24 stundir - 03.05.2008, Page 50

24 stundir - 03.05.2008, Page 50
50 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is „Ég lít ekki bara á þetta sem lög- gæslu, því þú ert að þjónusta fólk- ið. Maður vinnur með fólki og fyrir fólk,“ segir Júlíana. „Mér finnst sjarminn við að vera í lögg- unni líka að vita aldrei hvað mað- ur gerir næst. Enginn dagur er eins. Vinnutíminn hentar mér mjög vel, þó það séu alls ekki allir sem fíla að vinna svona á vöktum. Svo finnst mér heillandi við lögregl- una hérna á höfðuborgarsvæðinu hvað það eru endalausir mögu- leikar – ólíkar deildir og miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir.“ Ánægð í starfi „Mig var farið að langa til að læra eitthvað og fannst þetta höfða vel til mín. Mér finnst námið passlega langt og hélt að þetta ætti vel við mig, þannig að ég ákvað að slá til. Það er mjög misjafnt hvernig fólkið í kringum mig brást við. Sumum fannst þetta ógnvænlegt. Maður sér náttúrlega margt sem maður myndi vilja sleppa við að sjá í þessu starfi, en það bara til- heyrir. Það er haldið vel utan um mann í vinnunni, þannig að manni líði sem best. En þeir sem þekkja mig, þeir vita að þetta á vel við mig. Áður en ég byrjaði í skólanum var ég afleysingalögreglumaður í almennu deildinni. Ég byrjaði í september 2006 og vann þangað til ég fór í skólann í janúar 2007. Þá tók við átta mánaða starfsnám, þar sem maður er bara að vinna sem lögregla í almennu deildinni. Þannig að ég er búin að vinna í rúmt ár í lögreglunni. Og líkar mjög vel. Ég hef alltaf verið á sömu vakt- inni. Ég var á henni sem afleys- ingamaður og í starfsnáminu og óskaði eftir að fara á hana eftir útskrift. Maður heldur alveg tryggð við vaktina. Þetta er líka það sem heldur manni í vinnunni. Maður tengist svo mikið fólkinu á vaktinni og á svo nána vini þar. Ég hlakka yfirleitt bara til að mæta í vinnuna.“ Löggur þurfa að hafa áhuga „Þú ert í þessu starfi af áhuga. Það er enginn í löggunni nema hann hafi gaman af því. Annars áttu ekkert að vera þarna. Ef þetta er orðið þannig að þú ert orðinn pirraður og sérð bara það nei- kvæða, þá er orðið mjög erfitt að sinna starfinu. Það bitnar á öllum. Það er fullt af kostum við starf- ið. Vaktirnar eru litlar, þannig að þú eignast góða vini og ert í raun- inni alltaf með vinum þínum í vinnunni. Það er góður mórall og skemmtilegt. Þú veist aldrei hvað þú ert að fara að gera. Maður lendir í ýmsu skemmtilegu, þótt málin geti líka verið erfið og krefj- andi. Maður veit að maður er að hjálpa fólki og líður vel á eftir.“ Neikvæð umræða „Námið er mjög krefjandi, en mjög skemmtilegt. Það er miklu meira bóklegt en ég bjóst við. Þú tekur lögfræðigreinar og sálfræði- greinar, þarft að þekkja allar reglugerðir og öll lög, áfengislög, tollalög – hvað sem manni dettur í hug. Þó að minn árgangur hafi verið óvenjustór, eða 45 manns, er þetta frekar lítill hópur. Það myndast mikil vinátta og fólk vinnur náið saman. Það er náttúrlega kostur að eftir fyrstu önnina ertu á launum. Þó- það séu bara grunnlaun, þá mun- ar um það. Það eru engin skóla- gjöld og þú þarft ekki að kaupa neinar bækur. Þú færð bara allt upp í hendurnar. Ásóknin í skólann hefur af ein- hverjum sökum minnkað á und- anförnum árum. Það er örugglega vegna umræðunnar um starfið. Það er erfiðara að vera lögga í dag en það var. Meira ofbeldi og það er meira veist að lögreglumönn- um. Það er meira af vopnum í umferð og starfið er almennt hættulegra – fyrir ekki hærri laun.“ Breytingar á stuttum ferli Júlíana hefur verið viðloðandi lögregluna síðan haustið 2006, en segist verða vör við breyttar starfs- aðstæður á þessum stutta tíma. „Þetta er að verða grófara og fólk leyfir sér að vaða í okkur. Ég held að verði að gefa skýr skilaboð til að stöðva þessa þróun. Fólk má ekki komast upp með að ráðast á lögreglumann. Í þessu hafa Íslendingar kannski verið aðeins öðruvísi – við treystum náunganum. Við sem lögreglumenn treystum yf- irleitt ágætlega fólkinu í kringum okkur, þannig að maður hleypir því nálægt sér. En í dag er þetta farið að breytast. Maður er farinn að passa sig, því maður veit ekki hverju maður á von á. Sjáðu til dæmis grjótkastið við Rauðavatn. Þetta hefði getað farið mjög illa. Það myndast bara ein- hver múgæsing og er eins og fólk átti sig ekki á því hvað það er að Júlíana Bjarnadótt- ir: „Hlakka yfirleitt til að mæta í vinnuna“ Júlíana Bjarnadóttir, lögreglukona á höfuðborgarsvæðinu Veit að maður er að hjálpa Júlíana Bjarnadóttir er í hópi þeirra sem útskrif- uðust úr Lögregluskól- anum í vor. Hún starfar í almennu deild lögregl- unnar á höfuðborgar- svæðinu. Í Maríunni Ljósmyndari leit inn í bílinn sem Júl- íana ók þetta kvöld. a Stundum er gott að hafa karlmann við hliðina á sér, en stundum er líka gott fyrir karl- mann að hafa konu. Kon- ur leysa stundum öðru- vísi úr málunum. Það getur bæði verið kostur og galli. 24stundir/Frikki

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.