Íslandshreyfingarinnar
Rangfærslur á
rangfærslur ofan
UMRÆÐAN aSólborg Alda Pétursdóttir
Fyrir utan
það að setja
það eitt á
oddinn að
vera gerður
að forseta
borgarstjórn-
ar mátti Ólafur vita að
erfiðara er að vera áhrifa-
mikill í fjögurra flokka
borgarstjórn en í tveggja
flokka borgarstjórn.
Stjórnmálafræðingurinn, Gunn-
ar Hólmsteinn Ársælsson, ritaði
grein í 24 stundir sl. laugardag þar
sem hann gagnrýndi Magnús Krist-
insson, útgerðarmann í Vest-
mannaeyjum, fyrir þau orð sín að
við Íslendingar myndum hafa lítil
sem engin áhrif innan Evrópusam-
bandsins ef við gengjum þar inn.
Gunnar segir að Magnús viti ekki
hver áhrif okkar innan sambands-
ins yrðu þar sem við höfum aldrei
verið þar innanborðs og kallar eftir
rökum fyrir orðum Magnúsar.
Staðreyndin er sú að vægi aðild-
arríkja Evrópusambandsins innan
þess fer fyrst og síðast eftir því
hversu fjölmenn þau eru og það
þarf varla að fara mörgum orðum
um það hversu óhagstæður sá
mælikvarði yrði fyrir okkur Íslend-
inga. Miðað við stærð sambandsins
í dag yrðum við langsamlega fá-
mennasta aðildarríkið og með vægi
samkvæmt því. Vægi okkar á þingi
Evrópusambandsins er lýsandi
dæmi um vægi okkar almennt inn-
an stofnana sambandsins, en þar
ættum við von á að fá í bezta falli 5
fulltrúa af 785. Þetta er einfaldlega
eitt af þeim fjölmörgu lykilmálum
sem ekki verður samið um í aðild-
arviðræðum við Evrópusambandið.
En Gunnar kann kannski ráð til
þess að semja um að Ísland fái und-
anþágu frá þessari grundvallarreglu
sambandsins og þá kannski sama
vægi og Þýzkaland með sínar 82
milljónir manna eða Holland með
sínar 16 milljónir? Eða kann hann
kannski ráð til að fjölga Íslending-
um í nokkrar milljónir og jafnvel
tugmilljónir á næstu árum?
Vægi Íslands innan Evrópusam-
bandsins yrði þ.a.l. sáralítið sem
ekkert og ekki bætir úr skák að sí-
fellt hefur verið fækkað þeim svið-
um þar sem krafizt er einróma sam-
þykkis aðildarríkjanna og
aðildarríkin hafa þar með neitunar-
vald. Nokkuð sem kemur minni að-
ildarríkjum sérstaklega illa eðli
málsins samkvæmt. Þessi þróun
hefur átt sér stað með vaxandi
hraða á undanförnum árum og taki
Lissabon-sáttmáli sambandsins
(lesist stjórnarskrá Evrópusam-
bandsins) gildi mun neitunarvald
aðildarríkjanna verða afnumið á vel
yfir 50 sviðum til viðbótar. Ef við Ís-
lendingar gengjum í Evrópusam-
bandið myndu möguleikar okkar til
áhrifa þannig áfram byggjast fyrst
og fremst á svokölluðum „lobby-
isma“ – rétt eins og raunin er í dag.
Nokkuð sem virðist vera það sem
Gunnar er reiðubúinn að leggja allt
traust sitt á og leggja fullveldi þjóð-
arinnar í sölurnar fyrir. Á móti
myndum við nefnilega gefa eftir yf-
irráð okkar yfir flestum okkar mál-
um en lítið sem ekkert hafa um þau
að segja eftir það.
Höfundur er stjórnarmaður í Heimssýn,
hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum
Stjórnmálafræðingurinn
Gunnar og ESB
UMRÆÐAN aHjörtur J. Guðmundsson
Staðreyndin
er sú að vægi
aðildarríkja
Evrópusam-
bandsins inn-
an þess fer
fyrst og síð-
ast eftir því hversu fjöl-
menn þau eru.
Skoðanakönnun hjá Frétta-
blaðinu sunnudaginn 20. apríl
2008 um afstöðu almennings til
Efnahagsbandalagsins kom hvað
eftir annað í fréttum. Vel var sagt
frá niðurstöðu. Heildarniðurstaðan
er þessi: Um 650 manns svöruðu og
samandregið vildu 67,8 prósent að
ríkisstjórnin byrjaði bráðlega á
undirbúningi fyrir aðildarumsókn
(440 manns). Hins vegar voru 32,2
prósent áhugaalus eða á móti (210
manns). Mjög misjafnt fylgi var
innan flokkanna, sem ég hirði ekki
um að aðgreina sérstaklega núna.
Skoðanakannanir
Hins vegar var það eftirtektar-
vert, að varaformaður Framsókn-
arflokksins og fyrrverandi iðnaðar-
og utanríkisráðherra, Valgerður
Sverrisdóttir, er nú þegar tilbúin að
hoppa inn fyrir véböndin í ESB. Var
nokkrum Frömurum brugðið?
Formaður var að vonum staðfastur
fyrir og er það góðs viti.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ut-
anríkisráðherra, var brosleit og
sagði að þetta kæmi sér notalega
fyrir sjónir, enda lengi verið kapps-
mál hennar og fleiri fylgifiska þar á
bæ. Þetta staðfesti að undirbúning-
ur væri tímabær og þjóðin myndi
sjálf kjósa um tillögurnar. Stjórn-
málamenn yrðu að hlusta á rödd
almennings. Hér væri góður meiri-
hluti fyrir aðildarumsókn og vænt-
anlegri inngöngu. En ég bið báðar
þessar valkyrjur í stjórnmálum að
hugleiða meira um skoðanakann-
anir.
Ölmusa
Niðurstaðan núna um þetta sér-
staka efni kann að mótast af
skyndilegum efnahagsörðugleik-
um. Fyrir um tæpum tveimur
mánuðum orðaði enginn maður
eitt eða neitt um bráðnausyn á
undirbúningi að aðild. Alltaf hafa
verið menn sem sjá allt betra í fjar-
lægðinni. Flestir í þessum „aðild-
arhópi“ eru menn sem eru vanir að
fá launin sín send í pósti frá ríkinu.
Það liggur vel ljóst fyrir að sum fá-
tækari ríki innan ESB hafa fengið
góða lummu frá þeim sem betur
eru sett. Við hælum okkur hins
vegar af því að vera einhver ríkasta
þjóð heimsins og þolum þann sam-
anburð á nokkrum sviðum. Eigum
við að biðja ríku þjóðirnar innan
ESB um ölmusu til handa okkar
„millum og stóreignamönnum“?
Ég leggst ekki svo lágt.
Kvótakerfið
Svo er annað mál, sem marg-
sinnis hefur farið í gegnum skoð-
anakannanir og alltaf kemur svipuð
niðurstaða. Þetta er kvótakerfið og
stjórnun fiskveiða. Jafnan kemur í
ljós, að um 75-82 prósent þjóðar-
innar eru mjög á móti núverandi
kerfi í fiskveiðum og öllu braskinu
þar á bæ. Þessi afgerandi meirihluti
þjóðarinnar vill breytingu og það
strax. Þjóðin hafnar ægilegasta
braski Íslandssögunnar.
Ef þið meinið eitthvað með orð-
um ykkar varðandi umsókn í ESB,
skuluð þið einnig taka mark á nið-
urstöðu um kvótamálin. Fari svo að
ekki heyrist bofs í ykkur um það
mál, sem flestir telja mikilvægasta
mál okkar um alla framtíð, mega
allir sjá að ekki er mark takandi á
orðum ykkar. Þjóðin er orðin
þreytt á yfirborðsgaspri.
Mjög stór andstaða er gagnvart
bröltinu hjá ykkur báðum inn í Ör-
yggisráðið.
Höfundur er eldri borgari
og fyrrverandi alþingismaður
Mikilvægasta málið
UMRÆÐAN aJón Ármann Héðinsson
Fari svo að
ekki heyrist
bofs í ykkur
um það mál,
sem flestir
telja mik-
ilvægasta
mál okkar um alla fram-
tíð, mega allir sjá að ekki
er mark takandi á orðum
ykkar.
innréttingar
Eldhús
Innréttingaþjónust Bjarnarins ehf. - Ármúla 20 - Sími 562 5000 - Fax 562 5045 - bjorninn@bjorninn.is - www.bjorninn.is
Innréttingarnar eru
sérsmíðaðar eftir
þínum óskum. Þú
ákveður viðar-
tegund, höldur og
innviði.
Við teiknum,
smíðum og setjum
þær upp. Aðeins
hágæða efni á
verði sem hentar
öllum.