24 stundir - 03.05.2008, Síða 59
Listapósturinn
5 . t b l . • 1 3 . á r g a n g u r • 3 . m a í 2 0 0 8 • 1 4 9 . t b l . f r á u p p h a f i
Listapósturinn · Útgefandi: Gallerí Fold, listmunasala · Rauðarárstíg 14, 105 Reykjavík · Sími: 551 0400 · fax: 551 0660 · Netfang: fold@myndlist.is · í Kringlunni, 103 Reykjavík · Sími: 568 0400 · Netfang: foldkringlan@myndlist.is ·
Heimasíða Gallerís Foldar og Listapóstsins er: www.myndlist.is · Ritstjóri: Tryggvi P. Friðriksson · Ábyrgðarmaður: Elínbjört Jónsdóttir · Umsjón heimasíðu: Jóhann Á. Hansen · Upplag: 95.000 prentuð eintök fylgja 24 stundum og 3300 rafræn
eintök, send ókeypis til áskrifenda.
Áhyggjur af myndlistinni
Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu lítil
frétt um áform franskra yfirvalda til að
styrkja listaverkamarkaðinn þar í landi.
Þetta ætla Frakkar að gera með því að sjá til
þess að almenningi bjóðist vaxtalaus lán til
listaverkakaupa og auka á skattaafslátt sem
fyrirtæki fá gegn kaupum á listaverkum.
Rætt er um að lánin geti numið allt að
10.000 evrum.* Þá er ætlunin að styðja við
uppboðshúsin til að gera þau samkeppn-
ishæfari við erlend uppboðshús.
Það sem veldur þessum áhuga yfirvalda í
Frakklandi á að efla sölu á myndlist þar í
landi, er að það kom í ljós í óháðri rannsókn
að Kínverjar náðu þriðja sætinu af Frökkum
í heimsverslun með listmuni. Ennfremur að
vöxtur í sölu myndlistar var mun minni í
Frakklandi en víðast annars staðar. Mennta-
málaráðherrann franski, Albanel, sagði að
nauðsynlegt væri að bregðast við.
Skrifara datt í hug að setja niður á blað fáein
atriði sem hann hefur áhyggjur af hér á landi
og myndi ráða bót á væri hann mennta-
málaráðherra, sem auðvitað verður varla úr
þessu.
a. Listasafn Íslands býr við allt of þröngan
húsakost.
b. Sýningarstefna safnsins veldur því að ís-
lenskar þjóðargersemar eru í geymslum
langtímum saman. Jafnvel yfir hásum-
artímann, þegar erlendir ferðamenn
sækja safnið heim í stórum stíl, er ekki
gefið að þeir sjái það besta sem við eigum
af myndlist.
c. Fjármagnið sem safnið fær til nýkaupa er
grátlega lágt.
d. Ríkið og stofnanir þess gera lítið af því að
kaupa myndlist og slíkt er jafnvel litið
hornauga sem óhóf.
e. Sífelld úlfúð er um starfslaun myndlist-
armanna.
f. Óhófsuppákomurnar í Feneyjum, sem
ráðherrann fær að heimsækja á tveggja
ára fresti, síðast til að leita að huldukind,
vekja sáralitla eða enga alþjóðlega eft-
irtekt. Sífellt er þó reynt að telja lands-
mönnum trú um að framlag Íslands hafi
vakið mikla og jákvæða athygli.
g. Höfundarréttargjöld hérlendis eru þau
hæstu í heiminum. Ef þessi óhóflega inn-
heimta á ekki að endurspegla stefnu
Sjálfstæðisflokksins í skattamálum þarf
að lækka gjaldið til jafns við það sem ger-
ist annars staðar.
h. Höfundarrétturinn fellur aldrei niður á
uppboðum, hversu gamalt sem listaverk-
ið sem selja á er, en það er einsdæmi.
Þessi galna regla getur valdið því að frek-
ar verði farið með listaverk til útlanda í
sölu en að reyna að selja þau hér heima.
i. Nánast aldrei er fjallað um myndlist í
Ríkissjónvarpinu.
j. Fræðsla um myndlist er í mýflugumynd í
skólum landsins. Þetta sést best á því að
undantekning er ef nemendur sem keppa
fyrir skólana í ýmsum spurningakeppn-
um geta svarað spurningum tengdum
myndlist.
k. Full ástæða virðist vera til að hafa áhyggj-
ur af kennslu í myndlistardeild Listahá-
skólans, a.m.k. miðað við síðustu út-
skriftarsýningar skólans.
l. Sífellt koma fram falsaðar myndir úr
stóra fölsunarmálinu sem ekki tókst að
klára vegna ótrúlegs klúðurs.
m. Íslenski menntamálaráðherrann mætti
sækja fleiri sýningar.
Skrifari gerir sér grein fyrir að mikill munur
er á menningarstigi Frakka og Íslendinga,
Frökkum í vil. Dæmi um það er að Frakkar
keppast við að byggja söfnin sín upp og gera
þau glæsilegri, meðan við höldum okkar
þjóðlistasafni í spennitreyju. Þeir hafa löngu
uppgötvað að þjóðararfurinn dregur gesti í
milljónatali í söfnin. Hér virðist hins vegar
tilhneiging til að breyta þjólistasafninu í
nokkurs konar nýlistasafn. Hér er þörf á
aðgerðum.
TPF
* Tekið skal fram að um skeið hefur verið boðið hér
upp á vaxtalaus lán til listmunakaupa og er hámarks-
upphæð 600 þúsund krónur. Þetta hefur verið til
töluverðra bóta, en ríkið hefur ekki komið nálægt því
framtaki.
BOÐSKORT
innrömmun við Rauðarárstíg
Fullkomnasta rammaverkstæði landsins
Mikið úrval af rammalistum
· Gallerí Fold ·
Opið er í Galleríi Fold virka daga frá kl.10–18, laugardaga frá kl. 11–16 og sunnudaga frá kl. 14–16.
Allir velkomnir á opnunina
Laugardaginn 3. maí kl. 15 opnar Pétur Gautur sýningu í
Baksal Gallerís Foldar. Sýningin stendur til 25. maí
Pétur Gautur
sýnir í Galleríi Fold
Ný málverk
· Blómastillur ·
Á fyrstu einkasýningunni minni fékk ég ósköpin öll
af gestum og sama skapi af blómum. Og ég hugs-
aði með mér að einhvern tímann myndi ég setjast
niður og mála öll þessi blóm, öll þessi form og alla
þessa liti.
Nú í tilefni fimmtán ára „málara“ afmælis míns
fannst mér tilvalið að efna við sjálfan mig gamalt
loforð og mála loksins þessi blessuðu blóm.
Kæruleysi og málaragleði var útgangspunkturinn
fyrir þessa sýningu. Til að leggja áherslu á það
ákvað ég að mála alla sýninguna heima í stofu, í
bílskúrnum og í sumarbústaðnum. Ekki á vinnustof-
unni í hundraðogeinum.
Pétur Gautur