24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 43

24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 43
24stundir LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 43 Þ að sem gerðist við Rauðavatn var óumflýj- anlegt. Viðbrögð lög- reglu voru vel undirbúin vegna þess að vitað var á hverju var von,“ segir Stefán Eiríks- son, lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins, um umtalaðar aðgerðir lögreglu við Rauðavatn þegar hald var lagt á bíla atvinnubílstjóra og átök brutust út. „Þessum hópi bíl- stjóra voru gefin skýr fyrirmæli um að fara og þeir fengu langan tíma til þess. Þeir fengu ítrekað lokavið- varanir sem þeir sinntu ekki. Þarna varð taktbreyting í aðgerðum bíl- stjóranna, þær hættu að snúast um mótmæli og snerust um að búa til slagsmál við lögregluna. Það var beinlínis tilgangurinn með því sem þarna fór fram. Menn mættu vopnum búnir, tilbúnir að takast á við lögregluna með úðabrúsa og kveikjara. Lögreglan varð að leggja hald á bílana og fjarlægja þá af staðnum. Í kjölfarið þurfti að af- marka svæði lögreglu og handtaka bílstjóra. Fleiri bættust svo í hóp- inn og fóru að kasta grjóti í lögregl- una, eins og frægt er orðið.“ Gekk lögreglan ekki of harkalega fram í aðgerðum sínum? „Lögreglan gekk til þessa verks, eins og allra sinna verka, á grund- velli meðalhófs. Meðalhófið er heilög regla í öllu sem við gerum. Við beitum þar af leiðandi ekki valdi nema það sé nauðsynlegt. Við höfum legið yfir þessum atburðum og þessari aðgerð til að meta hvort framkvæmdin var í samræmi við reglur, hvort eitthvað hafi farið úr- skeiðis og hvað hafi gengið vel. Heildarmat okkar er að þetta hafi gengið afar vel fyrir sig og í sam- ræmi við undirbúning okkur á liðnum árum og í takt við þær að- stæður sem þarna voru.“ Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir framgöngu sína. Hvernig finnst þér sú gagnrýni hafa verið? „Hún hefur að mestu leyti verið málefnaleg. Það er aldrei geðfellt að fylgjast með því þegar lögregluvaldi er beitt, og fólk er óvant að sjá slíkt í beinni útsendingu. Í þessu tilviki var það nauðsynlegt og byggði á skýrum lagaheimildum. Fólk upp- lifir þetta með mjög sterkum hætti af því að fjölmiðlar voru viðstaddir og tóku myndir af öllu saman. Ég held að það undirstriki betur en flest annað að lögreglan hafði ekk- ert að fela og allt sem hún gerði þolir nánari skoðun.“ Árangurstengd laun Lögreglumenn eru oft í erfiðum aðstæðum. Er öryggi þeirra nægilega tryggt? „Lögreglustarfið er gríðarlega erfitt og menn virðast tilbúnir að ganga nokkuð langt gegn lögregl- unni. Því miður hafa of margir lög- reglumenn slasast við skyldustörf. Það er vitaskuld óþolandi að lög- reglumenn séu að heimsækja slas- aða félaga sína upp á sjúkrahús vikulega eða mánaðarlega. Ef ekki er hægt að tryggja öryggi lögreglu- mannanna þá er ljóst að ekki er hægt að tryggja öryggi borgar- anna.“ Er óumflýjanlegt að lögreglan verði vopnuð við skyldustörf? „Ég vonast til að hægt verði að komast hjá því að vopna almenna lögreglu. Við þurfum hins vegar að velta fyrir okkur hvers konar varn- arbúnað er nauðsynlegt fyrir lög- reglumenn að hafa. Í dag hafa lög- reglumenn piparúða og kylfu. Talað hefur verið um rafbyssur og sá þáttur er í nákvæmri skoðun, ég bíð eftir því að úttekt ljúki og tjái mig ekki um það mál að sinni.“ Háir fjárskortur störfum lögregl- unnar? „Það er ljóst að lögreglan gæti gert svo miklu meira fengi hún meiri fjármuni. Hér á landi er öflug og sýnileg löggæsla og hægt er að takast á við stór verkefni, til dæmis rannsaka og upplýsa fíkniefnamál sem eru á Evrópumælikvarða, ef ekki heimsmælikvarða, hvað varð- ar stærð og umfang. Hvað getur lögreglan gert ef hún fær meira fjármagn? Ég hef hitt fjárlaganefnd tvisvar og rætt um framtíðarsýn á sviði löggæslu og hef lagt áherslu á að mikilvægt sé að löggæslan hafi sama vægi í fjár- veitingum og menntamál og heil- brigðismál. Við búum í gríðarlega góðu og öruggu samfélagi. Íslenska lögregl- an vinnur að verkefnum með lög- reglunni í Ósló. Þar glímir lögregl- an við meiri vanda en er hér á landi. Ofbeldisbrot eru helmingi tíðari í Ósló en á Íslandi, auðgun- arbrotin eru miklu fleiri, mikið er um vasaþjófnað og rán á götum úti. Þessir glæpir eru ekki algengir hér á landi. Við vitum hins vegar af reynslunni að fréttir dagsins hjá nágrannaríkjum eru fréttir morg- undagsins hjá okkur. Þessir glæpir verða stundaðir hér á landi eftir tvö til þrjú ár. Við munum sennilega sjá meira af götuvændi, vasaþjófn- aði og ránum á götum úti ef ekki er brugðist við í tíma og löggæslan sett á þann stall sem hún á að vera á þegar kemur að fjárveitingum. Um leið eigum við að velta fyrir okkur þeim markmiðum sem sett eru með löggæslunni og fylgjast mjög vel með því að þeim sé náð. Ég hef varpað fram þeirri hug- mynd að laun hjá lögreglustjórum og æðstu stjórnendum lögreglunn- ar verði árangurstengd. Þannig hefði áhrif á veskið þeirra hvort innbrotum fækkaði í Breiðholtinu, veggjakrot minnkaði á Laugaveg- inum eða ofbeldisbrotum fækkaði í miðborginni. Á fundi þar sem ég ræddi þetta fann ég að mönnum fannst ekki gott ef laun lögreglu- stjórnarinnar yrðu tengd við það hversu margir yrðu sektaðir. Þetta er ekki það sem ég á við. Ég er að tala um hið raunverulega öryggi, að ekki sé ráðist á menn á götum úti, ekki sé brotist inn á heimili manna og eignir þeirra skemmdar.“ Lögreglustjóri á götunni Aðeins að veggjakrotinu. Hvernig kemst ungt fólk upp með það að standa við hús um nætur og krota á þau án þess að vera handtekið? „Ef lögreglan ætti að handtaka alla þá sem áhuga hafa á að krota á eigur annarra þá byggjum við í lög- regluríki. Þá væru myndavélar og lögregla á hverju einasta horni. Við viljum ekki búa í slíku samfélagi. En við handtökum fólk vikulega, jafnvel daglega, vegna veggjakrots. HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Fólk upplifir þetta með mjög sterkum hætti af því að fjölmiðlar voru viðstadddir og tóku myndir af öllu saman. Ég held að það undirstriki betur en flest annað að lögreglan hafði ekkert að fela og allt sem hún gerði þolir nánari skoðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.